Afkastamikill dagur..

þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Ég hefði ekki trúað því í gær þegar ég byrjaði á fjórðu Margaret Sherry myndinni að ég myndi klára alla krossana í dag.. En svoleiðis er nú bara staðan núna:

Það var bara mjög gaman að sauma þessa. Ég verð samt að segja að ég nenni ekki að gera afturstinginn núna. Ætla að leggja mig og klára hann á morgun :-)

Almost done..

I can hardly believe how well this birdie is stitching up. I foresee a happy dance tomorrow because I only have the backstitching left :-)

But now I am going to bed.

 
posted by Rósa at 23:05, | 6 comments

Jólaskraut móttekið *edited*

mánudagur, nóvember 28, 2005
Jólaskraut fyrir Isabelle, í jólaskrautsskiptum á SBEBBÉg sagði frá því fyrir tæpri viku að ég hefði sent frá mér jólaskraut í jólaskrautskiptum sem ég tók þátt í. Jæja, Isabelle er búin að fá jólaskrautið sitt og er hæstánægð með það :-) Ég er svo fegin að henni þótti það fallegt því ég var á tímabili soldið farin að efast um valið mitt. En í emailinu sem hún sendi sagðist hún vera ofsalega hrifin af því og ég trúi því :-)

Þetta er freebie frá The Golden Hoop og gert af Jodi Watson. Því miður virðist síðan sem ég fékk munstrið á vera horfin úr vefheimum. Ég saumaði þetta með DMC garni á Cashel linen.

Christmas Ornament received!

I'm so glad that Isabelle liked the ornament I stitched for her in the Christmas Ornament Exchange on SBEBB. She sent me the nicest email telling me she'd received :-) I was doubting my choice but decided to follow my first instinct and she says she likes it! It really made my day to hear that :-) As did reading all the wonderful things she had to say about me. I'd just like to say thanks to Isabelle for being such a sweet and wonderful person.

Now the details: I chose to stitch The Golden Hoop 2004 Christmas Ornament Freebie by Jodi Watson. It's stitched on 28 ct. white Cashel Linen with DMC threads. It was put together with backstitching on the two sides and then whipstitching the two sides together. If you want to see better pictures of it then hop on over to Isabelle's blog.

I am afraid that the website that provided the freebie is caput so I can't offer a link to this freebie.

*Edit*
Outi remembered seeing this pattern on CyberStitchers and sent me the link. So here it is for those of you who might want to stitch this one yourselves :-)

Efnisorð: , , ,

 
posted by Rósa at 20:30, | 10 comments

Það tókst!!

Enda ekki mikið eftir. Hér er öll dýrðin :-)


Hann er æðislegur.. Ég elska hann :-) Það var svo lítið eftir að ég hefði getað klárað hann miklu fyrr en ég var að horfa á Scrubs. Stundum bara verð ég að horfa á J.D. og þá get ég ekki saumað..
Svo er mynd af fyrstu myndunum saman:


I made it!

Like I said, there wasn't much left to do. I could've finished much earlier but I needed my dose of J.D. and Scrubs... I can't stitch when watching J.D. He's too... Anyway, those three look so good together! I'm starting the calling birds right away..
 
posted by Rósa at 17:02, | 3 comments

Annað próf..




You Should Get a MFA (Masters of Fine Arts)



You're a blooming artistic talent, even if you aren't quite convinced.

You'd make an incredible artist, photographer, or film maker.

What Advanced Degree Should You Get?


I'm not convinced..
 
posted by Rósa at 15:28, | 0 comments

Margaret Sherry SAL..

sunnudagur, nóvember 27, 2005
Ekki alveg búin :-) Þó mig hafi mikið langað að deila með ykkur klári þá er það ekki svo í dag. Ég hef ekki mikið saumað síðan seinast þegar ég bloggaði enda var þetta vinnuhelgi. En svona er staðan í dag:

Kannski klára ég bara á morgun, ég er í fríi þá og get leyft mér að sauma allan daginn ef ég vil :-)

Not quite there..

