Febrúar strax?

þriðjudagur, janúar 31, 2006
Óhugnanlegt hvað tíminn líður hratt. (á gervihnattaöld hehe)

Þetta er markmiðsfærsla þannig að þá hefst bara upptalningin..


  • Kortaskipti, sendingardagur 30. janúar Sendi bróður minn á pósthúsið í dag með það (er veik)
  • Valentine Exchange á SBEBB, sendingardagur 1. feb. Já, ég sé fram á að fara með það í póst á morgun.
  • Lottery Exchange á SBEBB, sendingardagur 1. mars. (þarf að velja munstur og helst byrja á því) Er hugsanlega búin að sauma stykki þarf bara að klára það :-)
  • Jólaskraut handa Richelle (hún er listamamma í grúppu sem ég er í, en hún vann í Bingóleik sem ég hélt þar) búið :-)
  • Svo skráði ég mig í Mirabilia SAL grúppu til að hjálpa mér með einbeitninguna við Vetrardrottninguna. Svínvirkar! Drottningin er komin með andlit :-D
  • UFO-þriðjudagar eins og áður kom fram Jamm, datt úr stuði seinast annars gengur það vel.
  • Margaret Sherry SAL á fimmtudögum Já eða bara þegar ég nenni hehe. Ég kláraði a.m.k. eina mynd í þessum mánuði.
  • Jólaskraut á laugardögum. Ég ætla að hafa það bara einu sinni í mánuði en það er ágætt að hafa þetta í bakhöndinni.
  • Woodland Grace SAL með Sonju :-) Sorrí að ég gleymdi þessu. Já, ég steingleymdi þessu :-/
Hmm, þetta virðist allt ganga sæmilega. Ég bjó til 2 nálarúllur, eina nálabók, saumaði slatta í flestum verkefnunum mínum og er bara sátt :-)

Febrúarmarkmið

  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Ég tók þátt í þessum mánuði og þótti gaman, ætla að halda áfram í því. Þetta er 2. föstudag í hverjum mánuði.
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut í mánuði, gæti ekki verið auðveldara.
  • Lottery Exchange á SBEBB. Klára stykkið og bíða eftir leiðbeiningum hvert á að senda það :-)
  • Mirabilia SAL. Auðvitað :-D
  • Margaret Sherry SAL. Ein mynd a.m.k. á mánuði.
  • UFO þriðjudagar. Snilldarhugmynd :-)
  • Afmælisleikur Allt í Kross. Fyrsta afmælið er 2. febrúar.
  • Woodland Grace SAL með Sonju?
Jamm, það er sko nóg um að vera, eins gott að ég verði ekki veik mikið lengur. Ég hef svo takmarkaða einbeitningu núna að ég get ekki einu sinni setið við tölvuna lengur en 15 mín. Það er sko ekki saumað heldur. Og mér líður samt miklu betur en t.d. í gær svo maður tali nú ekki um sunnudaginn. 39 stiga hiti. Need I say more? Ég ætla samt í vinnuna á morgun. Ég er ekki með hita lengur þó ég sé svona orkulaus.

Goals for february

I think I did quite well with my january goals. I sent off my last card for the card exchange on EMS board, I will send off my Valentine exchange tomorrow and the lottery piece is stitched up (if I will use the Friends Gather one which is very likely). Just needs to be finished. I made two needlerolls (one small and one regular sized :-D) and a needlebook. That's pretty good for someone who had a sewing machine phobia. Not to forget the finishing phobia :-D

I took part in this months 24hr challenge on Friends Gather BB and I'm planning on keeping that. It's on the second friday of every month so not too much obligation there :-) I'm also doing Ornaments with KarenV on that same BB although I'm not sure I'll be doing it exactly the same way as the others. We'll see :-)

Then there are the regulars, Margaret Sherry SAL, Mirabilia SAL and the UFO tuesday. Also I'm signed up for a birthday game on Allt í Kross and in february there are two ladies who celebrate a birthday. Then it's not till May.

Yup, there is a lot to do so I hope I will be back on my feet soon. I've been sick since the weekend (horrible pains in my bones, headache, horrible stomach pains, everything horrible) and am just now getting a little better. Thankfully! I had a fever of 39° C on Sunday night! With that being said, I still don't have enough concentration to sit down at the computer for more than 15 mins (guess how long this post took me?!?) so stitching is out of the question right now. I'm planning to go to work tomorrow though. I feel bad staying home.
 
posted by Rósa at 16:50, | 6 comments

Vetrardrottningin 7. færsla

sunnudagur, janúar 29, 2006
Hún er komin með andlit!!! Ok, kannski vantar soldið upp á en ég er að mestu búin með húðlitina á henni :-D

Ég er súper ánægð með árangur dagsins. Ég tók líka mynd bara af því svæði sem ég saumaði á í dag og hún er hér.

