Love Ornament frá M Designs

fimmtudagur, september 29, 2005
Á þriðjudaginn fékk ég pakka frá Silkweaver sem ég var búin að bíða eftir í rúma 2 mánuði. Það er nú ekki það sem ég ætlaði að blogga um, en í pakkanum var Celebration bag með þrem efnum og ég vissi ekkert hvað ég væri að fá, þetta var eitthvað tilboð hjá þeim. Efnin voru þessi, 32ct Belfast Linen, 32ct Lugana og 28ct Opalescent Lugana (sem er uppáhaldið :-) ) . Ásamt þessum efnum hafði ég pantað 2 Summer Fun pakka, annan með 14ct Aida (fallega bleikt), GAST vínrauðu garni úr limited edition flokknum og Frosted Heather Mauve perlur frá Mill Hill. Hinn Summer Fun pakkinn er með 28ct Cashel Linen Natural, Stranded by the Sea garni í grænum tónum og Dark Basil perlur frá Mill Hill. Báðar pakkningarnar voru keyptar með það í huga að sauma út Tree Ornaments frá M Designs í efnin með því garni sem fylgdi með. Og ég er búin með fyrri pakkninguna (þessa bleiku auðvitað :-) ).

Flottasta tré í heimi!

Þetta er sem sagt Love Ornament Tree og ég er rosalega ánægð með gripinn og hvernig garnið kemur út. Ég sé fram á að gera einskonar klukkustreng úr þessu. Svona mini klukkustreng. Það átti að vera hjarta efst en ég átti það ekki en ég átti stjörnuna og fannst hún koma svo vel út með þessu að ég ætla bara að leyfa henni að vera þarna :-)

UFO-stykkið mitt fékk enga athygli á þriðjudaginn var og ég býst ekki við að hafa tíma í hana fyrr en á næsta þriðjudag bara. Ég þarf að taka íbúðina í gegn því á mánudag fer ég til Seyðisfjarðar að ná í móður mína. Svo er vinna um helgina þannig að ég næ ekki að gera mikið í jólaverkefninu sem verður sennilegast jólakisurnar. Þær ætla ég að gera í plast og setja bara filt eða felt eða hvað það nú heitir á bakið. Það verður örugglega flott.

 
posted by Rósa at 17:23, | 8 comments

Poinsettia Snow Charmer er búinn!

sunnudagur, september 25, 2005
Þessi snjókall er núna hangandi á tölvuskjánum hjá mér og ég get ekkert að því gert hvað ég er voðalega skotin í honum. Hann er snilld! Ég bara verð að gera alla seríuna! Hvað ætli þeir séu margir?

Ég er ekki viss hvað ég geri næsta jólalaugardag en ég hef nú alla vikuna til að spá í það ;-) Annars á ég voða sæt munstur af kisum í jólabúningum, held að það sé frá Dimensions. Það er langt síðan mig langaði að sauma þau og gera jólaskraut úr, kannski ég geri það að veruleika :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 21:15, | 7 comments

Jólalaugardagur, verkefni 2

Snjókall, en honum vantar hattinn og blómið!Snjókallar eru í uppáhaldi hjá mér og því er tilvalið að halda áfram að sauma snjókalla-jólaskraut þegar Frosti kallinn er tilbúinn. Ég er núna að sauma Snow Charmer frá Mill Hill og þrátt fyrir að hafa verið að stússast ýmislegt fleira í dag náði ég rosalega góðum árangri.

Ég á reyndar eftir að sauma á hann hattinn, blessaðan, og jólarósina sem hann á að halda á, en það sést strax hvað hann er sætur :-) Vonandi næ ég að klára hann á morgun, en ég lofa engu!

Það stendur í leiðbeiningunum að maður eigi að klippa utan með snjókallinum áður en maður gerir fringe-sporið (í treflinum) en ég held að það sé ekki góð hugmynd. A.m.k. var ég alltaf skíthrædd við að pappinn væri að rifna undan álaginu (það eru 6 þræðir og það þarf að fara 4 sinnum í hvert gat! Soldið erfitt í seinasta skiptið, sko!!) Ég á eftir að gera þetta fringe á annan endann á treflinum, eins og sést, en ég er orðin svo þreytt að ég ákvað að hætta áður en ég myndi rífa pappann í alvöru!

