Útsaumshorfur í Mars

þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Fyrst er það yfirferð febrúarmarkmiða:
 • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Ég tók þátt í þessum mánuði og þótti gaman, ætla að halda áfram í því. Þetta er 2. föstudag í hverjum mánuði. Jú, jú, ég tók þátt og sameinaði við næsta atriði á listanum. Saumaði jólaskrautsmynd :-)
 • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut í mánuði, gæti ekki verið auðveldara. Einmitt :-D
 • Lottery Exchange á SBEBB. Klára stykkið og bíða eftir leiðbeiningum hvert á að senda það :-) Ég er búin að klára mitt stykki :-)
 • Mirabilia SAL. Auðvitað :-D Já, ég hef saumað einu sinni í henni í mánuðinum. Þarf að bæta það.
 • Margaret Sherry SAL. Ein mynd a.m.k. á mánuði. Hálf? Er það nóg?
 • UFO þriðjudagar. Snilldarhugmynd :-) :-) Algjör snilld!
 • Afmælisleikur Allt í Kross. Jamm, þetta er skemmtilegur leikur :-D
 • Woodland Grace SAL með Sonju? Sonja er byrjuð og ég er aðeins búin að sauma smá rautt. En mánudagar verða uppfærsludagar.
Þá eru það horfur fyrir Mars.

 • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Önnur helgin í mánuðinum.
 • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut á mánuði.
 • Mirabilia SAL. Auðvitað :-D
 • Margaret Sherry SAL. Ein mynd a.m.k. á mánuði.
 • UFO þriðjudagar.
 • Woodland Grace SAL.
 • Afmælisleikur Allt í Kross. Næsta afmæli er reyndar í Maí en það er aldrei of snemmt að byrja að spá :-)
 • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Ég sé að þetta eru einu skiptin sem ég sauma eitthvað í Vetrardrottningunni, best að halda í það þá :-D Þetta er þriðju helgina í hverjum mánuði.
 • Nálarúlluskipti á EMS Board.
Þessi mánuður verður bara skemmtilegur.

March goals

I've signed up for a needleroll exchange on EMS board and Woodland Grace SAL with Sonja is taking off. I'm going to hold on to my other SAL's and UFO tuesday since I feel those are working out very nicely. I didn't have a lot of time stitching this month (especially at the end of February) but I think things are looking up in March.
 
posted by Rósa at 15:24, | 0 comments

Valentínusargjöfin mín er komin heim :-)

mánudagur, febrúar 27, 2006
Og ekkert smá flott gjöf! Christine Doyle var sú sem sendi mér, og hún bjó til rosalega sætan poka úr flaueli og mikið rosalega er þetta mjúkt og æðislegt! Ég er svo skotin í myndinni sem hún saumaði líka. Ég á eflaust aldrei eftir að tíma að nota þetta því þetta er svo mjúkt og sætt og ég vil ekki skemma neitt.

Hún sendi líka hjarta sem ég ætla sennilega að láta hanga inn í eldhúsi. Það er voðalega góð lykt af því en lyktin minnir mig pínu á jólin af því mamma var vön að baka sýrópskökur sem eru með nákvæmlega sömu lykt :-D Svo sendi hún líka hjartalaga límmiða. Voða sæta :-)

Já, þetta var sko ekki eina sem kom til mín í póstinum í dag! Ég fékk líka pöntunina frá Superbowl útsölunni hjá Silver Needle en ég varð fyrir smá vonbrigðum, ég nefnilega fékk bara þrennt af því sem ég pantaði :-( En ég fékk þó Snjókalla-nálarúlluna :-D Það hefði verið hræðilegt að fá það ekki. Mestur hluti pöntunarinnar er það sem Abba pantaði :-D Hún kannski sýnir ykkur hvað hún fékk í kvöld, hún er nefnilega að vinna núna :-)

My Valentine's exchange has come home to me :-)

And it's such a nice gift! Christine Doyle was my gifter and she made this awesomly cute bag made of velvet and it's so soft and wonderful! I like the design she chose very much. I will probably never use this bag coz it's so soft and fluffy and nice and I don't want to ruin it.