Winter Queen part 7

She's got a face! Ok, so it's not complete yet but I'm almost done with the skin colors :-D

I'm super happy with today's progress. I also took a close-up of the area I stitched on today and that pic is here.
 
posted by Rósa at 01:02, | 7 comments

Ég er sátt :-)

laugardagur, janúar 28, 2006
 
posted by Rósa at 16:50, | 0 comments

What breed of cat am I?

I've always been wondering about this very thing...

Maine Coon
You are a Maine Coon! You are larger than life, a

gentle giant. You are independent, but very

affectionate with your friends and family.


What breed of cat are you?
brought to you by Quizilla

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 13:11, | 1 comments

UFO þriðjudagur og nálabók

fimmtudagur, janúar 26, 2006
Jamm, ég er ekkert búin að sauma í þessari viku fyrir utan eitt kort sem ég gerði fyrir kortaskiptin sem ég tók þátt í. Ekki eitt spor!

Hérna er árangur UFO þriðjudags frá í síðustu viku:

Ég ætlaði að sauma í myndinni á þriðjudag en ég sat bara með javann í hendinni og nálina í hinni og horfði á sjónvarpið..

En í dag var ég aðeins duglegri þó ég hafi ekki saumað neitt. Ég nefnilega bjó til nálabók úr Wildflower Hearts freebienum frá Indigo Rose. Ég reyndi að taka mynd af henni opinni en þær komu allar út voðalega hristar og ljótar og batteríið er búið :-( Ég verð bara að taka mynd seinna af því.

UFO Tuesday and a needlebook

I haven't stitched anything this whole week, except for a card for the card exchange I'm in. Not a single stitch!

I did take out the UFO project and sat with it in my chair with a needle in my other hand and watched telly. So pathetic :-( The photo is the progress from last week. I didn't do anything in it this week, like I said.

Today I was a little more productive even though I didn't stitch anything. I made me a needlebook :-) I had stitched the Wildflower Hearts freebie from Indigo Rose last summer and thought it was perfect to be made into a needlebook. I tried to take a pic of the inside of the needlebook but the pics all came out blurry and horrid so I may just post a pic later when I have gotten batteries for my camera.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 19:23, | 5 comments

Vetrardrottningin 6. færsla

mánudagur, janúar 23, 2006
Ég ætlaði að vera svo dugleg að sauma í drottningunni um helgina en þar sem ég var að vinna fór eitthvað lítið fyrir dugnaðinum. Ég kláraði reyndar nálarúlluna á laugardag enda kallaði hún hátt og skýrt á mig :-D

Svona er sem sagt staðan á blessaðri drottningunni og þó ég hafi ekki náð að gera eins mikið og ég hefði viljað þá er ég a.m.k. komin í húðlitina :-) Það styttist í andlitið á kellu :-D

Winter Queen part 6

I had plannedto take part in a stitch-a-thon with the Friends Gather BB this weekend but I ended up finishing the needleroll and with work I didn't have much time for else on saturday. I did stitch in my queen sunday night and that's why the progress isn't as much as I'd liked. I did start some of the colors for her skin so I'm closing in on her face :-D
 
posted by Rósa at 09:53, | 2 comments

The Meme of Fours

sunnudagur, janúar 22, 2006
I've been tagged by Outi.

Four Jobs I Have Had in My Life
  1. Dishwasher
  2. Accountant's Assistant
  3. Waiter
  4. Supermarket staff

Four Movies I Could Watch Over and Over Again
  1. Donnie Darko
  2. American Beauty
  3. Super Troopers, incredibly funny movie
  4. Bubble Boy, it's just so hilarious :-)

Four Places I Have Lived
  1. Hornafjörður
  2. Reykjavík
  3. Alexandria, Virginia USA
  4. Littleton, Colorado USA

Four TV Shows I Love to Watch
  1. CSI
  2. Scrubs
  3. Desperate Housewives
  4. My name is Earl
Four Places I Have Been on Vacation
  1. Italy
  2. Spain
  3. Akureyri
  4. Disneyworld
Four Websites I Visit Daily
  1. Google.com (my home page)
  2. mbl.is Icelandic news site
  3. hornafjordur.is A community web site
  4. horn.is A community web site too

Four of My Favorite Foods

  1. Leg of lamb smoked and left to hang
  2. Leg of lamb roasted
  3. Lasagne
  4. Taco
Four Albums I Can't Live Without
There are so many and I don't really want to list just a few of them. I know I couldn't live without my Madonna CD's. I love my Guns & Roses CD's and Páll Óskar's CD's are awesome. Eagles are a favorite also. There are many more but that's four :-)

