Ilmjurtapokinn

þriðjudagur, apríl 25, 2006
Jæja, ég ætlaði að setja þessa mynd inn á bloggið mitt í gærkvöld en þá var bara ekkert netsamband hjá mér þannig að ég ákvað að gera þetta bara í dag :-)

Ég eyddi sem sagt gærdeginum (fyrir og eftir vinnu) í að sauma pokann saman. Af því að ég klippti efnið of lítið þá setti ég blúndu í opið á pokanum svona aðeins til að gera meira úr þessu :-) Svo fann ég þennan líka flotta borða á Egilsstöðum á föstudaginn sem ég fann á mér að yrði frábær með þessari mynd. Ljósblár og sætur eins og blómin :-D

Ég er bara nokkuð stollt, sérstaklega þar sem ég var ekki með neinar ákveðnar leiðbeiningar með fráganginn eða hvernig ætti að bæta blúndunni á. Ég gerði það bara með karpmelluspori (spurning með stafsetningu?) og það kemur bara ágætlega út að mínu mati. Nú er bara að vona að konan sem ætlunin er að fái þennan poka að gjöf sé sama sinnis :-)

Sachet

I was going to post this photo last night but I didn't have any internet connection so those plans were squashed! I just decided to wait till today to do it :-)

I spent yesterday (before and after work) sewing this sachet together. Because I cut the fabric a little too small I decided to put a lace in the opening to make it a little bigger :-) And I found the cutest ribbon while I was in Egilsstaðir on friday that I just knew would look lovely with the blue lavender flowers in the design :-D

I'm kinda proud of this, coz I didn't have any directions for the finishing or adding the lace. I added the lace with a buttonhole-stitch and it worked like a charm. I think it looks good at least, I hope the lady I made this for feels the same way :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 13:26, | 6 comments

Ákvarðanir, ákvarðanir

sunnudagur, apríl 23, 2006
Ég hef enga mynd til að monta mig af í dag. Ég hef ekki saumað síðan á miðvikudag, en þá kláraði ég framhliðina á biscornu púðanum sem ég held að ég sé að fara að senda til útlanda 15. maí. Ég segi held af því að ég hef farið að efast um litavalið í þessum púða. Manneskjan sem fær hann taldi upp nokkra liti í umsögninni um sig og sá sem ég valdi er ekki einn af uppáhaldslitum hennar. Þetta er samt rosalega flott og kemur vel út, en ég á garn í uppáhaldslitnum hennar sem kæmi rosalega vel út í þessu munstri, en þá á annað efni. Þetta er erfitt líf ;-) ef allar ákvarðanir væru nú svona auðveldar :-D

Svo fer að líða að næsta afmæli í afmælisleiknum góða í Allt í Kross grúppunni. Það hefur verið aðeins spáð og spekúlerað hvað henti best í það og svei mér þá ef ég er ekki næstum búin að ákveða gjöfina :-)

Ég hef líka ákveðið eitt. Ég er komin í verslunarstraff! Ekkert saumadót þar til á afmælinu mínu, 25. júlí. Undantekningarnar eru Monthly bits og Silkweaver FOTM (ef ég held áfram í honum) og ef það vantar eitthvað fyrir skipti og gjafir. Sem verður sennilega ekkert þar sem ég er bara skráð í biscornu skiptin og ég á efnið í það (ef ég ákveð að skipta um lit). Ég held líka að ég sé í góðum málum í sambandi við afmælisleikinn.

Jæja, þetta hafa verið nokkur brot af hugsunum mínum síðastliðna daga. Vonandi höfðuð þið gaman af ef þið komust svona langt :-)

Decisions, decisions

I don't have any photos to brag about today. In fact I haven't stitched since wednesday when I put the last stitches into the biscornu for the exchange that I think is going to be sent off on May 15th. I say that because I'm starting to doubt my color choice for this eight-corner pillow. The person who's this is done for has listed some fav colors in her description of herself and the color I chose isn't one of them. I still think this is a great color and it looks great on the fabric and in the design, but I have a skein in my stash that's in her fav color and it would be great too in this design. It would have to be on another fabric though. It's a hard life ;-) I wish all my decisions were that easy :-D

It's getting closer to the next birthday in the birthday exchange in the yahoo club, Allt í Kross. I've been thinking and trying to decide what the birthday girl would like. I wouldn't be surprised if I've already decided on the gift :-)

Speaking of decisions.. I'm on the wagon! I'm not buying anything stitching related till my birthday July 25th. There are a few things this doesn't apply to, like my Monthly Bits and Silkweaver FOTM (if I'm deciding on sticking with it after the change) and if I need something for exchanges or gifts. Which I don't think is relevant since there is only the biscornu and that's taken care of (even if I change colors). Well, there is the Birthday exchange.. But I think I've got that covered too.