She also sent a smelly craft heart (her words :-D) that I'm probably gonna have hanging in the kitchen. It's smells so nice, it's like christmas though coz my mom used to make cookies that smelled like that :-D I also got some cute heart stickers. Very cute :-)

Well, that wasn't the only thing in the mail for me today! I also got my order from Silver Needle's Superbowl Sale. I did get a little disappointed coz I only got three of the things I ordered :-( But I did get my Snowfall Needleroll :-D It would've been horrible not to get that one. Most of the package belongs to my friend, Abba :-D Maybe she's going to show off her stuff tonight, she's working right now :-)

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 10:34, | 7 comments

Lottó stykkið mitt!

sunnudagur, febrúar 26, 2006
Ég skráði mig í Lottó skipti á SBEBB fyrir löngu síðan og var búin að sauma mynd sem ég ætlaði að klára í eitthvað en ég vissi aldrei alveg hvað ég ætlaði að búa til úr því.. En þar sem fresturinn til að taka þátt er að renna út varð ég að fara að koma þessu frá mér og ég ákvað að búa til púða til að festa við skærin, svokallað scissor fob. Ég veit ekki hvað þetta heitir á íslensku en ég sem sagt kláraði mitt fyrsta svona stykki í dag :-D

Ég byrjaði á því að gera afturstinginn í kringum myndina, svo saumaði ég miðjuna saman að aftan og þá var komið að því að nota afturstinginn sem ég var búin að hafa svo mikið fyrir. Ég notaði bara DMC 898 til að festa perlurnar á en það var liturinn sem ég notaði í afturstinginn. Um leið og ég setti perlurnar á lokaði ég götunum og þegar ég var næstum búin með seinna gatið fyllti ég púðann af hrísgrjónum. Svo lokaði ég og kláraði að setja perlurnar á og faldi þráðinn :-) Þetta var svo lítið mál að ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert þetta fyrr!

Þessi mynd var freebie frá Full Circle Designs og ég saumaði hana í óþekkt evenweave sem ég fékk frá Silkweaver Grab bag. Ég notaði DMC garn og perlurnar eru frá Mill Hill, litirnir heita Frosted Heather Mauve og Dark Basil. Ég notaði DMC garn til að gera cording band til að henga fobið á skærin og valdi svo perlurnar úr saumadótinu mínu til að passa við það.

My Lottery piece!

I signed up for the Lottery Exchange on SBEBB ages ago and even finished the stitching part in January but I wasn't quite sure what to finish it into. Because the deadline is fast approaching I decided to make a scissor fob. I'm not sure of the name of it in Icelandic but nevertheless I finished my first one today :-D

I started with the backstitching around the design, then I sewed the middle together at the back and then it was time to use the backstitching I'd had stitched before. I used DMC 898 for that as well as adding the beads. At the same time as I was adding the beads I closed up the gaps and when I was almost done with the second one I filled the fob with rice. Then I closed it and finished the beading and hid the thread :-) It was so easy I'm embarrassed I didn't do this earlier!

This was a freebie from Full Circle Designs and I stitched it on a mystery piece of evenweave I got from a grab bag at Silkweaver's. I used DMC threads and the beads are from Mill Hill, one is frosted heather mauve and the other is dark basil. I made the cording hanger with DMC I used in the design and the beads I chose from my stash to match the hanger.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 16:15, | 6 comments

Þreyta

laugardagur, febrúar 25, 2006
Ég hef ekki saumað eitt spor í fjóra daga! Hvað þá tvö.. Ég er nefnilega búin að vera að vinna þvílíkt og hef verið svo þreytt þegar ég hef komið heim að ég hef ekki haft orku í að taka upp saumadótið þó mig hafi alltaf langað það.. Þannig að andinn er viljugur en ekki restin :-(

Í öðrum fréttum skrapp ég til Seyðisfjarðar í dag. Stoppaði aðeins á Egilsstöðum og keypti mér m.a. storkaskæri :-) Mig hefur langað í svoleiðis í þvílíkt langan tíma en alltaf frestað því að kaupa þau en á Egilsstöðum voru þau á svo góðu verði að ég gat ekki látið það fram hjá mér fara. Svo keypti ég líka Country Cross Stitching blað með fullt af stafrófum. Svaka sætt blað sem ég á vonandi eftir að nota eitthvað. Þó ekki væri nema stafrófið :-D

Þá keypti ég líka litla bók sem ég ætla að nota í framtíðinni sem verkefnabók. Þ.e. ég ætla að skrifa inn í hana hvaða saumadót ég er að vinna með og hvaða þræðir og efni fara í það svo ég gleymi því ekki, og líka bara til að geta skoðað eftir einhvern tíma og sjá hvað ég hef virkilega verið að gera. Fyrst ætla ég samt að skrifa í hana þau WIP sem ég er með sem og UFO stykkin sem bíða athyglinnar. Þetta verður fjör :-)

Svo var ég soldið dugleg á hægra smellinu í dag.. Keypti ýmislegt sem ég hef hugsanlega engin efni á, en það var bara á svo góðu verði!! A.m.k. eitt af því!.. Þetta er náttúrulega bara sick!! Er ekki til eitthvað hópastarf til að draga úr löngun í saumadót!