Four Places I'd Rather Be
  1. Reykjavík, it's been to long since I've been there
  2. In my chair stitching, I've been lazy this weekend..
  3. With friends.. which is in Reykjavík..
  4. On Vacation abroad
Four Bloggers I Am Tagging
  1. Linda litlaskvís
  2. Hafrún
  3. Abba
  4. Guðrún Ágústa :-)
Well that's it for now :-)
 
posted by Rósa at 22:07, | 0 comments

Thisbe Nálarúlla tilbúin til notkunar!

laugardagur, janúar 21, 2006
Jamm ég kláraði Thisbe nálarúlluna frá Shepherd's Bush í kvöld. Í gær kláraði ég saumaskapinn og setti langflestar perlurnar á og í kvöld kláraði ég það og gerði stykkið tilbúið til að setja saman. Ég var að hugsa um að sauma hana bara saman á morgun en þetta var svo lítið sem var eftir (bara að taka fram saumavélina, skella réttum tvinna í, sauma saman, setja borðann í og fylla hana) að ég hugsaði með mér að ég hefði bara gaman af því að sjá þetta tilbúið í kvöld :-)

Thisbe Needleroll HD!

Tonight I finished the Thisbe needleroll from Shepherd's Bush. Last night I finished the stitching and most of the beading and tonight I finished that and made the piece ready for assembly. I was going to sew it together tomorrow but there wasn't that much left to do (just take out the sewing machine, put the right colored thread in there, sew it together, put the ribbon in and stuff it) so I thought I'd enjoy seeing the needleroll finished tonight :-)
 
posted by Rósa at 23:23, | 7 comments

Shepherd's Bush nálarúlla

föstudagur, janúar 20, 2006
Ég byrjaði í gærkvöldi á Shepherd's Bush nálarúllunni sem ég fékk í póstinum í seinustu viku eða þar seinustu.. man ekki alveg hvenær hún kom en ég er alla vegana byrjuð á henni :-)

Ég gleymdi að taka mynd af UFO verkefninu á þriðjudaginn, ég geri það bara við tækifæri, er orðin soldið þreytt núna :-)

Shepherd's Bush needleroll

I finally started the needleroll from Shepherd's Bush that I got in the mail the other day. Can't remember exactly when it came but I've started it at least :-)

I forgot to take a pic of my UFO project last tuesday but I'm much too tired to do it now.
 
posted by Rósa at 01:38, | 6 comments

Snjókallar :-)

þriðjudagur, janúar 17, 2006
Ég elska snjókalla og nú var snjókalla RR-inn minnað koma heim úr seinni útlandaferðinni sinni sem gekk svona líka vel og nú er bara eftir að sauma einn snjókall. Becky nefnilega saumaði þennan líka sæta skautasnjókall sem ég er bara bálskotin í.

Þvílíkt krútt segi ég nú bara. Linda var svo búin að bjóðast til að sauma seinasta snjókallinn :-) Þá hef ég enga afsökun til að gera ekki veggteppið sem ég hafði ákveðið.. Efnið er til og allt!

Snowmen :-)

I love my snowmen and my snowmen RR just arrived home from his second venture into the big bad world. This time everything worked out great and I'm so pleased with the snowman Becky did for me. He's a skater and the colors are so lively and nice :-)

Becky, thank you so much for doing this RR square for me. Like I said in my email, I hope I can sometime help you out in some way.

Now this RR just has one stop to go with Linda before I finish it into a wall hanging. I won't have any excuses not to do it.. I have the fabrics and everything to finish it :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 15:10, | 6 comments

Bjórbeljan búin!

mánudagur, janúar 16, 2006
Bróðir minn kallaði hana bjórbelju.. sennilega er þetta bjór sem hún er með, ég var bara ekkert að spá í það þegar ég saumaði hana.. En já, ég náði að klára alla krossana í gær og þá ákvað ég að ég skyldi gera afturstinginn í dag. Reyndar komst ég ekki til þess fyrr en í kvöld en það skiptir engu því ég náði að klára hann :-)


Næsta mynd verður 7 syndandi svanir og vonandi verður ekki jafn langur tími sem fer í hana. Annars líst mér ágætlega á að gera eina mynd á mánuði héðan í frá.. Sjö myndir eftir, ég yrði búin í ágúst og hefði nægan tíma til að klára stykkið í veggteppi eins og planið er núna..

Margaret Sherry Cow HD!

After managing to finish all the stitches yesterday I decided to use today to do the backstitching for the cow. I didn't have time till this evening to sit down and do it but I did it :-)

My brother calls her the beer cow and I guess she could be holding a beer there.. The liquid is very yellow... I didn't even think of it while I was stitching her.