Nú er orðið soldið langt síðan ég bloggaði seinast um saumadót, en síðan seinast hef ég náð að byrja á Country RR-inum hennar Þórunnar og gengur bara ágætlega með hann. Myndin sem hún valdi er svakalega flott og ég væri alveg til í að sauma svona handa sjálfri mér við tækifæri. Það er svo margt sem mann langar að gera ;-) T.d. að fara að sofa!

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 01:14, | 2 comments

Klukkidíklukk

föstudagur, september 23, 2005
Ágústa úr Allt í Kross klúbbnum klukkaði mig og ég þarf að finna fimm staðreyndir um mig... Jæja, ég skal reyna.

 1. Það er alltaf sent umferðarkennsluefni til 5-6 ára barna og það sem ég fékk var allt stílað á Stúlku Bjarnadóttur.. Ég hét nefnilega Stúlka Bjarnadóttir í kirkjubókum fram að fermingu og ég fékk að velja nafnið á mig sjálf. Skírnin mín fór fram daginn fyrir ferminguna mína og ég valdi nafnið Fanný. Af hverju? Ég hef ekki hugmynd, sennilega fannst mér það hljóma flott og ég vildi heita eitthvað meira en Rósa því mamma heitir Rósa líka. Það er ekki kúl að vera unglingur og vera kölluð Litla-Rósa. Enn þann dag í dag er ég stundum kölluð Litla-Rósa af bræðrum mínum...
 2. Einu alvörutónleikarnir sem ég hef farið á voru með Alanis Morissette árið 1996 í Virginia-fylki í USA. Ég vissi varla hver Alanis Morissette var þá, en ég keypti diskinn hennar nokkrum dögum áður og hlustaði á hann non-stop þangað til tónleikarnir voru haldnir. Ég ætlaði að fara líka á The Cranberries en þeim tónleikum var aflýst :-(
 3. Árið 1986 keypti mamma handa mér svakalega flott sængurföt með Madonnu á. Myndin var eins og utan á True Blue plötunni. Ég á þau enn þá og nota þau enn þann dag í dag. Reyndar ekki eins mikið og þegar ég var 12 ára, en þau eru enn í góðu lagi og ekkert farin að eyðast upp eða neitt. Það er alveg sama hvað ég mun eignast flott sængurföt, þessi verða alltaf í uppáhaldi :-D
 4. Einu sinni fundust mér táslusokkar óhugnanlega creepy. Svo prufaði ég að fara í svoleiðis og þetta eru uppáhaldssokkarnir mínir í dag :-)
 5. Mér finnst mjög gaman að elda og t.d. syng ég hvað sem mér dettur í hug þegar ég er að elda. Svo verður maður að dansa soldið með :-D Annars er ekkert gaman! Versta er að ég gef mér ekki nógu mikinn tíma til að elda enda á krosssaumurinn mig alla um þessar mundir.

Jæja, þá vitiði sennilega meira um mig núna en þið kærðuð ykkur um :-) Ég ætla ekki að klukka neinn enda þekki ég voðalega fáa sem eru með blogg og hafa ekki enn verið klukkaðir.

 
posted by Rósa at 10:31, | 2 comments

Fyrstu sporin...

miðvikudagur, september 21, 2005
í Vetrardrottningunni voru tekin í dag!

