Humarhátíð, prósentur og fleira

fimmtudagur, júní 30, 2005
Í kvöld hefst hin árlega humarhátíð okkar Hornfirðinga. Ég er ekki með dagskrána fyrir framan mig en það er fullt að gerast og það er eitt víst að ég fer á markaðstorgið, það hlýtur að vera meira þar um að vera en á þessum venjulegu markaðstorgum sem eru haldin hérna. Ég meina, það er humarhátíð ;-) Það verður að leggja smá metnað í þetta...

Úti rignir og það er kalt, fullkomið veður til að sitja bara inni og sauma með ofnana hátt stillta. Það er einmitt planið fyrir kvöldið, hann Valgeir fyrrverandi stuðmaður nær ekki að heilla mig nóg með þessum tónleikum sem eru í kvöld og eru fyrsta atriðið á humarhátíðinni.

Ég heillaðist algjörlega af þessum prósentum sem eru á blogginu hennar Sonju og ákvað að stela hugmyndinni :-) Fann reyndar aðra útfærslu á þessu dóti hjá þessum karli og nú sést hérna til hliðar hvernig mér gengur með verkin mín. Reyndar er þetta ekki allt sem er í gangi hjá mér, en þetta eru þau sem ég er að einbeita mér að í bili. Vonandi að ég muni svo eftir því að uppfæra þetta :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 18:28, | 2 comments

Tíðindalítið..

miðvikudagur, júní 29, 2005
Dagurinn í dag er búinn að vera ansi langur. Ekki að ég hafi vaknað fyrr en venjulega, heldur hefur hann bara verið lengi að líða og erfiður. Ég hef ekki náð að sauma neitt af viti, ég greip aðeins í Leyni-SALið en náði ekki að festast í því þannig að ég fór að sauma í Erlu-RR. Sú mynd átti betur við mig núna. Mér sýnist ég vera búin með ca 95% af krossunum í henni þannig að þetta rokgengur eins og mamma segir stundum :-)

Kannski er ég bara búin að sauma of mikið undanfarið, það var svo gaman að gera Sveinka og mikið gaman þegar hann var tilbúinn og svona flottur líka, það skemmdi ekki fyrir ;-) (Ha, ég, montin? Getur ekki verið ;-) ) Ætli ég sakni hans bara ekki, nú er hann í umslagi á pósthúsinu að bíða eftir að vera sendur til úglanda, kallgreyið. Talandi um það, þá ákvað ég að senda pakkann í ábyrgð, fannst það vissara.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:21, | 0 comments

Jólasveinninn tilbúinn!

þriðjudagur, júní 28, 2005
Loksins, er þetta ekki fínt hjá mér? Miðað við að ég hef aldrei gert svona jólaskraut áður þá er ég rosalega stollt af sjálfri mér. Ég kláraði afturstinginn á bakhliðinni núna áðan og saumaði framhliðina og bakhliðina saman. Voila! Þá er þessi pakki tilbúinn til að fara á morgun.

Nú ætla ég að einbeita mér að því að klára RR-inn hennar Erlu og auðvitað Mill Hill kittið. Svo á maður auðvitað eftir að byrja á einhverju skemmtilegu, svona stundargamni eins og þessi jólasveinn var :-)

Og hver veit nema ég skreyti með heimatilbúnu jólaskrauti í ár! ;-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 21:29, | 5 comments

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn

Ætlar að koma í kvöld...

Eða ekki :-) Ég kláraði samt einn svoleiðis í kvöld... Í gærkvöldi langaði mig að gera eitthvað og ég nennti ekki að gera Mill Hill kittið og ekki Leyni-SAL og ekki neitt eiginlega sem er í gangi þannig að ég byrjaði bara á nýju! :-D Já, ég veit, en það er bara svo gaman að byrja á nýju.

Þetta nýja verkefni var sem sagt þessi jólasveinn sem er hérna til hliðar. Ég ætla að gera hann að jólaskrauti og senda til Ameríku. Ég nefnilega er að taka þátt í skiptum þar sem tilgangurinn er að senda leynifélaganum sínum jólatengt krosssaumsdót. Það sem ég mun senda er þessi jóli og brauðklútur sem er með áprentuðu munstri. Það er snjókall í hornunum og svo eru vettlingar og snjótengt dót í hliðunum. Rosalega sætur brauðklútur sem á eftir að sauma samt. Svo sendi ég líka lítið jólaskrautkit frá Permin, svona sem maður er bara eina kvöldstund með. Í pakkanum verður líka annað jólaskraut, það er lítil kisa sem er að faðma jólakúlu. En jólasveinninn minn er aðalstykkið (ég er ofsalega stollt af honum :-) ) og hann er saumaður í pappír :-) Hann er sem sagt fyrsta stykkið sem ég klára í pappír. Montið er alveg að fara með mig ;-)

Svo ætla ég að setja á bakhliðina nafnið mitt, nafnið hennar, nafnið á skiptunum og ártalið þannig að konan sem fær þetta mun alltaf vita hvaðan og hvers vegna hún fékk Sveinka kallinn. Það ætla ég að gera með aftursting í pappa og svo sauma það við bakið á kallinum til að fela bakhliðina. Ég vona að þetta komi vel út.