Next up in this SAL for me is the 7 swans-a-swimming. I hope that one won't take as long as the beer cow. I have seven left now which means that if I do one a month this project will be finished in August and I'll have plenty of time to finish this into a wallhanging like the plan is.. Sounds good to me.
 
posted by Rósa at 23:37, | 6 comments

Vetrardrottningin 5. færsla

sunnudagur, janúar 15, 2006
Eftir að hafa klárað alla krossana í kúnni í dag (gat ekki hætt fyrr en ég var búin með þá :-) ) tók ég upp Vetrardrottninguna og saumaði soldið í henni. Eins og ég sagði Öbbu þá ákvað ég að halda áfram upp handlegginn á henni, þá get ég byrjað á andlitinu á henni og þannig fengið smá fókus í þetta.
Þessa stundina er ég voðalega óviss með hversu mikið ég er búin með af henni í prósentum.. Þess vegna hef ég ekki uppfært prósenturnar hérna til hliðar síðan ég veit ekki hvenær. Ég er viss um að ég er komin með meira en 3% en ég vil ekki segjast vera búin með tíu prósent ef það eru svo bara komin 5%.. Kannski fæ ég smá yfirsýn ef ég klára andlitið og efri helming munstursins.

Þrátt fyrir þessa óvissu er ég voða sátt við hvað ég saumaði mikið í henni í dag :-) Svona var staðan seinast þegar ég tók mynd.

Winter Queen part 5

After finishing all the crosses in the cow from earlier (I couldn't stop before I finished them :-) ) I took my Winter Queen and did some work on her. I had discussed where my stitching was headed with my friend, Abba, and like I told her I am heading up WQ arm to her face. I think that will bring more focus to her.

Right now, I'm so unsure of how much I've actually done in her percentage wise.. I know I've done more than 3 percent but I dont' want to overshoot it and say 10% when it's maybe only 5% or something like that. Maybe stitching her face and finish the stitches in the upper half of the chart will help me decide on how many percentages I've finished.

Despite this dilemma I'm quite happy with how much I did today :-) This is how she looked when I last posted a progress photo.
 
posted by Rósa at 22:52, | 3 comments

Margaret Sherry SAL

Langt síðan síðast að ég sýndi árangurinn í þessu verkefni.

Ég hef saumað í þessu annað slagið frá jólum en aldrei náð að komast í gírinn fyrir myndina. Í gærkvöldi ætlaði ég að taka málið föstum tökum og klára þessa mynd en allt kom fyrir ekki. Ég er samt ekki hætt, ég ætla að sauma aðeins meira í henni núna áður en ég helga mig Vetrardrottningunni.

Þetta er sem sagt kýrin (vonandi er ég að beygja þetta rétt) en hún er áttunda myndin. Ég ákvað að herma eftir Rósu Tom og byrja hægra megin á efninu til að kipra myndirnar sem minnst af því ég vinn þetta í höndunum.

Margaret Sherry SAL

It's been a long time since I showed you guys my progress in this project.

I have been stitching on it every now and then since christmas but never quite got into it. Last night after my 24hr Challenge I was planning to get this under control and finish this part but that was obviously not what did happen.. I'm not finished yet, I'm going to do a few more stitches before I pick up my Winter Queen.

This is the cow that is the 8th of the 12 days but I decided to do as Rósa Tom and start on the right side of the fabric and work my way to the left. I do this so I won't squash the one's I've already done as much as I would do if I had started from the right.. I stitch this in hand, you see.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 13:50, | 3 comments

Friends Share freebie

laugardagur, janúar 14, 2006
Ég tók þátt í 24 klst. áskorun á Friends Gather BB og saumaði þessa litlu sætu ókeypis mynd :-)

Þetta er freebie frá Full Circle Designs og heitir Friends Share. Ég saumaði þetta með DMC garni á lítinn bút af efni sem ég fékk í Grab Bag frá Silkweaver hérna í haust. Veit ekki meir hvað þetta efni heitir, gæti verið Lugana, annars er þetta eitthvað sem ég hef ekki unnið með áður. Annars er það mun brúnna en það er á myndinni.. Mjög gott að vinna með það, og gekk vel að sauma.

Ég er svo skotin í sporinu sem er í kringum en það heitir Eskimo Stitch skv. uppskriftinni. Mér stóð nú ekki á sama með litavalið þegar ég var bara búin að gera blómið í miðjunni, soldið skrýtið litaval þar í gangi, en ég ákvað að klára bara, þetta er ekki það stórt verk. Ég sé ekki eftir því :-)

Friends Share Freebie

I took part in a 24hr Challenge on Friends Gather BB and decided on this design. I liked the border so much and wanted to learn that stitch (Eskimo Stitch) which wasn't hard at all.