I really wanted to share a happy dance with you guys, but with work and stuff I couldn't quite pull it off. But there isn't much left so maybe tomorrow... There's always tomorrow ;-)
 
posted by Rósa at 23:52, | 0 comments

Holiday Wreath búinn!

fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Þetta kit frá Mill Hill gekk bara alveg ótrúlega vel. Nú væri ég til í að vera búin að fá í hendurnar Mill Hill kittin sem ég keypti á eBay um daginn.. Það eru vonandi ekki margir dagar í að ég fái þau heim og geti montað mig af þeim og byrjað að sauma :-)

En þó ég sé að monta mig er ég ekki alveg búin með þetta kit, en ég á eftir að setja bjölluna á, tölurnar (snjókallinn og stjörnu) og borðann til að hengja gersemina upp. Ég bara nenni því ekki núna, því mig langar að sauma í Margaret Sherry SAL-inu. Það er nefnilega fimmtudagur :-)

Happy Dance!

I love happy dances :-) I must admit that I haven't finished it completely, the treasures aren't there yet and neither is the bell.. But today is thursday which means it's Margaret Sherry SAL day and I really want to go stitch the French hen. I may even finish it this weekend and share another happy dance ;-) I'm being a little optimistic since I do have work this weekend but that's what finishing a project does to me, I get overly optimistic :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 18:09, | 7 comments

Silkweaver Treat bag

miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Mikið var ég ánægð að fá loksins Silkweaver pakkann minn sem innihélt Treat bag úr Spooktacular tilboðinu þeirra frá um daginn. Ég tók meira að segja mynd handa ykkur ;-) Í pokanum var;

28ct Opalescent Lugana - Antique White
32ct Belfast Linen - Natural
32ct Belfast Linen - Bo-Peep Pink
36ct Lakeside Linens - French Lilac
28ct Opalescent Lugana - Green Apple.

Þetta var bara sæmilegasti pakki, ég fékk sem sagt eitt stórt efni, tvö meðalstór og tvö svona lítil (9x13 tommur ca.).

Ég pantaði nú meira en þennan treat bag, t.d. rauða bandið sem er þarna á myndinni líka. Það fékk að koma til Íslands enda eru að koma jól og maður kannski notar þetta eitthvað ;-) Svo pantaði ég þessi fjögur efni í viðbót;

32ct Belfast Linen - Cream
32ct Belfast Linen - Confederate Grey
28ct Cashel Linen - Taupe
28ct Lugana - Bone.

Þetta var allt í odds and ends hjá Silkweaver og á voðalega góðu verði. Ég bara varð að kaupa þau ;-) Þetta eru reyndar litlir bútar, ca. 25cm á kant, en vel nýtileg í að gera jólaskraut eða litlar myndir fyrir einhvern annan árstíma :-D Það þarf ekki allt að fara í jólaskrautin sko..

Silkweaver Treat Bag

I was so thrilled to get my order from Silkweaver today because it had my treat bag in it and I love surprises like this one :-) The top picture shows what was in the treat bag plus a stitchband I ordered as well. I also got the fabrics in the bottom pic. Those were in Silkweaver's Odds and Ends page and are small cuts, 10x10 inches or so. That means they're perfect for small projects as well as ornaments :-) Overall, I'm happy about this package.
 
posted by Rósa at 15:57, | 6 comments

Mill Hill aftur

sunnudagur, nóvember 20, 2005
Svakalega er gaman að sauma þessa mynd!

Langt síðan mér gekk svona vel að sauma á einu kvöldi, en ég náði að gera brúna í hliðinu og perlurnar í kransinum og klára grænu litina í honum. Þetta verður klikkað flott ;-)

Mill Hill again...

I love stitching this kit. The gate kinda stitched itself on there :-) I haven't had such a productive evening in a long while. This is gonna be awesome! ;-)
 
posted by Rósa at 23:46, | 3 comments

Mill Hill er æði!

Ég er byrjuð á þessu Mill Hill kitti sem heitir Holiday Wreath Garden Gate og ætla að nota jólalaugardagana í það. Reyndar ætla ég að klára það fyrir jól þannig að ég gæti gripið í það á öðrum dögum líka :-)

Mill Hill Rocks!

This kit I had in my stash and I decided that it would be my christmas-saturday project. I started it today but haven't done much, only greens from the wreath itself.

In order to finish this before christmas I won't be stitching it only on saturdays :-)

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 01:01, | 2 comments

Augnalitur

laugardagur, nóvember 19, 2005



Your Eyes Should Be Violet



Your eyes reflect: Mystery and allure



What's hidden behind your eyes: A quiet passion

What Color Should Your Eyes Be?


Augun mín eru nú bara ósköp venjuleg, soldið blá og soldið grá. Með brúnum deplum reyndar..