Well, these have been a few of my thoughts from the past few days. I hope you had fun reading if you made it this far :-)
 
posted by Rósa at 20:22, | 0 comments

UFO þriðjudagur í gær

miðvikudagur, apríl 19, 2006
Ég var harðákveðin að sauma í UFO stykkinu enda voru 2 vikur síðan ég saumaði í henni síðast. Þetta er orðið ansi stopult hjá mér :-/ En jæja, ég settist með hana og saumaði aðeins. Svo fór ég að hugsa um biscornu skiptin á SBEBB sem ég skráði mig í og ákvað að það væri kannski tími til að skoða þau mál aðeins. Þess vegna er ekki mikill munur frá síðustu viku en það var samt eitthvað gert í UFO málum þessa vikuna :-)



UFO tuesday yesterday

I was determined to work on my UFO piece yesterday, there were two weeks since I last picked it up. I'm not as motivated as I used to be :-/ Well, at least I did sit down with it and stitched a bit. Then I started to think about how little time is left to finish the Biscornu for the SBEBB exchange and decided it would be wise to think about those things a little. That's why there isn't much difference from last time I posted a progress report, but at least I did something :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 10:42, | 1 comments

Woodland Grace SAL 6. uppfærsla

mánudagur, apríl 17, 2006
Ég var ekki í miklu saumastuði í kvöld en byrjaði þó á hinu trénu hjá englinum. Svo var ég að átta mig á hvað það er lítið eftir af krossum í þessari mynd, og svo auðvitað perlurnar, en það er bara tréð, dúfurnar og ramminn sem er eftir vinstra megin. Ekki er það nú mikið.

Ég hlakka mikið til að byrja að setja perlurnar á :-D

Woodland Grace SAL 6th post

I wasn't in much of a stitching mood tonight but I started the other tree by the angel at least. And I just realized how little is left to stitch on this project. There's of course the beads, but it's just the tree, doves and the left border left to stitch. That's not a whole lot.

I'm looking forward to adding the beads to this picture :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:49, | 0 comments

Vetrardrottningin 11. færsla

sunnudagur, apríl 16, 2006
Þessa helgina var Stitch-a-thon á Friends Gather BB og ég ákvað að sauma í Vetrardrottningunni í þetta skiptið sem og öll hin. Ég var reyndar að vinna í gær þannig að ég saumaði ekkert þá, en ég saumaði heilan helling á föstudag og svo þónokkuð í dag. Ég elska það hvernig þessi mynd gengur og hvernig hún kemur út.

Ég saumaði í hægri hliðinni á henni og niður úr og svo fór ég bara um allt og fyllti upp í nokkrar eyður og eins og ég sagði, fór út um allt :-D

Hérna er mynd frá í upphafi helgarinnar en ég var víst aðeins búin að sauma frá því seinast að ég setti inn mynd hér. Ekki man ég alveg hvenær það var en ég hef einhvern tímann gripið í hana í byrjun mánaðar held ég. Það var þó ekki mikið sem var komið en hvert spor skiptir máli :-)

Ég vil endilega óska svo allra gleðilegra páska, vonandi eru þeir búnir að vera ykkur öllum góðir :-D

Winter Queen, 11th post

This weekend was Stitch-a-thon weekend on Friends Gather BB and I decided to work on Winter Queen like I've done in the past. I was working yesterday so I didn't do a thing then, but I did do quite a bit on Good friday and a little today too. I love how this is coming along and how it's all coming together.

