Næstum búin með tebollann plús kisinn úr 12 dögum jóla.

fimmtudagur, júní 29, 2006
Það er líka það eina sem kemst að þessa dagana :-D Reyndar hef ég verið soldið þreytt undanfarna tvo þrjá daga og ekki saumað mikið. Og ég er að vinna um helgina (sem er fúlt þar sem þetta er Humarhátíðarhelgin) en ég sé fram á að klára afturstinginn á morgun eftir vinnu og þá sendi ég þennan RR frá mér á mánudag og fæ vonandi nýjan fljótlega upp úr því.

click for larger pictureÉg á bara afturstinginn eftir, en í dag var voða góður dagur og ég kláraði alla krossa, líka með gullna þráðnum (DMC 5282). Mikið finnst mér samt leiðinlegt að sauma með honum :-( En með Thread Heaven var það næstum bærilegt ;-) og þessi þráður gerir rosalega mikið fyrir myndina.

Sorry for the overexposure. click for larger picSvo langar mig að sýna afspyrnu lélegan árangur minn í Degi 5 úr 12 dögum jóla sem Margaret Sherry hannaði fyrir jólin seinustu. Það er mest gert í þeim tilgangi að ég fái nógu mikið samviskubit og byrji að sauma af fullum krafti :-D Það má reyna það.. Alla vegana, þetta er bara skottið af greyinu sem ég er búin með :-D

Sorry, this one is all crumbled up. click for larger pic

Almost done with the teacup and the cat from 12 days of Christmas

And it's the only thing that's getting any attention these days (stitching wise) :-D I've been kinda tired lately and haven't stitched much. And I'm working this weekend (which sucks coz it's the weekend of a yearly festival type of thing in my hometown and loads of things will be going on) but I'm forecasting a happy dance tomorrow after work coz I only have the backstitching left to do. That means I'll send this RR off on monday and hopefully get a new one soon after that.

Like I said I only have the backstitching left to do, today was a good day and I finished all crosses including the ones with gold metallic thread (DMC 5282). I must say I find it very boring to stitch with :-( but with Thread Heaven it's almost bearable ;-) and it does do a lot for this design.

Last but not least I want to show my lack of progress on Day 5 of the 12 days of Christmas that Margaret Sherry designed before last christmas. This is done in an effort to make me feel bad about the abandonment of this project and get me to start stitching on it full steam ahead :-D Well, a girl can try.. Anyways, this is just the tail of the cat that you see there. Not much progress here.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:17, | 5 comments

Enn er ég í teinu...

mánudagur, júní 26, 2006
Ég er að reyna að klára þennan RR af fyrir mánaðarmót. Ég ætla að reyna að senda hann af stað fyrir helgi annars verður það á mánudag. Eins og sést er ekkert svo voðalega mikið eftir, eitt blóm, smá skuggar og gyllingin. Já og auðvitað afturstingurinn. Þetta verður voðalega falleg mynd.

I'm still doing the teacup

I'm trying to finish this RR off before the first of July. I'm going to try and send it off before the weekend, monday by the latest. As you can see there's not much left, one pansy, a little shadowing and the golden stuff. Plus the backstitching. It's going to be a very beautiful picture.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 19:51, | 3 comments

Tebollinn hennar Svandísar

mánudagur, júní 19, 2006
Þetta er voðalega fallegt munstur sem hún Svandís valdi fyrir RR-inn sinn. Eins og ég sagði síðast þá valdi ég að gera fjórða bollann sem er með stjúpumunstri og þá sagði ég víst líka að ég ætlaði að klára hvíta áður en ég byrjaði á litadýrðinni í blómunum.. Jæja, þetta entist ekki lengi, ég var svo áfjáð í að vita hvernig blómin yrðu að ég byrjaði í morgun á þeim. Og sé ekki eftir því! Það er æðislegt hvað litadýrðin í þeim gera mikið fyrir munstrið. Og litasamsetningin er frábær. Þó ég sé engin aðdáandi þess að gera svona confetti spor þá kemur rosalega vel út að hafa þetta svona. Mér skilst að Stoney Creek munstur séu mikið í þessari deildinni, að hafa mikil litaskipti.


