Til hamingju með afmælið! *edited for pic*

sunnudagur, maí 28, 2006
Abba á afmæli í dag og mig langar svo til að óska henni til hamingju hérna :-)

Ég ætla að kíkja á hana á eftir og gefa henni svolitla gjöf sem ég saumaði handa henni. Um leið og hún er búin að fá hana þá bæti ég þeirri mynd inn á þessa færslu ;-) Hún verður að fá að sjá fyrst!

Birthday wishes

My friends birthday is today, her name is Abba (not named after the band, it's short for Arnbjörg), and I really want to give her a shout out on this blog :-)

I'm going over to her house later and while I'm there (munching on cakes and stuff ;-) ) I'm giving her a gift I stitched for her. As soon as she's received it I'll add the pic to this post ;-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 16:33, | 2 comments

Biscornu

þriðjudagur, maí 23, 2006
Jenna er búin að fá Biscornu púðana sem ég gerði handa henni og sendi til hennar í seinustu viku :-) Ég er yfirmáta ánægð að hún skuli vera ánægð með þá af því ég var soldið óánægð með útkomuna eins og ég hef sagt áður. Annar var alltof stór og hinn var alltof lítill :-D En ég var ánægð með munstrin, bara sá stóri var allt of stór að mínu mati. Sá litli var með Indigo Rose munstri sem heitir Four Little Hearts og ég hef séð að fleiri notuðu það í þessum skiptum en þeir púðar voru flestir með border utan með þessu munstri sem gerir þá púða aðeins stærri. Bara að ég hefði haft vit á því líka :-D

Í öðrum fréttum þá er ég loksins komin úr saumalægðinni, ekki að fullu samt, en þetta er allt í áttina. Ég er byrjuð á vöggusetti handa frænda mínum sem er að fara að eignast sitt fyrsta barn í haust og svo skráði ég mig í RR í Allt í Kross grúppunni og er á fullu að klára minn ferning af því ég sendi hann af stað þann 1. júní til næstu skvísu á listanum. Ég er ca. 35% búin með hann.

Biscornu exchange

Jenna has received the package I sent her last week :-) I'm just so happy she likes the biscornus I made her. Like I said in my letter to her I wasn't happy with the first biscornu coz it was too big in my opinion, even if I did like the design, and the second one (with the Indigo Rose design Four Little Hearts on both sides) was too small. I've seen others have used that design in this exchange and they've all stitched a border outside the design. I just wish I had thought of that too :-D

In other news I've finally beaten my stitching slump, not quite at a 100% yet though, but it's all in the right direction. I started a crib set for my uncle's firstborn baby that's due in the fall and I also signed up for an RR in Allt í Kross group. I'm busy finishing off my square because it's to be sent off on the first of June. I'm about 35% finished with that.

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 14:58, | 6 comments

Afsakið hlé

laugardagur, maí 13, 2006
Ég verð bara að biðjast afsökunar á þessu ófyrirgefanlega hléi á útsendingu undanfarna eina og hálfa viku. Spurning hvort það sé einhver eftir til að lesa þessar setningar :-D Allir farnir annað að finna myndir af saumadóti ;-)

En já, í þessu hléi hef ég gert ýmislegt, aðallega ekkert samt. Ég fór reyndar í bæinn þar sem mér var vinsamlegast bent á það af vinkonum mínum að ég hefði ekkert látið sjá mig í bænum frá í ágúst í fyrra og það var víst óásættanlegt. Sem ég og samþykkti. Þannig að það var brunað í bæinn og farið á Bubba-tónleika og Todmobile ball á Hótel Selfossi. Eða Stelfossi eins og sá staður heitir núna meðal minna vina. Löng saga, en það var sem sagt tösku stolið af vinkonu minni en sem betur fer fengu þjófarnir lítið upp úr krafsinu nema gemsa, meik og eyeliner. Já, og lykla, sem var verra, og hefði mátt sleppa að stela þeim. Taskan fannst aftur.

Þetta er nú það markverðasta sem gerðist. Ég hef ekkert saumað. Ég er opinberlega komin í saumalægð og sér ekki fyrir endann á henni. Það virðist samt hafa lítil áhrif á kaupaæðið.. Sem er soldið skrýtið.. En mér er ekki treystandi til að fara á ONS án þess að setja eitthvað í körfuna (sem ég kaupi síðan ekki því ég má það ekki! Og ég hef ekki efni á því :-D Það er kannski meira það sem stoppar mig). Reyndar gerði ég eina mynd sem ég á eftir að ramma inn og gefa. Engar myndir þar sem manneskjan les þetta blogg eftir því sem ég best veit. Síðan sú mynd kláraðist hef ég ekki haft löngun til að taka upp nál. Ég ætla bara að leyfa þessari lægð að renna sitt skeið, vonandi er þetta bara stutt tímabil.

Sorry for the unexpected absence

I know it's unforgivable to leave without saying anything and I apologize. It will not happen again. Promise. I wonder if anybody still reads this :-D Everybody's gone elsewhere to find pictures of stitching stuff.