Tired

I haven't stitched for four whole days! I've been working like a dog and I've been so tired when I've gotten home that even if I wanted to I just couldn't find the energy to work on my projects.. The spirit is willing but the rest is not :-(

In other news I drove to Seyðisfjörður today (first day off in a fortnight). Stopped in Egilsstaðir and bought me a pair of stork scissors. I've been wanting to get me one of these in a while but always delayed getting them. They were so cheap though that I just had to buy them today. I also got a Country Cross Stitching mag that had lots of alphabets in it. Really cute mag that I hope I'll use someday :-) Even if it was only to use the alphabets!

I also got me a little notebook that's going to be a project book in the future. I'm going to write in it everything I stitch and the details of each project. Like the fabric, fibers, designer and such.. I really want to remember this stuff and to look at it at some point in the future and see what I was doing and for whom and so on.. First though, I'm going to write down in it the WIP's I've got going on as well as the UFO's waiting for attention. This is going to be awesome :-D

I also must admit that the clicky finger has been working overtime today.. I bought some stuff that I potentially don't even afford, but the price was just too good to be true! Even with shipping.. Well, at least one of the things I got was cheap!.. This is just sick!! There must be some kind of help group out there for people trying to curb their desire for stitching stash! There just has to be! (this is a cry for help!)
 
posted by Rósa at 22:36, | 4 comments

Jibbí!!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Valentínusargjöfin hennar Julie er komin á áfangastað! Ég sá það á blogginu hennar núna áðan og ég gæti ekki verið ánægðari að hún skuli vera búin að fá pakkann sinn. Ég sendi hann 1. febrúar þannig að hann tók góðar 3 vikur í að koma sér til skila! Ég var orðin ansi áhyggjufull en allt er gott sem endar vel og Julie segir á blogginu sínu að hún sé ánægð með nálabókina sína og það gleður mig mjög :-) Bangsinn á myndinni vildi fylgja með í pakkanum og ég leyfði honum það :-) Kannski hann sé orsök þess hve langan tíma pakkinn tók á ferðalaginu sínu.. Honum hefur langað til að skoða heiminn! :-D

Þetta er sem sagt eftir munstri frá Sweetheart Tree sem heitir Sweet Valentines og saumað í hör sem ég keypti af Ágústu í fyrra :-)

Yippie!!

Julie's Valentine Exchange has been delivered to her! I saw it on her blog just now and I couldn't be happier that she's finally gotten her gifts. I sent it off on February 1st which means it took 3 weeks to get there! I was so worried that it was lost but all is well that ends well and Julie says on her blog that she's happy with her needlebook so I'm happy too :-) The little teddy bear really wanted to go with the Valentine's exchange and I let him :-) Maybe he's the reason the package took so long on it's travels.. He wanted to see the world! :-D

The design is from The Sweetheart Tree, it's called Sweet Valentines and I stitched it on some linen I bought from Ágústa last year :-)
 
posted by Rósa at 16:35, | 7 comments

UFO þriðjudagur og 12 dagar jóla

þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Ég saumaði aðeins í UFO verkefninu í kvöld eftir vinnu og eftir að ég var búin að snæða þetta líka frábæra salat sem ég útbjó handa sjálfri mér :-D Snilld! En, já þetta er saumablogg og því skulum við einbeita okkur að útsaumnum.. Ég náði að klára himininn alveg í kvöld. Bara gott mál.

En ég saumaði ekki bara í UFO í dag, heldur líka Margaret Sherry 12 dagar jóla. Ég tók það verkefni með mér í vinnuna og saumaði aðeins í því í dauða tímanum mínum og líka í kvöldmatnum af því að það var svo stutt þar til ég færi heim að borða snilldar salat :-D Ég er kannski hálfnum með blessaðan svaninn. Það sést ekkert mikið á þessari mynd enda er mest hvítt sem ég er búin með en þið kannski rýnið í þetta :-)

UFO tuesday and 12 days of Christmas

I stitched a bit on my UFO project tonight after work and after I had dined on the finest salad I made myself :-D Pure genius! But this is a stitching blog so let's get focused on the stitching part of that sentence.. I completely finished the sky of the scene tonight. Which is a good thing.