This is a freebie from Full Circle Designs called Friends Share and I did it with DMC floss and on a piece of scrap fabric I got from Silkweaver's Grab bag this fall. Don't know what it might be, maybe Lugana? It is more brown that the photo shows. It's darker than this ecru color that's on the photo..

I was a bit concerned when I had only stitched the flower because I wasn't sure of the way the colors were put together, but I decided to continue and I don't regret that.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 18:16, | 3 comments

Ástin ræður ríkjum..

fimmtudagur, janúar 12, 2006
Ég kláraði nálarúlluna mína í dag. Ég fékk RG þráðinn sem mig vantaði frá Sew and So (ásamt nokkrum öðrum hlutum, auðvitað!) og ég réðst í að klára blessaða nálarúlluna svo hún myndi ekki bara liggja ofan í skúffu, ókláruð, í ótakmarkaðan tíma. Það virðist gerast ansi oft með myndirnar sem ég klára :-/

Það voru tvö ný spor sem ég lærði, Petal Stitch, sem ég hræddist mest en var ótrúlega auðvelt (hún er neðst), og Hemstitch, sem ég hef aldrei gert áður og mér til mikillar hrellingar voru engar leiðbeiningar fyrir það í blaðinu (JCS). En þá kom nú bókin sér vel sem ég keypti í fyrra sumar fyrir byrjendur í harðangri. Í henni var sporið sýnt og ég fylgdi því eins vel og ég gat, en ég hefði betur kíkt aðeins framan á blaðið sem uppskriftin var í því þá hefði ég kannski valið að gera hemstitch yfir 4 þræði en ekki bara 2. Ég tók eftir þessu þegar ég var það langt komin með fráganginn að ég nennti ómögulega að rekja upp og byrja upp á nýtt, þannig að ég kláraði hana bara svona. Mér finnst þetta bara koma vel út :-) Fyndið að skoða samt á bak við, þar sést sko alveg hvenær ég náði tökum á sporinu :-D Lærdómskúrfan er vel sýnileg sko!

Ég átti engan fallegan rauðan borða en ég átti fallegt glitrandi rautt heklugarn sem ég ákvað að nota í slaufuna. Ég sé það samt að ég þarf að gera lengri cording til að geta gert slaufu.. Alla vegana er þetta búið og ég voða sátt :-)

Svo er hérna einn gutti sem vill endilega heilsa upp á fólkið.

Brandur!
Love is in the air..

I finished my Love needleroll today. I got the RG braid today from Sew and So and got right to work on finishing this beauty. I didn't want this piece to end up unfinished in my drawer waiting for an undetermined amount of time for me to finish it properly :-/ It didn't even take that long to finish it, not counting the hemstitching :-D I finished it completely in hand, didn't feel like taking the sewing machine out for this little thing :-)

I learnt 2 new stitches, the petal stitch, which kinda scared me but it wasn't that hard, and hemstitch, for which there weren't any instructions in the back ofJCS. Fortunately I had bought a book last summer that was for beginners in hardanger and that book had instructions for hemstitching. I followed them but I really should've paid more attention to the photo of the ornament in the mag coz there the hemstitch is probably done over 4 threads and I only did it over 2 threads. But I found that out when there wasn't a whole lot left so I just kept going. The over 4 thread method would've taken me much less time, but I think it looks good :-) It's kinda funny to see the stitches from beginning to end coz they are kinda erratic first and then I get the hang of it and it gets better with each stitch. The learning curve is right there! I can basically see it :-D

I didn't have any ribbons I could use for this ornament, but I did have some pretty, red and shiny crochet yarn that I made cording out of but I see that I need to make it a bit longer so it will be better looking. But I'm happy for now and couldn't wait to show it off :-D

And the cat is my youngest one, Brandur. He wanted to say hi :-D

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 17:19, | 12 comments

UFO þriðjudagur og fleira

þriðjudagur, janúar 10, 2006
Heimsins versta mynd af litlum árangri. Það gæti verið samantektin á þessum UFO degi og myndinni sem ég tók. Ég bara nenni ekki að reyna að ná betri mynd en þetta. Sorrí! :-/

Í dag var sem sagt aðeins saumað í kaktusnum í UFO stykkinu en hjarta mitt lá hjá Love Ornament Nálarúllunni :-) Ég kláraði eins mikið og ég gat í því án RG petite treasure braid. Það er það eina sem vantar í þetta stykki og ég býst við að fá þetta í póstinum á fimmtudag. Það kom sko bréf frá tollinum í dag um að sendingin væri komin til landsins. Nú er bara að bíða eftir að fá þetta í hendurnar..