Sá þetta hjá henni Isabelle og varð að prufa :-)

 
posted by Rósa at 15:39, | 4 comments

12 dagar jóla WIP

fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Franska hænsnið er næsta dýrið sem ég sauma í þessu verkefni og ég er aðeins byrjuð.

Mér finnst þessi dúlla svo mikið krútt. Það er næstum óbærilega mikið krútt :-)

Ég er búin að gera jólaskrautið fyrir jólaskrautsskiptin sem ég er í og það fer í póst á morgun. Einnig er ég búin að sauma mynd til að setja á kort fyrir kortaskiptin sem ég er í. Það þarf ekki að fara frá mér fyrr en 30. nóvember þannig að ég hef soldinn tíma til að skreyta kortið. Ég vil endilega gera það sem flottast ;-)

12 days of Christmas WIP

The french hen is next and I've stitched a little bit of it. I love this one so much! I'm going to continue with that as soon as this post hits the web..

In other news I've finished the ornament for the Christmas Ornament exchange I'm in and it goes to the post office tomorrow. I hope it will reach it's destination in a timely manner and that it won't get lost on the way. I've also finished the card for my card exchange. Well, I've kinda finished, the stitching is done but I want to decorate the card a bit more than just with the stitching part. That's gonna be tricky since the stitched piece is kinda big. There's not much room left for more on the card, but I want it to look nice so the recipient will like it :-)

Juul: Thanks for your comment, but there is no need to worry about me. I've just been busy with life as well as trying to finish those exchanges off on time. I do appreciate the thought :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:29, | 5 comments

Tíðindalítið

föstudagur, nóvember 11, 2005
Á saumastofunni a.m.k. Ég gerði reyndar annan svona Heart Sweet bag sem er freebie frá Victoria Sampler. Systir mín vildi endilega fá einn svona og þar sem ég var ekkert lengi að saumaskapnum sjálfum þá dreif ég bara í því. Harðangurinn framan á tók eina kvöldstund og klárið á pokanum tók ekkert svo langan tíma. Svo byrjaði ég í fyrrakvöld á mynd sem á að fara á jólakort sem á að fara til leynivinar. Þannig að ég get alls ekki sýnt mynd af því fyrr en viðkomandi er búinn að fá kortið. Maður veit aldrei hver skoðar síðuna sko :-)

Ég hef líka ákveðið að hætta í UFO degi fram yfir áramót. Ég ætlaði að reyna að sauma núna á þriðjudaginn var en það gekk engan veginn. Ég fæ hálfgerðan móral þegar það gerist og get ekki saumað í neinu öðru og það er ekki gott.. En ég ætla að reyna að einbeita mér að jóladóti, kortum og svona, fyrir þessi jól.

No news is good news..

or so they say. I don't have any pics at this moment even though I did finish one more of those Heart Sweet bags from Victoria Sampler. Right now I'm stitching a secret pal's christmas card and can't share a pic. I didn't do anything in my UFO-project this tuesday which is why I am cancelling that until after the holidays. I'm going to concentrate on christmas stitching and try and do some ornaments. I have so many I want to do and time just flies by me.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:06, | 2 comments

Dagur 2 búinn!

mánudagur, nóvember 07, 2005
Þvílík hamingja, ég vakti til kl. 2 í nótt við að reyna að klára þessa blessuðu mynd, en ákvað þá að hætta því ég átti að mæta í vinnu kl. 9. Svo var ég harðákveðin að klára strax og ég kæmi heim, en þá kom kommóðan hennar mömmu og ég fór að setja hana saman. Það tók dáldið langan tíma þar sem við bróðir minn klúðruðum henni aðeins en ekkert sem ekki var hægt að laga :-) Settum hana bara smá vitlaust saman. Reyndar kom aðeins vitlaust í kassanum þannig að ég þarf að senda eina skúffuna aftur til baka og fæ nýja í staðinn. Alla vegana, þetta ævintýri tók soldið á, en ég gat sest niður áðan og gert þetta smá sem var eftir af afturstingnum. Og hérna er svo öll dýrðin:


Day 2 finished!