But that's not the only thing I stitched on today, I also worked on Margaret Sherry's 12 days of Christmas. I took that one with me into work and did a little on it during my breaks and at my dinner time too. Then it would be only 40 mins till I'd get home to dine on my genius salad :-D I'm maybe halfway done with the swan. This photo doesn't show much coz most of the stitches are in white but maybe you can see it if you look real close :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:22, | 2 comments

Vetrardrottningin færsla 8

sunnudagur, febrúar 19, 2006
Um þessa helgi var Stitch-a-thon á Friends Gather BB sem ég ætlaði að taka þátt í. Ég vissi nú að ég myndi ekki sauma mikið í gær enda var undankeppnin í sjónvarpinu og ég horfði að sjálfsögðu á það. Í kvöld ákvað ég þó að grípa í Vetrardrottninguna mína, sem var það verkefni sem ég valdi að vinna í þessa helgi enda langt síðan ég gerði eitthvað í henni (tvær vikur..)

Hárið var eina svæðið sem ég vann í, en ég er búin að ákveða að reyna að klára andlitið alveg af áður en ég held aftur niður í kjólinn. Þetta er ekki mikið enda var ég bara að sauma í kvöld, hérna er seinasta mynd af andlitinu. Ég var svo þreytt þegar ég kom heim úr vinnunni að ég var alveg búin á því. Er reyndar enn soldið þreytt og ætla því snemma í rúmið í kvöld. Ekki veitir af, ég tek aukavaktir í vikunni fram undan og sé ekki fram á frídag fyrr en á laugardag.

Winter Queen part 8

This weekend was Stitch-a-thon weekend over on Friends Gather BB. I made a commitment to stitch on my Winter Queen, but because the national finals for Eurovision were on tv last night I knew I wouldn't stitch much then. Tonight I did manage to stitch a few threads in my beautiful Queen and because I had decided to focus on her head I stitched on her hair. I plan to finish that before going back down to her dress. Here's the last progress pic.

When I got off work today I was so tired I was thinking I might ditch this all together, but I'm glad I didn't. But because I'm still tired I don't think I'll do more tonight. I'm going to bed early (midnight is early for me..) I need all the energy I can get, I've got so many extra shifts this coming week and don't foresee a day off till saturday.
 
posted by Rósa at 23:40, | 4 comments

Hamingjusöm fjölskylda..

miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Ég ákvað að pósta þessu hérna, af hverju veit ég ekki en þið hafið kannski gaman af þessu :-)

Á þessari mynd er Maja, kisulóran sem var að eignast fjóra kettlinga á mánudaginn, og með þeim í kassanum er Brandur, hálfstálpaði kettlingurinn minn. Hann verður ársgamall í maí, en hann er búinn að vera svakalega forvitinn um kettlingana síðan á mánudag og núna í kvöld fann ég hann ofan í kassanum að þrífa kettlingana! Stuttu síðar vildi Maja greyið komast að til að gefa þeim að drekka en hann Brandur hreyfði sig ekki þannig að Maja þurfti að troða sér þarna ofaní einhvern veginn.. Samt fór Brandur ekkert og þá ákvað ég að festa þetta á stafrænt form. Hann er enn ofan í kassanum og lætur eins og hann sé mamma þeirra eða eitthvað..

One happy family..

I decided to post this pic here, why I'm not sure, but maybe you'll enjoy this :-)

In this photo you see Maja, my female cat who gave birth to four kittens this monday. In the box with them is Brandur, my almost grown up kitten. He'll turn a year old in May, but since the birth he's been so curious about the kittens and I've found him sneaking around the box before. This evening I found him in the box cleaning the kittens! Shortly after that Maja wanted to get in there to feed the little ones but Brandur wouldn't move so she squeezed herself in there.. Brandur still wouldn't move and then I decided to take the picture. He's still in the box acting like he's the kittens mom or something..

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 20:49, | 10 comments

UFO þriðjudagur (kominn tími til)

þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Á þriðjudögum á ég það til að sauma í UFO-verkefninu mínu :-) Reyndar hef ég verið ansi löt undanfarið við að fylgja skemanu mínu en það byrjaði allt þegar ég varð veik þarna um daginn. Ég held samt að ég sé núna komin í stuðið og ákvað því að taka upp Window To The West (sem er sko UFO-stykkið mitt) og sauma smá í það. Í þetta skiptið saumaði ég í himninum og viti menn, ég náði út í enda á hægri hliðinni :-D Jibbí fyrir mig!

Um daginn var ég spurð í kommentunum hversu stór þessi mynd er. Ég biðst afsökunar á að vera ekki búin að svara þeirri spurningu, ég er rosalega gleymin þegar ég blogga og man yfirleitt aldrei eftir því sem ég ætla að skrifa þegar ég er komin í gang. Alla vegana þá eru þetta rúmlega 160x90 krossar eða 32 x 24 cm. Með ámálaða skrautinu í kring er myndin 42 x 34 cm.

Hér er svo seinasta færsla um UFO stykkið.