The teacup RR

Svandís is the owner of this RR I'm stitching on and she chose a very beautiful pattern for her RR. Like I said last time I chose to stitch the fourth teacup which has pansies on it and then I also said I was going to finish the white stitches before moving on to the flowers.. Well, that little promise was broken this morning when I began stitching the pink pansy. And I don't regret doing those two! It amazing what the color changes in them do for the design. And the color choices of the designer is awesome too. Even though I'm no fan of confetti stitches like this (even if this is a mild case of it) I like the effect of it. I just don't like stitching it! I understand Stoney Creek does this alot.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:37, | 2 comments

Stitch-A-Thon og Vetrardrottningin

sunnudagur, júní 18, 2006
Jæja, þá er komið að því að sýna árangur þessarar helgar. Ég er búin að vera afskaplega dugleg að eigin mati og hef haft mjög gaman af því að sauma í Vetrardrottninguna fallegu. Svei mér þá, kannski ég fari bara að taka hana upp á öðrum dögum en hátíðisdögum ;-D

Þessi helgi var sem sagt Stitch-A-Thon helgi á Friends Gather og ég valdi að sauma í Vetrardrottninguna, enda eru þetta næstum einu skiptin sem ég sauma í greyið. T.d. saumaði ég seinast í hana þegar ég tók seinast þátt í Stitch-A-Thon í apríl.. Jamm, svo sannarlega kominn tími til að taka sér tak og sauma í henni.

Fyrir:
Eftir:
Þónokkur árangur, ekki satt :-D

Stitch-A-Thon and Winter Queen

Well, it's time to show the progress of this weekend. I've made considerable progress, at least I think so and I've had so much fun stitching on my beautiful Winter Queen. Who knows, I may even start working on her some more on a regular basis ;-D

This weekend was theStitch-A-Thon weekend on Friends Gather and I chose to work on Winter Queen, it seems this is the only time I do work on the poor thing. For example I last worked on her the last time I participated in Stitch-A-Thon in april.. Yeah, it was more than time for me to pick her up and work on her.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 21:11, | 5 comments

Annað klár!

föstudagur, júní 16, 2006
Ég er bara í stuði :-D

Eftir að ég kláraði Woodland Grace í gær langaði mig til að halda áfram að perlast og sauma í pappa þannig að ég fann Mill Hill kit sem ég byrjaði á fyrir jólin 2005 og ákvað að sauma aðeins í því. Þetta er svona Charmed Mitten sem heitir Patchwork Holiday. Mér finnst hann bara nokkuð sætur :-D


Ég er búin að vera eins og andsetin í dag og í gær, sat og saumaði (guði sé lof að ég var í fríi í vinnunni :-D ) og náði að klára blessaðan vettlinginn núna áðan.

Um helgina er Stitch-A-Thon á Friends Gather BB og ég ætla að taka þátt. Reyndar byrjar þetta í dag þannig að núna þegar vettlingurinn er búinn get ég farið að sauma í Vetrardrottninguna mína sem hefur ekki fengið athygli síðan í apríl! Apríl!!! Ég skammast mín þvílíkt en þetta hefur allt sínar skýringar :-) En samt.. Apríl... Ég er mest hissa á að Drottningin skuli láta mig koma svona fram við hana!

Another finish!

I'm on a roll! :-D

After I finished Woodland Grace yesterday I still felt like doing beads and stitching on perforated paper so I brought out a little Mill Hill kit I had actually started around christmas time last year but never finished (didn't get that far with it either). It's a Charmed Mitten kit called Patchwork Holiday. I think it's kinda cute :-D

It's like I've been possessed yesterday and today, I've just sat and stitched (thank goodness I had these days off work :-D ) and just now I've managed to finish this little mitten.

This weekend is Stitch-A-Thon on Friends Gather BB and I'm going to participate. It actually starts today so now that I've finished the mitten I can start stitching on my Winter Queen that hasn't had any attention since april! April!! I'm so embarrassed for this but it's all easily explained :-) But still, April... I'm mostly shocked that the Queen is allowing me to treat her like this!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:54, | 5 comments

Woodland Grace er búin!!

fimmtudagur, júní 15, 2006
Ég kláraði hana í dag :-D Það var svo lítið eftir að ég hugsaði með mér að ég skyldi bara klára hana enda er orðið svo langt síðan ég kláraði eitthvað að ég þurfti þess sko með að fá að finna þessa tilfinningu aftur :-D

click for larger imageHún er svo sæt!! Ég er mikið að spá í að kaupa rammann sem hún er sýnd í framan á pakkningunni af því mér finnst hann svo sætur. En ég er auðvitað í innkaupastraffi þannig að ég verð að bíða með það aðeins.

Ps. Sonja, takk fyrir ábendingarnar :-) Ég fann loksins þessar blessuðu perlur sem áttu að vera í vængjunum. Mikið voru þær samt vel faldar!