I worked on her right side and it led me down to the gown and from then I just went all over the place and filled a few gaps and like I said, went all over the place :-D

Here's a pic from the start of the weekend but it seems I stitched a little from the last time I posted a progress pic. I can't remember exactly when that was but it must've been around the beginning of april. There wasn't much that had been done but every stitch counts :-)

I hope everyone is having a wonderful easter holiday and those who don't celebrate easter, I hope they too are having a wonderful weekend :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:42, | 2 comments

Skeggjaður jólasveinn

fimmtudagur, apríl 13, 2006
Ég fékk í gær Wisper garnið sem mig vantaði fyrir jólaskrautið sem ég ætlaði að sauma og auðvitað byrjaði ég strax á því :-D Þetta jólaskraut heitir Joyful Santa og er hannað af Homespun Elegance. Það var í Just Cross Stitch Ornament issue frá árinu 2004. Þetta er saumað í Ornaments with KarenV SAL sem er á Friends Gather BB. Í hverjum mánuði er valinn hönnuður til að sauma jólaskraut eftir og þetta er í fyrsta skipti sem ég beygi mig undir það :-D Ég hef sennilega svona skrítinn smekk, þó að hann sé að breytast þá er samt ekki allt sem fellur mér í geð.. Sem er kannski bara ágætt :-) Ég hef ekki efni á að falla fyrir mikið fleiri hönnuðum :-D
Mér finnst skeggið á honum svo æðislegt að það hálfa væri nóg! Ég er voða fegin að hafa ákveðið að sauma hann þó ég þyrfti að panta Wisper garnið.

Jólasveinninn er saumaður í 28ct Pearl linen, natural að lit. Græni handlitaði liturinn er frá WDW og heitir Juniper, rauði er frá GAST og er nafnlaus sem og blái í fuglinum. Þessir GAST litir eru nafnlausir þar sem þeir komu úr Loose threads poka sem ég fékk í fyrrasumar frá Silkweaver í Stash of the Month klúbbnum. Samkvæmt munstrinu á að vera stjarna hægra megin við jólasveininn en ég á enga svoleiðis þannig að ég ætla bara að sleppa henni. Sveinki er bara fínn svona með skeggið sitt og fuglinn :-)

A bearded Santa

I got the Wisper I needed for this months ornament in the mail yesterday and I started almost instantly on the ornament I had chosen to do. This ornie is called Joyful Santa and is from Homespun Elegance and was in the 2004 Ornament issue of JCS. He's just the cutest with his beard. I love this wisper thread. He's stitched for the Ornaments with KarenV SAL on the Friends Gather BB. There's a different designer for each month as a theme and this is the first time I've chosen a ornament that is from this months designer. My tastes are just a little bit strange, even if they are changing.. Maybe that's good coz I just can't afford to start liking more designers right now! :-D

Joyful Santa is stitched on 28ct Pearl linen and the color of the fabric is natural. The green overdyed thread is WDW called Juniper and the red handdyed color is a nameless GAST and so is the blue one in the bird. They're nameless GAST's coz I got them in a Loose threads bag that Silkweaver sent along with their Stash of the Month club last summer. Also, according to the pattern there is supposed to be a star on the right side of the santa but I think I'll leave that out since I don't have a star like the one in the mag. Besides I like my santa like that, he's so cute with his beard and the blue bird :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 14:41, | 5 comments

Woodland Grace 5. færsla

mánudagur, apríl 10, 2006
Í dag er mánudagur og þó ég hafi póstað framgangi þessa SALs á fimmtudaginn seinasta þá eru mánudagarnir yfirlýstir uppfærsludagar og ég ætla að reyna að halda mig við það héðan í frá.. Sjáum til hvernig gengur :-D

Ég ákvað að sauma í trénu hægra megin við engilinn og náði að gera heilan helling. Það eru bara eftir perlurnar í trén og ég jafnvel byrjaði á snjónum fyrir neðan tréð! Mín bara góð :-D

Já og Watercolours liturinn sem mig langaði að éta fyrr í dag heitir Orange Blossoms.. Virkilega jömmí!

Woodland Grace, post 5

Today is monday, and even if I posted about my progress on this SAL last thursday, mondays are official updating days. I'm going to try and keep to that from now on.. We'll see how that goes :-D

I decided to work on the tree on the angel's right hand side and made considerable progress. I only have the beads left to do in that tree and I even started on the snow below that tree! I'm on fire :-D

Oh, the Watercolours color I wanted to eat earlier today is called Orange Blossom. Very yummy!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 21:33, | 1 comments

Monthly bits

Ég elska þetta fyrirkomulag hjá þeim í Stitching Bits and Bobs! Maður situr bara heima og fær upp í hendurnar flottasta garn í heimi! :-) Ég er áskrifandi að Weeks Dye Works garni í Collections og svo fékk ég mér líka Anything goes valkostinn. Í honum kemur allt mögulegt. T.d. fékk ég núna Wildflowers, Watercolours, Soie Crystale, Cresent Colors, GAST og Needlepoint Inc. silkigarn. Allt í voðafallegum gulum litum (eflaust vegna páskanna :-D ) og mikið er ég skotin í þessum lit sem Watercolours kom í. Virkilega fallega ljósgulur og ljósbleikur. Man ekki hvað hann heitir en ég gæti étið hann!