Ég er ekki enn búin að setja Fyre Werks borðann á stykkið þar sem hann er festur niður með petite braid þræðinum sem mig vantar. En ég saumaði yfir einn (hjörtun hjá stöfunum og kardinálinn) sem er bara ansi erfitt. Ég bara spyr, er einhver tækni við það eða er það bara svona erfitt? Ég sé mig ekki gera mikið af slíku í framtíðinni, nema bara ef það er svona lítið eins og í þessu munstri..

Svo er annað spor þarna, Twill Stitch, sem er soldið skondið. Mér fannst bara gaman að gera það en mér finnst það samt ekki koma neitt spes út. Þetta er gert með NN garninu (liturinn heitir Moulin Rouge :-D ) og ég skil ekki hvernig hægt hefði verið að fá þetta til að vera eins og í blaðinu. Þar kemur litabreytingin eins og í bylgjum en hjá mér er bara ljós blettur í miðjunni eins og ég hafi misst klór á þetta!.. Jæja, ég ætla að gera aðra svona og þá næ ég kannski að gera þetta spor betur, a.m.k. þannig að litaskiptingin verði betri þarna..

Þó svo að ég hafi ekki fengið pöntunina frá Sew and So (bara tollabréfið) þá fékk ég nú annan glaðning í póstinum í dag.. Ég skammast mín fyrir að segja þetta en ég var búin að gleyma því að ég hafði keypt þetta, en ég fékk kit fyrir enn eina nálarúlluna :-) Þessi er frá Shepherd's Bush og heitir Thisbe Roll og er voða sæt. Það fylgir auðvitað allt með, garnið, efnið, perlurnar og lace sem á að festa á stykkið. Ég hef aldrei gert það en það verður bara gaman að því :-) Ég býst við að byrja á þessu stykki á morgun (nema eitthvað annað grípi mig :-D )

UFO tuesday and more..

I stitched a little in my UFO piece but my heart was with the Love Ornament Needleroll :-) I'm sorry for the horrible pic of the UFO progress, but I just can't take a better one of that right now. Sorry :-/

I think I've stitched about everything I can in the Love needleroll, I just need the Treasure braid to be able to complete it. I haven't done the part with the Fyre Werks because that's fastened with the treasure braid. But the good news is that the order with that braid is on it's way to me, it's in Reykjavík right now and I am positive I'll have it in my greedy hands on thursday. Then I can finish the Love needleroll :-D

This is the first time I've done over one stitching. I must say that I found it hard. Maybe I was doing it wrong or something but I had trouble with the thread laying like I wanted it too. Are there any tricks for doing this properly? I don't think I'll do much of this over one stitching except if it's just a little bit (like here) in the design.

And the Twill Stitch was a little anti-climatic for me too. Anne had warned me about it, that it wouldn't come out for her like in the mag and I tried to do it a bit differently than the instructions said but it came out like I had spilled some chlorine on there.. A white spot in the middle! Oh, well, I'm planning on making another one like this so I'm going to try to do this stitch better then.

Even if I didn't get my treasure braid in the mail today (along with the beads for the Valentine's Exchange) I did get another thing I had completely forgotten about buying.. (I should be ashamed of myself) The Thisbe Roll from Shepherd's Bush. It has everything needed to finish it and I can't wait to start it. I am planning on starting it tomorrow :-) Unless something else screams at me for attention :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:01, | 6 comments

Page 123

  1. Grab the nearest book.
  2. Open the book to page 123.
  3. Find the fifth sentence.
  4. Post the text of the sentence in your journal along with these instructions.
  5. Don't search around and look for the coolest book you can find. Do what's actually next to you.
Colleague, you need to know my thoughts.

That's what I got from this little exercise :-D It's from a book called The Accusers and it's written by Lindsey Davis. I bought it in july 2004 on an airport in Spain because I needed something to read on the planeride home. I've never finished it! I don't think I even got to this page (123). Why it's still on my computer table is a mystery. Oh, well :-)

Btw, I got this exercise from Outi's blog.
 
posted by Rósa at 20:04, | 0 comments

Ennþá ástarrúllur...

mánudagur, janúar 09, 2006

Ég virðist vera yfir mig hrifin af nálarúllum sem hafa eitthvað með ást að gera :-D

Í dag byrjaði ég nefnilega á Love Christmas Ornament Needleroll frá Jeannette Douglas Designs en munstrið er í JCS jólaskrautsblaðinu frá því um jólin. Þetta verður svakalega flott nálarúlla þó ég segi sjálf frá.