Woodland Grace is finished!!

I put the final beads in her today and the lovely button too :-) There was just so little left to do that I thought to myself that I should just finish her since there's been so long since I finished anything and I really needed to feel this feeling of accomplishment again :-D

She's just so cute!! I've been thinking about buying the frame that she's shown in on the cover of the kit because I just think that's so cute. But because I'm on the wagon that order just has to wait a while.

Ps. Sonja, thanks for the tips. I finally found the ice pink beads. They were very well hidden!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 14:20, | 6 comments

Woodland Grace 8

mánudagur, júní 12, 2006
Not much left :-) Click for larger pictureÉg hef lítið saumað í dag, ég er þreytt eftir helgina og verð ekkert smá fegin að komast í smá frí eftir vinnu á morgun. En ég setti nokkrar perlur í tréð vinstra megin við engilinn í dag, hitt var allt gert fyrri part seinustu viku. Ég viðurkenni að nú langar mig mest til að sitja bara með þessa mynd þangað til hún klárast :-D Mikið hlakkar mig til að sjá hana fullkláraða :-D

Það er samt eitt sem pirrar mig, í vængjunum á englinum eiga að vera perlur sem eru ice pink að lit og ég bara finn þessar blessuðu perlur ekki. Mér sýnist allar litlu perlurnar vera bara glærar!?! Ég sé ekkert bleikt við neina þeirra og er ég nú samt búin að reyna að sjá eitthvað bleikt í þeim. Eina sem ég sé er endurkast af rauðu perlunum... Ætli það endi ekki bara með því að ég setji glærar perlur í blessaða vængina. Ég nenni varla að stressa mig mikið meira á þessu en komið er!

Woodland Grace 8

I haven't done much stitching today, I'm a bit tired after the weekend and will be so happy when I get my days off after work tomorrow. But I did put a few beads into the tree on the left side of the angel today, the other work that has been done since last update was done in the beginning of last week. I must admit that I really just want to sit and stitch on this till it gets done :-D I can't wait to see it all done :-D

There's just one thing that's been bothering me, the wings are supposed to have beads that are ice pink in color (according to the key) but I just can't see those darn beads. It seems to me that all the small beads are just simply clear (or crystal like it says in the key)!?! I can't see anything pink about them except when the red beads are reflected in them and believe me, I've been trying hard to find these supposed pink beads... I may end up having clear (or crystal) beads in the wings of my angel. I don't want to fuss over this more than I already have!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:28, | 2 comments

Tebolli

sunnudagur, júní 11, 2006
click for larger pictureJæja, ég lofaði mynd og þó hún sé ekkert spennandi þá fáiði mynd af RR-inum sem ég byrjaði á um helgina. Ég ákvað að byrja á hvítu krossunum og reyna að klára þá af áður en ég fer í litadýrðina :-D Svo stóðst ég ekki mátið að gera gráa til að sjá hvernig þetta kemur út, svona skuggaáferð. Svaka flott.

Þetta var líka það sem ég ákvað að sauma í í tilefni 24hr Challenge á Friends Gather en að sjálfsögðu náði ég ekki að klára allan bollann á 24 tímum. Enda var ég að vinna í gær og í dag. Svo sofnaði ég aðeins eftir vinnu í dag þannig að ekki voru mörg sporin sem voru tekin þá ;-D En ég vildi vera með af því ég var ekki í stuði í seinasta mánuði og mér finnst einhvern veginn hvatning í því að vita að víðs vegar um heiminn eru konur sem eru að sauma lítil verkefni á svipuðum tíma og ég og við erum allar að reyna að klára verkefnin á þessum 24 tímum. Það er gaman að finnast maður vera hluti af heild þó það sé soldið langt á milli þeirra sem tilheyra þessari heild :-)

Tecup

Well, I promised a picture and even if it's not terribly exciting you get a pic of the RR I started this weekend. I decided to start with the white crosses and try and finish them before I start with the colors :-D But then I couldn't resist doing the grey bits just to see how the shading looks. Very cool I think.