Ég tók samt enga mynd enda var ég bara að sauma hvítt á hvítan strammann, en ég er byrjuð! Ég fæ bara hroll við tilhugsunina að ég sé loksins byrjuð :-) Þetta er náttúrulega langtímaverkefni, en ég er komin með ca. 50 spor og það er nú alltaf eitthvað... Ég ætla að nota q-snap við þetta verkefni því mig langar til að sýna drottningunni virðingu og gera hana vel. Málið er bara að q-snapið sem ég keypti um daginn er bara 15x15 cm og það er of lítið, ég komst að því í dag. Það er fínt í minni verkefni en drottningin er á allt öðrum skala sko :-) Þarf að muna að kaupa stærra leikfang ;-)

Í öðrum fréttum þá er ég búin að fá seinasta RR-inn í byrjandaRR í Allt í Kross klúbbnum. Það er RR-inn hennar Þórunnar og hann er í svona country þema og það fylgir með munstur þannig að það er bara að byrja á honum :-) Ég er búin að taka saman litina sem á að nota samkvæmt uppskrift þannig að ég sé fram á að byrja á honum á morgun. Næsti RR sem ég fæ er svo minn eiginn! Ég hlakka geðveikt til!

Svo er ég búin að fá nýjustu tölublöð af Cross Stitcher og World of Cross Stitching í póstinum. Fullt af jólamunstrum í þeim sem ég væri til í að sauma við tækifæri. Gott að hafa jólalaugardagana á bak við eyrun ef maður sér eitthvað sem kallar. Og það er nú eitt sem kallar, og það ansi hátt.. Margaret Sherry er komin með myndir í 12 daga jóla þemað og mikið rosalega langar mig að sauma þær myndir! Þær eru æði! Veit samt ekki hvort ég leggi í að gera veggteppið eins og það er sett upp í blaðinu. Annars veit maður aldrei :-)

Með Cross Stitcher fylgdi líka dagatal fyrir næstu 16 mánuði og þemað var faðmlög. Rosalega fallegar myndir sem kalla líka á mig. Það væri gaman að nota þær sem þema í Round Robin einhvern tímann.. Bara svona hugmynd.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:38, | 7 comments

UFO á réttum degi

þriðjudagur, september 20, 2005
Á seinasta fimmtudag var ég komin svona langt:

Og núna!

Ég náði botninum :-D Þrátt fyrir veikindi í dag þá náði ég að sauma heilan helling í grasinu þarna fyrir framan kaktusana. Þetta skotgengur bara og ekki laust við að manni hlakki til að klára fyrri blaðsíðuna af munstrinu. Það er nú ekki mikið eftir af því blaði, skal ég segja ykkur, og því ekki langt í að ég geti sagst vera hálfnuð með verkið :-)
 
posted by Rósa at 21:35, | 1 comments

Jibbí!!

Jæja, ég kláraði Frosta snjókall í kvöld.

Þetta var ekkert mikið mál. Ég á bara eftir að gera slaufuna á borðann og þá er allt komið. Ég bara geri svo ljótar slaufur að það hálfa væri nóg!

Ég er búin að ákveða næsta verkefni á jólalaugardögum. Það er annað kit frá Mill Hill og það er líka snjókall :-) Sá er saumaður í pappír og er rosa krútt. Ég hlakka til að byrja á honum :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 01:06, | 2 comments

Jólahelgin

mánudagur, september 19, 2005
Á laugardaginn var auðvitað jólalaugardagur, og eins og lög gera ráð fyrir saumaði ég í jólaverkefnið mitt. Svo hélt jóladagurinn áfram á sunnudeginum og þessi helgi varð að jólahelgi. Því miður náði ég samt ekki að klára Mill Hill kittið, en það vantar bara herslumuninn og ég ætla að klára í kvöld, ef ég næ að slíta mig frá Survivor ;-)

Það er allt búið í Frosta greyinu nema smá hvítt og grátt ofan við hann. Já, og svo tölurnar og charm dótið. Svo þarf auðvitað að klára hann en mér sýnist það ekki vera neitt erfitt. Kannski kemur betri mynd af honum á morgun tilbúnum :-)
 
posted by Rósa at 18:53, | 1 comments

Fengið að láni

laugardagur, september 17, 2005
Ég skammast mín soldið mikið því ég gleymdi að minnast á það í seinustu færslu að ég fékk að láni útfærsluna á jólaskrautinu mínu frá bloggi sem ég skoðaði fyrir nokkru.