I stayed up till 2 am trying to finish this darling, but then decided to go to sleep so I would get some rest before work this morning. Then I was determined to finish it as soon as I got home but then a package was waiting and I had to assemble a cabinet for my mother. That took quite a while with me making some errors along the way, but fortunately the cabinet is as it should be (minus one drawer but that's another story) and I finally could sit down and finish day 2 :-)
 
posted by Rósa at 21:02, | 16 comments

Jólakisinn loksins búinn :-)

sunnudagur, nóvember 06, 2005
Kláruð 5. nóv en það tók líka tímann sinn.Ég var alveg harðákveðin í að klára þessa blessuðu mynd í dag. Og það tókst. Reyndar eftir miðnætti en það er aukaatriði ;-)

Ég held samt að ég leggi ekki í restina af þessum kisum, a.m.k. ekki strax. Jólalaugardagar verða samt enn haldnir á þessu heimili, bara með einhver önnur verkefni. Við skulum sjá til hvað ég finn í saumaskúffunni minni :-)

Christmas kitty finished

And it took me a while too! For a moment I thought I might never finish this little darling. I don't know why it took me so long but she's finished now. I am grateful for that :-) I don't think I will begin the other five kitties, at least not now. Maybe at a later date. I still love them but I don't have patience for them if they're all gonna take this long..

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 01:17, | 7 comments

Ást blómstrar!

föstudagur, nóvember 04, 2005
Ég kláraði að setja síðustu perluna á núna fyrir nokkrum mínútum og ég bara varð að monta mig. Þessi nálarúlla er hreint frábær. Ég er auðvitað ekki með réttu litina og ég varð að bæta við einum lit af perlum því ég átti ekki nóg af þessum bleiku en ég held að þetta komi bara vel út. Svo eru gular perlur í stað gylltra en þetta verður bara viðkvæmara fyrir vikið, soldið svona eins og ástin er á fyrstu stigunum, nú er ég kannski heldur væmin, ég veit :-)


Love Blooms finished!

I just put the last bead on this gorgeous design a few minutes ago and I just had to show it off :-) I love this design and even though the beads and the pink thread isn't as the pattern called for I think it all comes together quite nicely. At the very least I'm extremely happy about the way it turned out and that's what matters, especially since this is a "pick me up" piece :-)

At the bottom you can see there are two shades of the pink beads, this is because I didn't have enough of the lighter shade ones and instead of frogging the beads around the heart I decided to just add the other color in there.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:40, | 9 comments

RR kominn heim!

fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Í sumar tók ég þátt í byrjanda RR í klúbbnum mínum, Allt í Kross. Ég valdi að hafa garðþema, enda var vorið komið og sumarið rétt að koma þegar RRinn byrjaði. Núna áðan var ég að fá minn heim aftur og ég er svo glöð og ánægð með hann að það hálfa væri nóg. Stelpurnar sem saumuðu í hann eru komnar í dýrlingatölu á mínu heimili :-)

Finnst ykkur hann ekki flottur?

My garden themed RR

I joined a beginner's RR in my cross stitch group, Allt í Kross, this summer and chose a garden theme for it. I am thrilled with the way it turned out and as you guys can see it's beautiful. I am making it into a cushion but I don't think anyone will be allowed to touch it. It's going to be for show :-) I don't have any materials to use for the back but I am going to the local fabric/clothes/craft/dry-cleaning store and see if they have anything I like.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 13:08, | 9 comments

UFO þriðjudagur og nálarúllan

þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Annar pósturinn minn í dag og með honum fylgja tvær myndir.

Fyrsta mál á dagskrá er UFO myndin. Ég saumaði ekki mikið í henni en ég hef þá ekki samviskubit yfir að gera ekkert í henni. Svona lítur hún út núna:

UFO vika 11
Í þessari færslu sést hvar ég var fyrir tveim vikum. Það bættist bara smávegis við fjallið í dag en eins og segir í áminningarpóstinum frá grúppunni þá er einn þráður betri en enginn ;-)

Og þá er það ástarrúllan :-) Ég gat varla slitið mig frá henni í dag og þess vegna sem ég saumaði svona lítið í UFO stykkinu.. En já, ég er með mynd!

Love Blooms nálarúlla
Ég hreinlega elska þetta munstur. Það reyndar gekk ekki áfallalaust að gera þetta buttonhole bar spor en það hafðist að lokum. Það sést að ég byrjaði að vefja vinstra megin en þetta kom voðalega fljótt. Og mér datt ekki í hug að rekja þetta upp. Þessi mistök gefa bara smá persónulega tilfinningu í verkefnið. Svo get ég alltaf gert aðra og vandað mig betur þá, þetta er prufuverkefni :-) Eða kannski er ég svona löt bara :-D Svo var annað spor í blómunum sem ég hafði ekki gert áður. Queen stitch kallast það upp á ensku, en ég held að mér hafi tekist að komast klakklaust frá því :-)