This was also the project I chose to do in the 24hr Challenge on Friends Gather BB but of course I didn't manage to finish the whole design in 24hrs. After all I was working yesterday and today and after work today I fell asleep a little so no stitches were done during that period ;-D but I wanted to join the ladies of this SAL coz I wasn't in the mood to stitch last month and it's a weird kind of inspiration to know that all around the globe there are ladies stitching small projects at the same time as me and we're all trying to finish them in a 24 hr period. It's fun to feel a part of a whole even if there's quite an amount of distance between each individual in this whole :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:45, | 2 comments

Langt síðan síðast

laugardagur, júní 10, 2006
Ég ákvað að pósta hér inn og aðeins að láta vita af mér. Ég hef verið að vinna síðastliðna daga þannig að ég hef lítið saumað en ég hef samt náð að gera helling í perlunum á Woodland Grace SAL-inu, ég set inn mynd á mánudag af því ;-)

Svo fékk ég á fimmtudag RR í Hör/Evenweave RR-num sem ég er í í Allt í Kross. Ég er aðeins byrjuð á því verkefni. Þessi RR er með tebollaþema og það fylgir munstur. Munstrið er Teacup Sampler frá Stoney Creek. Virkilega falleg mynd og yndislegir tebollar. Ég valdi að gera þann með stjúpunum á, hann er litríkastur og að mínu mati fallegastur. En það eru líka hellings litaskipti í honum og ég vona bara að ég nái að klára fyrir sendingardaginn sem er 1. júlí. Ég tók enga mynd af þessu því ég er búin með það lítið og ég er bara búin að gera smá hvítt og grátt sem er ekki spennandi myndefni.

Jæja, sjáumst síðar þegar ég hef myndir til að sýna ykkur.

It's been awhile

I decided to post an update without pics just to let you guys know I'm still alive. I've been working these last few days so I haven't stitched much but I have made some progress with the beading on Woodland Grace SAL, I'll post a pic on monday ;-)
This thursday I got the next RR in the Linen/Evenweave RR I'm in in the Allt í Kross yahoo group. I've started that one just a little. This RR has a teacup theme and it's got a pattern sent along. It's the Teacup Sampler from Stoney Creek. Very pretty pattern and lovely tea cups. I chose to do the one with the pansies, it's the most colorful and in my opinion the most beautiful. But it's also got plenty of color changes so I just hope I'll be able to make the July 1st send off date. I'm not posting a pic of this project coz I've only done white and grey so far and that doesn't make for very exciting pictures.

Well, I'll see you guys again when I've got some pics to post :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:29, | 0 comments

Woodland Grace 7. færsla

mánudagur, júní 05, 2006
Jæja, ég er öll að koma til í saumaskapnum :-) Og eins og titill færslunnar gefur til kynna er þessi póstur uppfærsla á Woodland Grace SAL sem ég er að gera með Sonju.

Seinast þegar ég uppfærði var ég að vinna í krossunum og núna er ég byrjuð í perlunum :-) Það eru nú ekki alveg allir krossar búnir, ég sá þegar ég var að perla trén að ég hef sums staðar missést táknin og þar af leiðir vantar nokkra krossa og svo sé ég líka að það vantar í kjólinn eitt spor en þetta er enn verk í vinnslu svo að ég er ekkert að stressa mig á þessu :-) Ég nýt þess bara að sauma í þessu verkefni!

Woodland Grace SAL update nr. 7

Well, things are all progressing in the right direction, stitching-wise that is :-) As the title of this post suggest this is a post on my progress on the Woodland Grace SAL I'm doing with Sonja.

Last time I updated I was working on finishing all the cross stitches and now I've managed to start the beading :-) I noticed when I was beading the trees that I missed a few crosses here and there and the dress is also missing a stitch or two But this is a WIP still so no pressure :-) Things will get done eventually. Right now I'm just enjoying this project!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 19:30, | 4 comments

Júní markmiðin

sunnudagur, júní 04, 2006
Það er alveg einstaklega auðvelt að fara yfir maímarkmiðin mín þar sem ég gerði ekki nokkurn skapaðan hlut af því sem ég vildi gera. Nema auðvitað að senda Biscornu púðann minn af stað. Ég lenti þarna í all svakalegu saumaóstuði og þess vegna var maímánuður svona afkastalítill.

Júní verður vonandi betri.

  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Næstu helgi, ég verð að vinna en ég ætla að taka þátt.
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut á mánuði. The Workbasket er þemað fyrir maí.
  • Mirabilia SAL.
  • Margaret Sherry SAL. Kisan fær vonandi einhverja athygli :-)
  • UFO þriðjudagar.
  • Woodland Grace SAL. Er byrjuð á perlunum :-D
  • Afmælisleikur Allt í Kross. Næsta afmæli er í júlí.
  • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Þriðja helgin í hverjum mánuði.
  • Hör/Evenweave RR í Allt í Kross.
  • Vöggusettið fyrir litla frænda minn sem er á leiðinni í heiminn :-D
Ég er ekki alveg komin inn í vikuskemað mitt aftur þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður næstu vikuna eða vikurnar, en ég ætla bara að reyna að hafa gaman af saumaskapnum. Ekkert stress :-)


June Goals

It's easy to review my May goals. I didn't do any of those things, except the Biscornu exchange. Well, and I did stitch my friends birthday present, but that's it.