Jæja, ég ætla að fara aftur fram og dást að garninu mínu :-D

Monthly Bits

I love this set-up! I just sit at home and get delivered to me the most amazingly beautiful flosses and fibers in the world! :-) I'm subscribing to the WDW option in collections and I also have Anything Goes in Surprise me option. As the name says anything goes with that and now I got Wildflowers, Watercolours, Soie Crystale, Crescent colors, GAST and Needlepoint Inc. Silk. All in very pretty yellow tones (probably because of easter :-D ) and I so love the Watercolours floss.. That color is so pretty, with pale yellow and pale pink tones.. Can't remember the name but I could eat it!

Well, I better get back to admiring my fibers :-D

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 13:21, | 5 comments

UFO stykkið

sunnudagur, apríl 09, 2006
Loksins fékk það smá athygli. Ég hafði ákveðið að sauma í Vetrardrottningunni í dag, en þegar ég fór fram í stofu til að ná í hana þá var eitthvað svo sorglegt að sjá UFO stykkið í körfunni, aleitt og yfirgefið :-\ Þannig að ég tók það með mér inn í herbergi og saumaði í því í morgun.

Ég saumaði í fjöllunum og náði að gera helling. Auðvitað er það allt hálfspor en það er sama, ég er sátt :-) Afsakið myndina samt, ég náði ekki að taka betri mynd. Litirnir eru allir stórskrýtnir á þessari!

UFO piece

I finally gave that some attention. I had decided to work on the Winter Queen today but when I went to pick it up in the living room it was so sad to see the UFO piece just sitting there, alone and abandoned :-\ So I took that with me to my room and stitch on it a little this morning.

I worked on the mountains and did a lot. Of course that is all halfcrosses but it fine, I'm ok with that :-) Sorry about the pic though, I couldn't take a better pic. The colors are all out of whack on this one (and all the others I took trying to get a better picture)!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 12:38, | 1 comments

24 tíma áskorun

laugardagur, apríl 08, 2006
Það var einhver ruglingur í gangi hvort þetta væri önnur helgin í mánuðinum eða ekki en eins og allir vita :-D er alltaf 24 tíma áskorun á Friends Gather BB aðra helgi í hverjum mánuði. Ég hafði ætlað að gera jólaskrautið fyrir Ornaments with KarenV eins og ég hef gert undanfarna tvo mánuði en mig vantar tvenns konar spesgarn (bæði wisper) til að gera jólaskrautið sem mig langar að gera og þó ég sé búin að panta það þá er það ekki komið enn. Ég held að ég fái það eftir helgi.

Í stað jólaskrautsins ákvað ég að gera Spring Bluebird frá Waxing Moon Designs en þetta er freebie sem hægt er að nálgast á heimasíðu þeirra. Ég var búin að kitta þetta upp fyrir nokkru síðan en tók alltaf eitthvað annað verkefni fram fyrir þannig að mér fannst alveg kominn tími á að sauma þetta litla grey. Ég byrjaði rétt eftir miðnætti í gærkvöld og kláraði seinasta krossinn núna fyrir ca. klukkutíma. Ég ákvað að strauja aðeins efnið þar sem það var orðið ansi vel brotið saman eftir nokkra mánuði í pokanum sem ég setti það í og garnið. Garnið er DMC og efnið sem ég valdi er svona mystery efni, en ég fékk það hjá Helgu í Hannyrðahorninu fyrir jól. Ég veit a.m.k. að það er 32ct og natural. En mér finnst líklegt að þetta sé Belfast sko en þetta er alla vegana hör :-)

Það var bara mjög gaman og þokkalega auðvelt að sauma þennan litla sæta fugl. Ég hef nóg pláss á efninu að gera annan og ég held að Autumn Blackbird verði fyrir valinu. Annars gæti verið að ég geri Summer Sparrow. Er ekki alveg búin að ákveða það :-)

Ég ákvað að taka mynd af bakinu á fuglamyndinni enda hef ég sjaldan verið jafn stollt af baki á nokkurri mynd sem ég hef gert. Ég er alltaf að reyna að gera vel og vanda mig en stundum vill bakið bara fara í vesen.. Maður er þá ekki að vanda sig nóg! En núna tókst þetta svakalega vel :-D Þó ég segi sjálf frá auðvitað LOL

24hr Challenge

There was some confusion as to whether this was the second weekend in the month or not but like everyone knows it's time for the 24hr Challenge on Friends Gather BB when the second weekend of the month rolls around. I had planned to do the ornament for Ornaments with KarenV like I've done the last two months but I am missing 2 wisper threads for the ornament I have in mind. I have ordered it but it's not here yet. I hope it will arrive after the weekend.