Ég hefði nú örugglega ekki byrjað á henni nema af því að í dag fékk ég sendingu frá Anne í Ástralíu en hún var svo góð að senda mér smá Fyre Werks því ég fann þetta garn bara hvergi! Ég spurðist fyrir um hvar ég gæti keypt þetta garn og hún var svo góð að bjóðast til að senda mér smá (það þarf nú ekki mikið í þessa blessuðu nálarúllu) sem hún og gerði. En það var nú ekki allt, hún sendi mér líka slatta af Needle Necessities garninu sem þarf í þessa rúllu og Kreinik braid. Þvílík dúlla segi ég nú bara. Svo fékk ég líka póstkort frá Melbourne sem fylgdi með í umslaginu en hún býr þar. Hannyrðakonur eru yndislegar!

Og svo langar mig að þakka ykkur fyrir góðar hugsanir til mín. Sem betur fer er mígrenið svo til farið og mér líður mun betur í dag :-) Svo var ég voða dugleg í gær og kláraði sauminn í Valentínusarstykkinu og saumaði smá í Vetrardrottningunni. Góður dagur í gær bara :-)

Still with the love needlerolls...

I seem to be unable to stitch a needleroll that doesn't have something to do with love :-D

Today I started Jeanette Douglas' Love Christmas Ornament needleroll from JCS 2005 ornament issue. I probably wouldn't have started it if I hadn't gotten some Fyre Werks in the mail from Anne in Australia. I had asked around for a place to get this thread since I just couldn't be able to find it anywhere, it wasn't available in the right color at Sew and So, they didn't have it at Stitching Bits and Bobs and I couldn't find it anywhere on eBay either.. But Anne came to my rescue and sent me some of it, plenty more than I need for this needleroll. I may even make another one of these to give away next christmas, there is enough of the Fyre Werks for that.. I can't thank Anne enough for helping me out, especially since she didn't stop there, she also sent me some of the Needle Necessities thread needed for this project as well as the Kreinik braid needed :-) She's such a sweetie! Oh, and I also got a postcard from Melbourne in the envelope :-D Thank you, Anne! :-) I hope that someday I'll be able to help you out with something you need!

And I'd also like to thank you guys for the good wishes yesterday. I'm feeling much better and the migraine have gone for the most part. It helps that I had the day off today :-)

I did finish the stitching part of my Valentines Exchange, I only have the beads left (those are in the mail to me) and figure out what to finish it into.. not an easy task :-) I also stitched a little on my Winter Queen, but nothing much, just a little white in her gown.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:52, | 4 comments

Úff...

sunnudagur, janúar 08, 2006
Þetta er búin að vera erfið vika...

Ég hef mjög lítið saumað síðan síðast að ég bloggaði og ekki vegna saumalægðar heldur þreytu! Svo var ég með mígreni í gær og þá er nú ekki gott að sitja við saumaskap..

En núna snýr allt til betri vegar og ég sé fram á að klára Valentínusarstykkið í kvöld og þá ætla ég að sauma örlítið í Mirabilia Vetrardrottningunni. Kannski ég setji inn mynd í þessa færslu í kvöld ef mér finnst árangurinn þess virði :-D

*sigh*

This week has been tough..

I haven't stitched much since last time I blogged and it's not because I've fallen into a slump but rather because I've been tired! And yesterday after work I had a migraine and then it's not a very good idea to stitch...

Now I plan to make amends and I am confident I'll finish my Valentine's Day Exchange piece tonight and then I'll probably put a few stitches in my Winter Queen. I may even put a photo with this post if I find the progress warrants it :-D
 
posted by Rósa at 16:55, | 6 comments

Valentínusarskipti

miðvikudagur, janúar 04, 2006
Það er engin mynd í þetta sinn, enda var ég að sauma í Valentínusarskiptunum sem ég skráði mig í um daginn. Þemað í þessum skiptum eru hjörtu og ég hef verið að horfa eftir munstrum sem hafa hjörtu í þeim eða minnast á hjörtu í texta (ef það er texti) og svo sá ég eitt sem mér þótti áhugavert. Ég pantaði það en þegar það kom var ég nú ekki eins hrifin og ég var þegar ég sá myndina á tölvuskjánum.. Alla vegana, ég ákvað að sauma greyið samt og þá gæti ég bara saumað annað ef ég væri ekki hrifin af þessu. Núna er ég u.þ.b. hálfnuð með saumaskapinn og ég verð bara að segja að ég er yfir mig hrifin af því hvernig það kemur út! Sum munstur eru bara miklu flottari í alvörunni en á mynd! Ég er mikið að spá í að sauma þetta handa sjálfri mér þegar tími gefst til :-) Ég get að sjálfsögðu ekkert gefið upp hvað ég er að sauma því þetta eru leynileg skipti, ég veit t.d. ekkert hver saumar handa mér :-)

Valentine Exchange

I don't have a photo to share coz this exchange is secret and I don't want the receiver (if she visits my blog) to find out anything about this piece I'm doing for her.