I'm slowly getting into the swing of things and hopefully I'll be into my rotation before too long. Until then I'm just going to try and enjoy my stitching and have fun with it. The goals I posted are just goals, no pressure if it doesn't get done. Besides the RR I signed up for. That's the only obligation stitching I have on the list. Next week I'll probably be getting the next piece and that is a priority but besides that I'll just stitch whatever takes my fancy :-D Who knows, I may even finish some stuff while doing so :-D
 
posted by Rósa at 09:48, | 0 comments

Round Robin

laugardagur, júní 03, 2006
This is how it's going to look after everyone's done stitchingLoksins tókst mér að klára afturstinginn á blessuðu Round Robin stykkinu mínu fyrir hör/evenweave RR í Allt í Kross klúbbnum. Mikið rosalega var þetta erfið fæðing! Ég hélt á tímabili að ég myndi aldrei ná þessu en ég átti að senda hann frá mér á fimmtudaginn síðastliðinn. Sem betur fer eru konurnar sem ég er með í þessum RR voðalega skilningsríkar og sem fær hann næst gaf mér leyfi til að hafa hann fram yfir helgi svo ég næði að klára afturstinginn. Sem tókst svo í gærkvöldi :-) En þar sem mánudagurinn er frídagur hérna þá fer þessi RR í ferðalagið sitt á þriðjudag.

My square on my own RR piece
Ég fékk hugmyndina að nota þetta munstur frá seinasta RR sem ég tók þátt í í Allt í Kross grúppunni. Þar var ein sem notaði þetta munstur og ég kolféll fyrir því :-)

Round Robin

I finally managed to finish the backstitching on the Round Robin I'm doing with 3 other ladies in Allt í Kross yahoo group. It was such a hardship to do this backstitching! I was convinced for a while that it would never get done. I was supposed to send it off on thursday but fortunately the ladies in this RR group are very understanding and the one who'll receive it was kind enough to let me keep it for the weekend so this would get done. And it did get done last night :-) But since monday is a holiday here this RR is going on it's trip tuesday morning.

Some of you may remember seeing a pic of this design on my blog from last summer. I was involved in a beginner's Round Robin on Allt í Kross group last summer and one of the ladies had this design for her theme. I totally fell for it and now I'm using it for my RR :-D

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 12:48, | 2 comments

Biscornu frá Cathy

föstudagur, júní 02, 2006
Ég fékk voða fínan pakka í dag frá Ástralíu. Póstkonan kom meira að segja með pakkann bara heim til mín, frábær þjónusta :-) Í pakkanum var Biscornu púði sem Cathy saumaði handa mér. Ég á ekki til orð, mér finnst hann svo flottur, og þar sem hún saumaði fram og bakhliðina saman setti hún perlur og það kemur svo flott út! Algert æði bara. Svo sendi hún útsaumsgarn með, annað sem er handlitað af ástralskri konu sem heitir Melanie og hitt er Silk N' Colors, algert æði. Og eins og það væri ekki nóg sendi hún líka með efni frá Kiwi Illusions og litla prjóna sem ég ætla að gera eitthvað flott við :-)

Og sjáiði kortið sem hún sendi með. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá kisuna reyna að opna hurðina.. Alveg frábært kort :-D Ég er alveg í skýjunum með þessi skipti :-)

Biscornu from Cathy

I got this amazing package from Australia in the mail today. The postlady brought it right up to my doorstep, really nice service :-) In the package there was my Biscornu that Cathy made me. I'm speechless, it's so pretty. She stitched it together with beads in the seam and it's so eye-catching, I don't know if you can see it in the pic. It's simply gorgeous. And she didn't stop there, she also sent some fibers and fabric from Kiwi Illusions called Wintergreen. The blue floss is hand-dyed by Melanie and the other one is Silk N' Colors called Mauveberry. Amazing colors. She also sent pins, like the other stuff wasn't enough :-D

And look at the card she included. I love it, I laughed when I saw the kitty trying to open the door.. I love the card :-D I'm so happy with this exchange it's not even funny :-)

Efnisorð: , , ,

 
posted by Rósa at 16:13, | 4 comments