Það var á bloggi hollenskrar konu í þessari færslu sem ég sá þessa líka fínu útfærslu á skrautinu. Eins og þið sjáið ef þið farið þangað, þá er mitt skraut næstum eins. Ég bara bætti við gullna borðanum af því ég vildi hafa smá meira glans :-) Svo er hennar miklu betur frágengið..

Ég vona að karmað mitt fari aftur í sama farið og áður en ég gerðist hugmyndaþjófur :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:10, | 0 comments

Forskot á jólalaugardag

föstudagur, september 16, 2005
Ég gerðist voðalega huguð í kvöld og bjó til mitt fyrsta jólaskraut. Jólalaugardagur er á morgun í Allt í Kross og ég held ég hafi bara verið að hita upp :-D Eins og sést er þessi frumburður minn langt frá því að vera fullkominn, en mér þykir agalega vænt um blessað jólaskrautið fyrir því og mun svo sannarlega sýna það gestum og gangandi um jólin.

Frágangurinn er langt frá því að vera til fyrirmyndar, en maður lærir af því að framkvæma og ég lærði helling á þessu. T.d. lærði ég að maður þarf að mæla miklu nákvæmar en ég gerði og gott væri að hafa alla hluti við hendina sem maður ætlar að nota. Ekki að hlaupa frá af því mann vantar títuprjón eða nál eins og ég var að gera. Svo bjó ég til mitt eigið cording dót og það gekk svona la-la. Ég sé t.d. núna að ég hefði betur haft það þykkara (byrjað með fleiri þræði) og ég hefði mátt snúa betur upp á það. En það gekk mjög vel að festa það á skrautið þannig að ég þarf ekki að bæta mig þar.

Á myndinni sýnist þetta vera ójafnt í hliðunum en það er bara staðsetning myndavélarinnar. Aðalmálið er samt að hafa gaman af þessu og ég hafði það svo sannarlega :-)
 
posted by Rósa at 23:02, | 6 comments

UFO... fimmtudagur?

fimmtudagur, september 15, 2005
Já, ég er tveim dögum eftir á með UFO daginn minn, en það kemur ekki að sök er það nokkuð?

Svona var staðan seinast:


Og svo núna:


Það var nú ekki mikið sem ég gerði, en það er þó eitthvað :-) Það munar um minna.
 
posted by Rósa at 21:23, | 2 comments

Búin!

miðvikudagur, september 14, 2005
EdduRROg ekki seinna vænna :-D

Þetta er sem sagt myndin sem ég gerði fyrir Eddu á RR-inn hennar. Ég varð strax bálskotin í þessu munstri þegar ég sá það fyrst en eitthvað gekk mér illa að koma því frá mér... En það er búið núna og ég er bara nokkuð ánægð með myndina. Hún er í efra vinstra horninu og kemur bara nokkuð vel út þar.

Þetta er munstur eftir Alma Lynne og heitir It's time for tea. Það á að standa þarna fyrir ofan bollana en ég hafði samband við Eddu og hún vildi bara láta það vera.

Á morgun fer þessi RR áleiðis til Þórunnar og ég fæ þann seinasta til mín (sem er RR-inn hennar Þórunnar) sennilega eftir helgi. Eftir þa fæ ég minn RR heim aftur og get dáðst að honum og myndunum sem dömurnar völdu handa mér. Ég er búin að sjá myndir af þeim sem eru komnir og mikið rosalega lýst mér vel á :-) Hlakka mikið til að sjá hann með eigin augum.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 21:53, | 2 comments

Ýmislegt

Ég hef lítið saumað undanfarið, en ég held í vonina um að ég sé ekki í saumalægð. Systir mín fór á laugardaginn og síðan hún fór er ég búin að vera ein heima og það á bara ekki vel við mig. Þó ég kannski blaðri ekki mikið finnst mér gott að hafa einhvern nálægt mér. Svo þarf maður stundum að blaðra ;-)