The theme is hearts and I've been looking around for charts and patterns that have hearts in them or mention hearts in some way. I did order one chart that I liked and tonight I started the stitching part :-) I must say I didn't like the design as much when I got the chart as when I saw it on my computer screen.. But I decided to start it anyway and if I felt it wouldn't be right for my recipient then I could always start another piece and keep this one for me or give it to a friend or something. But now that I'm half way through the stitching I'm loving it! I am definately keeping this as my Valentine Exchange piece and I guess I'll just have to stitch it again for myself ;-) I guess some designs are just more pretty stitched than on a photo..
 
posted by Rósa at 23:45, | 6 comments

UFO þriðjudagur vika 13 held ég

þriðjudagur, janúar 03, 2006
Ég er alveg búin að missa það niður hversu margar vikur eru síðan ég byrjaði á þessu UFO verkefni. Í dag var samt þriðjudagur og þá er UFO undir nálinni hjá mér og það var svo í dag, ég náði reyndar ekki að sauma mikið, en eitthvað var það samt þó það sjáist ekki mikið á myndinni.. Ég fyllti upp í gulu blómin fremst á myndinni og byrjaði svo á kaktusnum hægra megin, það er nú ekki komið mikið á hann.

UFO tuesday week 13 or so..

I've completely lost count of how many weeks I'm into this UFO project but today was a tuesday so I stitched on it :-) I didn't get much done, life kept getting in the way, but any progress is good progress ;-) Today I filled up the yellow blobs in the front of the pic and started on the big cactus that is on the right hand side. Like I said, not much but still something :-)
 
posted by Rósa at 23:54, | 7 comments

Vetrardrottningin 4. færsla

sunnudagur, janúar 01, 2006
Núna horfir til bjartari tíðar fyrir Vetrardrottninguna mína! Ég var búin að minnast á það að ég skráði mig í Mirabilia SAL Stitchers klúbbinn, en þar verður drottningin mitt stykki. Ég ætla að reyna mitt besta til að klára hana á þessu ári. Þessi klúbbur verður vonandi lykilatriði í að láta það rætast :-)

Fyrsti dagur SAL-sins var í dag og ég saumaði samviskusamlega í hennar náð og ég held að ég geti bara verið stollt af mér :-)


Ef þið viljið sjá mynd af henni fyrir daginn í dag þá er sú færsla hér.

Winter Queen part 4

I joined Mirabilia SAL stitchers group in an effort to keep my Winter Queen from becoming an UFO. I'm even going to try my best to finish her this year. I'm hoping that the group will be instrumental in keeping me focused on my darling Queen so that she won't slip into the UFO pile.

The first day of the SAL was today and now I'm posting my progress. I am quite pleased because I can see the change and even though it's nothing huge, it's visible :-)

Here is a before pic.
 
posted by Rósa at 22:07, | 5 comments

Gleðilegt nýtt ár!

Seinasta ár færði mér alveg ótrúlega margt sem ég get verið þakklát fyrir. T.d. alla vinina sem ég hef eignast í gegnum saumaskapinn og stuðninginn sem ég fæ frá þeim. Ég saumaði meira á seinasta ári en ég hef gert hingað til. Ég lærði ný spor, nýjar frágangsaðferðir (aðrar en að ramma inn), ég prufaði handlitaða þræði, sprengt garn, handlitað efni, silkigarn, q-snap og margt fleira eflaust. Mér fannst ég voða sniðug og klár áður en ég fann alla þessa nýju hluti. En internetið opnaði þessar dyr allar fyrir mér, án þess væri ég enn óspjölluð í svo mörgu :-D

Ég vil endilega þakka ykkur sem lesið þetta blogg mitt og þið sem kommentið á póstana mína eruð algjört æði. Þið eruð alltaf svo jákvæð og skilningsrík, hjálpsöm og frábær bara í alla staði. Takk fyrir að vera til og fyrir að koma hingað og lesa um saumaskapinn minn. Handavinnufólk er besta fólk í heimi!

Happy New Year!

This past year has brought me so much for me to be thankful for. On the stitching front I'm so grateful for all the friends I've made through blogging about my stitching and the support those friends give me. I've never stitched as much in one year (completed pieces) and I've learnt so much from the wonderful world the internet has opened up to me. I learned new stitches, new techniques, new finishing methods, I tried hand-dyed threads for the first time, over-dyed threads, hand-dyed fabrics, silk threads, q-snaps and so much more. I would still be a virgin in so many things if it weren't for the internet :-D

I'd like to thank all of you who visit my blog, and those who comment. You guys are fantastic, wonderful, supportive and so positive. I'm so grateful you are here but mostly I'm thankful that someone wants to read about my stitching adventures. Stitchers and crafters are the greatest people in the world!
 
posted by Rósa at 18:34, | 1 comments