Perlurnar sem ég notaði eru afgangsperlur úr Bee Square kittinu frá Mill Hill :-) Mér fannst þær svo fallega bleikar og þær passa svo vel við bleika silkiþráðinn sem ég nota. Hann er frá Glissen Gloss og er Colorwash silkiþráður en liturinn heitir Strawberry Sherbet. Rosalega fallegur :-)

UFO and Love blooms needleroll

I could hardly pull myself away from the needleroll but I did manage to stitch a little (very little) in my UFO project. But the most time I spent stitching today was spent stitching the needleroll. I truly love this pattern. I had a little trouble at first doing the buttonhole bar stitch but I think I got the hang of it around midway through the weaving :-) You can tell I started at the upper left side of the hardanger heart..

The pearls I used were leftovers from Mill Hill's Bee Square kit I did this summer. I think they match the floss perfectly. The floss is from Glissen Gloss and the color is called Strawberry Sherbet. I am really enjoying this project. Which is a truly good thing :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:58, | 4 comments

Markmið fyrir nóvember

Jæja, þá er víst kominn nýr mánuður og tími til að kíkja á þessi markmið mín :-) Þessi markmið setti ég mér fyrir október:

  • Byrjanda RR með sendingardag 1. nóv (Búið og farið)
  • Vetrar RR (ef ég fæ einhvern til að sauma í) með sendingardag 1. nóv (Fékk engan og sé ekki fram á að fá neitt)
  • Jólaskraut með sendingardag 19. nóv í seinasta lagi (Búin að sauma en á eftir að setja saman)
  • Kort með útsaumsmynd með sendingardag 20. október (búin að sauma það, tók fimmtudagskvöld í það :-) þarf bara að gera kort úr því og setja í póst) (Búið og farið)
  • Jóladót sem gera skal á jólalaugardögum. Ég elska þessa daga :-) (Kisan er aðeins nær því að verða tilbúin :-) )
  • UFO-verkefnið (hver veit nema þetta klárist á þessu ári?) (ofurbjartsýn) (Þetta hefur gengið vel, fyrir utan seinasta þriðjudag)
  • Winter Queen frá Mirabilia. Hún hefur lítið fengið athygli en það er vegna þess að mig vantar stærri græju (má ekki gleyma að kaupa slíkt) (Ég keypti stærri græju en hef samt saumað voða lítið í drottningunni :-( )
  • Margaret Sherry SAL sem verður á fimmtudögum í Allt í Kross grúppunni. Veit ekki samt hvort ég byrja um leið og hinar. Kemur í ljós. (Þetta verkefni er klikkað skemmtilegt og mér hefur gengið best í því í mánuðinum. Og já, ég byrjaði á sama tíma og hinar :-) )
  • Leyni-SAL 3 verður að fá smá athygli.. (Eða ekki.. enginn árangur í því þennan mánuðinn)
Þetta er svona upp og ofan hjá mér en þessi mánuður hefur verið voða misjafn. Ég saumaði t.d. ekkert í seinustu viku nema Margaret Sherry SAL-ið og ekki hef ég alltaf náð því að sauma í klukkutíma á dag. Suma daga saumaði ég ekkert og það finnst mér alveg ótækt. Ég hef svo gaman af því að sauma að ég er eins og illa gerður hlutur þegar ég finn mig ekki í neinu af því sem ég er að gera. Sem betur fer er nálarúllan sem ég byrjaði á í gærkvöldi að hjálpa mér úr þessu saumaóstuði, ég finn að ég hlakka til að klára hana og það hvetur mig áfram að sauma í henni. Vonandi að það smitist svo bara út í hin verkefnin mín :-)

Svo eru það verkefni nóvembermánaðar:

  • Jólaskrautskiptin með sendingardag 19. nóv.
  • Kort með sendingardag 30. nóv.
  • Margaret Sherry SAL á fimmtudögum
  • UFO á þriðjudögum
  • Jólalaugardagarnir auðvitað :-)
Ég held að það sé ekkert meira. A.m.k. man ég ekki eftir því núna :-)

Goals for November

This post is really only a reminder for me. And because it's meant only for me I don't see a reason to translate it.

I do however want to say that my needleroll project is going pretty well :-) I find that I am looking forward to seeing it finished and I just hope that spills over to my other projects :-) Today is UFO tuesday and I am going to stitch a little in that and hope it goes a little better than last week :-)
 
posted by Rósa at 14:58, | 0 comments