Í gær var UFO dagur í Allt í Kross en ég saumaði ekkert í mínu stykki. Ég náði samt næstum að klára Round Robin stykkið sem ég á að senda frá mér á morgun. Ég mun klára það í dag en ég skammast mín soldið fyrir það hvað ég hef verið lengi með þessa mynd. Ég meina, ég valdi hana sjálf og var (og er enn) voðalega hrifin af myndinni en eitthvað vantaði samt. Kannski er það bara það að ég var soldið óörugg með valið mitt. Var ekki viss um að Eddu myndi líka myndin, en hún er núna búin að sjá hana á mynd og virtist vera ánægð þannig að ég hafði þannig séð ekkert til að vera nervös yfir. Maður er bara svona :-)

Ég hef ekki enn byrjað á Winter Queen frá Mirabilia en hún er tilbúin ofan í skúffu með öllum þráðunum sínum og bíður þolinmóð. Ég kíki á hana annað slagið og heilsa upp á hana :-) Hún er svo falleg.

Á laugardag fékk ég nafnið á manneskjunni sem ég á að sauma jólaskraut fyrir í jólaskrautsskiptunum sem ég er að taka þátt í. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir hana en hún er voðalega dugleg handavinnukona og í ýmsu öðru en bara krosssaumi. Það er eins gott að maður standi sig í fráganginum :-)

Jæja, þetta er orðið gott í bili. Ég hef ákveðið að sauma aðeins í UFO stykkinu mínu í dag þegar ég er búin að klára RR-inn. Talandi um RR, þá er ég ekki búin að fá Vetrar RR að utan til að sauma í.. Kannski ég fari að spyrjast fyrir um það..

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:42, | 0 comments

Rússneskur spírall og jóla-laugardagar

sunnudagur, september 11, 2005
Rússneskur spírall, soldið bleikurNú er ég búin að læra að perla rússneskan spíral :-) Ég var á námskeiði frá Föndurstofunni í morgun þar sem okkur Hornfirðingum var kennd slík iðn.

Það var líka verið að kenna geisladiskasaum en það heillaði mig ekki, a.m.k. ekki eins og perlurnar :-) Þær glitra svo fallega að maður getur ekki annað en fallið fyrir þeim :-)

Svo keypti ég perlur og garn til að gera annað armband handa móður minni, það verður gyllt og silfrað, ætti að glitra helling ;-)

Frosti snjókallSvo eru komnir jóla-laugardagar í Allt í Kross saumaklúbbnum og þó ég væri að vinna í mest allan gærdag þá vildi ég nú fá að vera með :-) Ég saumaði í Frosta greyið, en ég fékk hann í Völusteini í vor og byrjaði á honum eftir að ég kláraði Bee Square.

Hann er bara alveg að verða búinn vinurinn :-) Í gær var ég aðallega í því að perla enda er ég að mestu búin með krossana. Ég gleymdi því miður að taka mynd af honum áður en ég byrjaði :-(

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 14:25, | 3 comments

Heart Sweet Bag

föstudagur, september 09, 2005
Smá flott ;-)Mikið rosalega er gaman að gera þennan poka. Garnið er klikkað flott og kemur rosalega vel út :-)

Nú er bara eftir að búa til pokann sjálfan og þá er nú eins víst að maður strandi á því..

Ps. Ég er voðalega ánægð með Q-snapið mitt. Ég er ekki frá því að sporin komi betur út og efnið kiprast ekki til eins og það gerði í Indigo Rose stykkinu sem ég gerði um daginn. It's a keeper! :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 16:32, | 6 comments

Frábært að fá pakka

fimmtudagur, september 08, 2005
Í póstinum :-) Ég var að panta mér efni í þennan ilmpoka sem er freebie frá Victoria Sampler.

Síðan ég kláraði harðangursverkefnið okkar Sonju er ég búin að vera að leita mér að einhverju nýju á því sviði og ég held að þetta verkefni sé ágætis byrjun. Ekki of mikill saumaskapur en samt nýtt frá hinu verkefninu þar sem þessi poki er með Dove eyes. Ég var búin að kaupa mér harðangursbók fyrir byrjendur og þar eru leiðbeiningar fyrir þetta spor. Ég hlakka bara til að byrja :-)

Svo spillir ekki fyrir hvað garnið er flott sem er notað í þetta. Það er Watercolors frá Caron og liturinn kallast Mountain Meadow. Sjúklega flott í eigin persónu!