Instead of the ornament I decided to do the Spring bluebird from Waxing Moon Designs. It's a freebie from their website and I had kitted it up quite a while ago but always picked other things to stitch ahead of this one. So I figured it was about time I stitched the little birdie :-) I started a little after midnight last night and finished about an hour ago. I needed to iron the fabric a little coz the fold was seriously deep. The fold is still visible even after steaming the fabric and all with the iron. I used DMC and the fabric is a mystery piece I got from a lady that sells cross stitch supplies here in town. I do know it's a 32ct and it's most likely Belfast. At the very least its a linen of some sort :-D

I really enjoyed stitching the little bluebirdie, it was easy and fun. I have room on the fabric for one more bird and I'm leaning towards the Autumn Blackbird right now. Or the Summer Sparrow. Either one it will be :-)

I also took a photo of the back of my work. I've never done that before so this means I'm very proud of it. I usually try and pay attention to what I'm doing and try to keep the back neat but sometimes that just isn't possible or I'm not mindful enough about the backside. This time I think it is very good :-) Even if I say so myself LOL

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 19:46, | 3 comments

Woodland Grace uppfærsla nr. 4

fimmtudagur, apríl 06, 2006
Ég hef nú ekki verið alltof dugleg að sauma í þessari :-\ En svona er þetta stundum, það grípur eitthvað mann eða maður dettur úr stuði. Sú hefur verið staðan hjá mér undanfarna daga. Ég hef ekki haft áhuga á neinu, ekki einu sinni saumadóti! Þá er nú soldið slæm staðan hjá mér :-D

Mér sýnist að ég sé búin með alla krossa í englinum. Ég er nokkuð sátt við það, næsta skref er sennilega að gera trén. Eða klára rammann í kring.. Annað hvort :-D

Woodland Grace SAL update no. 4

I haven't done much in this one lately :-\ But that's how it goes sometimes, something else grips you or you don't feel like stitching. Which has been the case for me lately. I haven't had interest in anything, let alone stitching. That means something isn't right in my world :-D

I think I've finished all the cross stitches in the angel. I'm quite ok with that :-) Next step is probably to stitch the trees. Or finish the border.. Either one :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 09:27, | 2 comments

Lavender frá Permin

mánudagur, apríl 03, 2006
Einhvern tíma fékkst þetta munstur gefins frá Permin og ég hlóð því niður að sjálfsögðu af því að það var frítt :-) Ég ákvað að sauma þessa mynd núna sem þakklætisvott fyrir konu sem gerði mér góðan greiða í lok mars. Svo er þessi kona bara búin að vera mér mjög góð að öllu leyti og því langaði mig að sýna smá þakklæti í verki. Ég ætla að klára þetta stykki sem svona ilmpoka en ég ætla að setja blúndu í opið á pokanum og reyna að gera þetta soldið fínlegt. Ég er búin að vera veik undanfarið og hef því ekki komist í búð til að finna eitthvað sætt í það en vonandi fer ég að komast út úr húsi bráðum. Maður getur orðið brjálaður af minna en að hanga inni allan daginn! Svo er maður svo máttlaus að hvert smáverk er eins og að hlaupa maraþon (ekki að ég hafi hlaupið maraþon en ég efast ekki um að það sé erfitt!).

Lavender from Permin

This design was a freebie some time ago from Permin and I downloaded it of course coz it was free :-) I decided to do this design now as a thank you to a very nice lady who did a very thoughtful thing for me in the end of march. And this lady has just been very supportive for me lately and kind so I just wanted to show her my gratitude. I'm going to finish this as a sachet but I'm going to put some kind of lace at the opening of the sachet and try and make it look very delicate. But since I've been sick these last few days I haven't been able to go to any stores to look for something cute for that purpose. I could go mental being stuck inside like this all day long! And I'm so low on energy that every little thing becomes like running a marathon (not that I've ever run a marathon but I don't doubt that it's very hard!).

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:58, | 5 comments