Bloggað um útsaumsáráttuna

fimmtudagur, júní 23, 2005
Ég hef ákveðið að tileinka útsaumsgyðjunni þetta blogg mitt og reyna þannig að biðla til hennar um meiri hæfileika, getu, orku og metnað í verkefnum mínum sem falla undir hennar málaflokk.

Eða kannski er maður bara að þessu til að monta sig yfir þeim verkefnum sem manni tekst að klára! Nú eða að reyna að fá smá yfirsýn yfir þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni ;-) Hvernig sem það nú tekst hjá manni! :-D

Til að byrja með verður nú kannski ekki mikið um dýrðir hérna, en það er aldrei að vita hvernig þetta verður í framtíðinni ef maður nær að halda sér við áætlunina. Eins og það sé einhver áætlun í gangi...

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 13:57, |

1 Comments:

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.