Það var líka Q-snap í pakkanum, en mig langaði soldið að prufa að nota svoleiðis. Ég sauma reyndar alltaf í höndunum, ekki með neinar gjarðir eða neitt, en ég efast ekki um að það sé betra að gera satínspor með svona grip. A.m.k. hlakka ég til að sjá muninn :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:05, | 2 comments

UFO þriðjudagur vika 4

þriðjudagur, september 06, 2005
Þriðjudagsverkefnið mittHérna er myndin frá því í seinustu viku. Ég var mest í að fylla upp í eyður í dag og vinna út frá því. Það kannski hefur ekki bæst mikið við umfangið á því sem ég er búin með en það eru eiginlega engin "göt" eftir.

Undanfarið hef ég ekki verið mikið að sauma, aðeins gripið í Round Robin og er langt komin með hann. Móðir mín átti afmæli á sunnudaginn og í gær fórum við til Seyðisfjarðar þannig að lítill tími hefur gefist til að setjast og sauma þrátt fyrir að saumasystur hafi sameinast á ný ;-)

Systir mín er í heimsókn hjá okkur og maðurinn hennar kallar okkur alltaf saumasystur af því við sitjum oftast við saumaskap þegar við erum saman :-D Í dag stóðum við svo sannarlega undir nafni en ég saumaði í UFO verkefnið og hún saumaði í handklæði. Árangurinn var frábær eins og sést :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:37, | 2 comments

Ný markmið fyrir september

fimmtudagur, september 01, 2005
Jæja, þá er kominn september og tími á að fara yfir markmiðin sem ég setti mér fyrir ágúst. Á listanum fyrir ágúst voru þessi verkefni:

 • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
 • Vetrar RR með sendingardag 1. sept.
 • Bókamerki með sendingardag 10. sept.
 • Kort fyrir giftinguna 6. ágúst.
 • Harðangurs-SAL með Sonju.
 • Leyni-SAL 3.
Svo ætlaði ég að reyna að klára Bee Square, og það tókst :-) Ég er búin með ca. 70% af ByrjandaRR og ég náði að vinna helling í Leyni-SAL 3 þó ég sé enn eftir á. En ég fann 2 villur í því sem ég þarf að laga. Allt hitt á listanum var tekið með trompi og meira til. Þá er listinn fyrir September:
 • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
 • Vetrar RR með sendingardag 1. nóv.
 • Jólaskrautsskipti með sendingardag 19. nóv (fæ nafnið 10. sept)
 • Leyni-SAL 3
 • UFO verkefnið
Þetta er sem sagt það sem ég hef tekið að mér að sauma eða finnst ég þurfa að gera eða byrja á í þessum mánuði. En nú þegar ég hef verið svona dugleg að klára þá finnst mér ég eiga að fá smá glaðning. T.d. að fá að byrja á einhverju, eins og kannski hugsanlega Winter Queen frá Mirabilia :-D

Ég held að ég sé komin með allt í drottninguna (fer yfir það á eftir) og um leið og ég klára ByrjandaRR hennar Erlu þá ætla ég að hefjast handa við drottninguna. Ég hlakka svo til :-) Hún er svo falleg að það er næstum lamandi að horfa á hana...
 
posted by Rósa at 10:48, | 0 comments

Sætasti púði ever!!

Púðinn minnÞetta er sko ekki orðum aukið.. eða hvað finnst ykkur?

Tölurnar, sem Guðbjörg úr saumaklúbbnum mínum gaf mér, koma rosalega vel út, mér finnst svo sætt að hafa eplið þarna, það er eins og kisinn sé svona montinn af því að eiga jólaeplið :-D

Það hefur gífurleg framkvæmdagleði gripið mig í dag. Stundum er bara betra að hafa eitthvað að gera í staðinn fyrir að hugsa hlutina til dauða... Ég veit ekki hvað þetta ástand varir lengi en vonandi næ ég að nýta það í eitthvað uppbyggilegt. Eins og að sauma púða :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 00:22, | 2 comments