In my break from blogging I didn't do much, I went on a pre-weekend trip to Reykjavík (thursday to saturday, only half the weekend, I had work on sunday). My friends pointed it out to me that I hadn't been to visit since the beginning of August last year and that was unacceptable. I agreed and got in my car and drove there. I went to one concert and one dance in Selfoss. My friends bag got stolen with keys and cell phone and beauty products in it. Thankfully she had her plastic fantastic in her pockets, not the bag, so no money was stolen but the stolen housekeys weren't what she bargained for. The bag was found.

I haven't stitched at all lately. I'm officially in a stitching slump which has no end in sight. It does however have no effect on my buying frenzy.. Which is weird.. But I'm not to be trusted to go to an ONS and not put things in the virtual basket (which I don't buy because I'm not allowed yet! And I can't afford :-D Which is more the reason why I empty the basket eventually without buying). I did actually start and finish one design last week but it's a gift so no pics till the receiver has got it. I still have to frame it though and then it's going to it's owner. Since that project I haven't picked up a needle. Have no longing to do so. I think I'm just gonna let this slump take it's course, hopefully it will be a short one.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 09:37, | 4 comments

Monthly Bits

þriðjudagur, maí 02, 2006
Ég elska að fá þessa pakka í hverjum mánuði :-) Sérstaklega núna þegar ég er komin í verslunarstraff! ;-) Maður þarf að finna gleði í einhverju fyrst maður getur ekki smellt á neitt til að setja í stafrænu körfuna..

En já, ég fékk Monthly Bits í dag og mikið er ég skotin í þessu garni sem kom. Svo heita litirnir allir einhverjum frábærum nöfnum, eins og Sunshine Girl, Sunrise, Daffodil (reyndar tveir sem heita það) og Buttercup. Allt voða vorlegt og sætt. En eina sem ég sé að er að þetta eru allt gulir tónar eins og í seinasta mánuði, ég hefði viljað fá meiri tilbreytingu. Það kemur bara næst.

Monthly Bits

I love getting these in the mail every month :-) Especially now that I'm banned from shopping online! ;-) You have to get your pleasures from somewhere when you can't click on anything to add to the virtual basket..

Well, I got the Monthly Bits today and I love, love, love the flosses that came. And the colors are all called great names, like Sunshine Girl, Sunrise, Daffodil (there were two with that name) and Buttercup. All so springlike and cute. But the only thing is it's they're all mostly yellow tones like last month, I would've liked to have more variation from month to month. I guess there's always next month.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 12:53, | 4 comments

Maí og markmiðin

mánudagur, maí 01, 2006
En eins og venjulega byrja ég á að fara yfir apríl.
  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Önnur helgin í mánuðinum. Jamm, ég tók þátt og saumaði Spring Bluebird frá Waxing Moon.
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut á mánuði. Ég saumaði Joyful Santa frá Homespun Elegance. Með Wisper þræði :-)
  • Mirabilia SAL. Ég saumaði í drottningunni um Stitch-a-thon helgina. Gekk bara vel.
  • Margaret Sherry SAL. Ein mynd a.m.k. á mánuði. Nei, ég byrjaði samt en hef ekki verið í stuði til að klára kisann.
  • UFO þriðjudagar. Ég saumaði held ég tvisvar í UFO stykkinu.
  • Woodland Grace SAL. Já, ég saumaði aðeins í því :-)
  • Afmælisleikur Allt í Kross. 16. maí er næsta afmæli, en auðvitað leyndó hver gjöfin verður :-)
  • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Þriðja helgin í hverjum mánuði. Ég tók þátt núna og saumaði í Winter Queen.
  • Biscornu (átthyrndur púði) skipti á SBEBB. Sendingardagur 15. maí. Ég er búin að gera tvo svona púða síðastliðna daga og mér finnst hvorugur virka almennilega fyrir viðtakandann. Kannski sendi ég bara báða :-D
Það lítur út fyrir að mér hafi bara gengið ágætlega í þessum mánuði þrátt fyrir leti og lítið saumastuð.

Þá er það útlit fyrir maí.
  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Önnur helgin í mánuðinum.
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut á mánuði. Full Circle Designs er þema fyrir maí.
  • Mirabilia SAL.
  • Margaret Sherry SAL. Ég ætla að klára kisu og vonandi byrja á næstu mynd á eftir.
  • UFO þriðjudagar.
  • Woodland Grace SAL. Það er nú ekki mikið eftir..
  • Afmælisleikur Allt í Kross. 16. maí!
  • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Þriðja helgin í hverjum mánuði.
  • Biscornu (átthyrndur púði) skipti á SBEBB. Sendingardagur 15. maí.
Þessi mánuður er bara alveg eins og apríl! Kannski er ég að gleyma einhverju!?!

May and goals

It seems I have exactly the same goals for may as I did for april. I think I'm forgetting something but right now I don't remember :-)

Despite me being lazy I've finished the biscornu, actually I've finished two biscornu pillows, and I don't think either one will be good enough. That's usually how I feel about my stitching though, so maybe they're ok. I don't know. I might even send both of them to my recipient just to make up for the inadequateness of each pillow..
 
posted by Rósa at 12:59, | 4 comments