Það á eftir að klippa aðeins til í hliðunum á kallinum, gera hann aðeins sætari en ég held að það sjáist alveg hvað hann er flottur :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 00:28, | 0 comments

Árangur dagsins

sunnudagur, júní 26, 2005
Ég held ég sé hætt í bili að sauma í Mill Hill pappírsmyndinni. Mikið rosalega finnst mér samt gaman að sauma hana! Sérstaklega skrýtið eftir að ég gafst upp á henni um daginn, en núna finnst mér hún svo flott að ég get varla hætt!

En ég ætla að gera eitthvað aðeins í Round Robin sem ég er með til að friða samviskuna. Ég hef reyndar mánuð til stefnu til að klára hana en þegar maður er að gera svona fyrir aðra þá vill maður ekki vera á seinustu stundu. Myndin sem ég er að gera í honum er reyndar alveg rosalega skemmtileg líka. Þema þessa RR er bútasaumsteppi og ég er strax búin með teppið og er að gera handriðið og það sem er í kring. Sé fram á að vera fljót með þessa mynd :-)

Þetta er fyrsti Round Robin sem ég tek þátt í og mér finnst þetta ótrúlega gaman. Synd að hafa ekki verið búin að finna svona félagsskap fyrr! Ég á pottþétt eftir að gera meira af Round Robins í framtíðinni.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 17:30, | 0 comments

Saumað í pappír

Ég byrjaði á þessari mynd fyrir nokkrum vikum en hálfgafst upp af því að ég kunni ekki almennilega á þetta. En í gærkvöldi ákvað ég að prufa aftur og viti menn, þetta gekk bara alveg ágætlega í þetta skiptið. Kannski ég verði bara háð svona áður en langt um líður ;-)

Þetta er kit frá Mill Hill og heitir Bee Square. Þetta eru 4 býflugnabú og það eru notaðar perlur og tölur og alls konar spor sem ég hef ekki gert áður svo ég muni til. En það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona sem maður hefur ekki gert áður til að halda saumaskapnum ferskum. Ef maður er alltaf að gera það sama þá verður maður bara leiður og missir áhugann. Það er svo margt sem mig langar að gera að ég vil alls ekki missa hann...
 
posted by Rósa at 12:44, | 0 comments

Britty Kitties

laugardagur, júní 25, 2005
I Love My Cat
Þetta er það sem ég kláraði síðast. Tók eina kvöldstund og ég hef í hyggju að búa til lítinn púða úr þessu. Ætla að hafa svona Cording í kringum myndina. Eða það er planið, ég hef aldrei búið til svona cording dæmi en langar að læra það.

Þetta munstur er úr bækling frá Brittercup Designs sem heitir Britty kitties og það eru tvær aðrar myndir í honum líka, ásamt 2 charm. Er ekki viss hvað það heitir á íslensku. En þessi charm eru fyrir hinar myndirnar tvær.

Ég á líka Britty kitties II sem hefur 3 myndir í viðbót, og þar á meðal er ein sem segir Cats in charge here. Ég ætla tvímælalaust að gera þá mynd og búa til púða úr henni. Kettirnir mínir ráða hvort eð er öllu hér á heimilinu og það er ágætt að hafa það alveg á hreinu :-) Saumað í java er næstum eins og skrifað í stein..

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:04, | 3 comments

Myndasíða

Ég er í litlu saumaskapi í dag þannig að ég hef verið á fullu að taka myndir af því sem ég er búin með. Líka því sem situr ofan í skúffu og bíður þolinmótt eftir því að eigandinn sýni miskunn og rammi það inn.

Alla vegana, þá er ég búin að setja myndir inn á Yahoo! myndasíðuna mína og þið megið endilega kíkja. Þið eruð ávallt velkomin :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 14:47, | 0 comments

Bloggað um útsaumsáráttuna

fimmtudagur, júní 23, 2005
Ég hef ákveðið að tileinka útsaumsgyðjunni þetta blogg mitt og reyna þannig að biðla til hennar um meiri hæfileika, getu, orku og metnað í verkefnum mínum sem falla undir hennar málaflokk.

Eða kannski er maður bara að þessu til að monta sig yfir þeim verkefnum sem manni tekst að klára! Nú eða að reyna að fá smá yfirsýn yfir þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni ;-) Hvernig sem það nú tekst hjá manni! :-D

Til að byrja með verður nú kannski ekki mikið um dýrðir hérna, en það er aldrei að vita hvernig þetta verður í framtíðinni ef maður nær að halda sér við áætlunina. Eins og það sé einhver áætlun í gangi...

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 13:57, | 1 comments