Og á meðan enn er tími til, gleðilegan Valentínusardag :-)

UFO Tuesday (about time)

On tuesdays I sometimes stitch on my UFO project :-) I've actually been very lazy lately following my routine/rotation but that laziness began after I got sick the other day. I think I'm in the zone now though and therefor I decided to pick up Window To The West (which is my UFO piece) and stitch a little on it. This time I was working on the sky and actually managed to reach the right edge of the design! :-D Yay for me!

The other day I was asked in the comments how big this picture is and I'm sorry for not answering sooner, I'm terrible with remembering what I am blogging about once I've started typing. But to answer that question (at last) this design is about 160 x 90 crosses or 32 x 24 cm. That's 13 x 10 inches. The whole thing (with the border artwork) is 42 x 34 cm. Or 17 x 14 inches.

Here's my last post on the UFO project.

And while I still have time, happy Valentine's Day :-)
 
posted by Rósa at 23:25, | 1 comments

Kisinn í glugganum

sunnudagur, febrúar 12, 2006
Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og taka þátt í 24hr Challenge á Friends Gather BB og reyna að sauma jólaskraut á þeim tíma og þannig taka líka þátt í Ornaments with KarenV. Ég byrjaði á blessuðum kisanum í gær og kláraði núna í hádeginu. Það var mikið saumastuð hérna í gær, enda sat ég og saumaði frá því rúmlega eitt eftir hádegi til ca. miðnættis. Reyndar voru þónokkrar pásur þarna, sérstaklega til að skreppa í búð og borða og auðvitað klósettferðir.. Þær eru nauðsynlegar :-D

Það eina sem var eftir að gera þegar ég hætti í gærkvöldi var að gera afturstinginn í kringum köttinn, en ég settist niður núna áðan eftir vinnu og kláraði hann af. Það tók ekki nema 25 mínútur. Ég á alltaf svo erfitt með að ákvarða tíma sem tekur að gera aftursting, mér finnst alltaf að ég verði lengur en ég er í raun og veru. Kannski þess vegna sem mér finnst afturstingur oftast skemmtilegur :-)

Þetta skraut heitir Cat in Window og er hannað af Ursulu Michaels og var í Just Cross Stitch jólaskrautsblaðinu frá 2004. Ég saumaði það á 28ct Cashel Linen sem er ljósblátt á litinn (kallast Little boy blue, svaka sætt :-) ) með DMC og Kreinik very fine braid. Allt eins og munstrið kallaði eftir.

Kitty in the window

I decided to get two flies with one stone and take part in this weekends 24hr challenge on Friends Gather BB and stitch an ornament in that time frame for Ornaments with KarenV (on the same BB). I started the kitty yesterday and finished just now. I was stitching all of yesterday, from approx. one pm till midnight. There were a couple of breaks in there though, I went to the shop, ate dinner and of course I went to the bathroom a few times. Those breaks are essential :-D

The only thing left to do when I quit last night was the backstitching on the kitty, but I sat down after work today and got that finished. That only took about 25 minutes, I thought it would be more. I can never guess how long backstitching takes me, I always assume more time than it actually is. Maybe that's why I like the backstitching most of the time :-)

This ornament is called Cat in Window and is designed by Ursula Michaels. It was in JCS 2004 ornament issue. I stitched it on 28ct Little boy blue Cashel Linen with the DMC and Kreinik very fine braid that was required. Sorry that I haven't ironed it.. I was just so happy to have it finished on time :-)

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 12:46, | 5 comments

Fimm ávanar

föstudagur, febrúar 10, 2006
Ég var klukkuð af Lindu og ég hef spáð aðeins í þessu og er næstum viss um hvað ég á að telja upp.

 • Saumaskapurinn. Ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki saumaskapinn til að róa mig og halda mér á jörðinni.
 • Kisurnar mínar. Það er yndislegt að koma heim úr vinnu eða einhverju og það kemur alltaf einhver til að taka á móti manni og til að leyfa manni að knúsa sig :-D
 • Tölvan mín. Þessi ávani er nú bæði góður og slæmur. Í gegnum tölvuna hef ég kynnst fullt af fólki með sömu áhugamál og lært ýmislegt sem ég annars hefði ekki lært, en á hinn bóginn þá er ég alltof mikið í tölvunni. Ég gæti afkastað svo miklu meira ef ég væri ekki svona mikið í tölvunni :-/
 • Mamma. Samband okkar er frekar flókið, en ég býst við að sambönd dætra við mæður sínar séu það oft. Ég veit það bara að ég er afskaplega þakklát fyrir að hún er mamma mín :-)
 • Nammi. Ég er nammigrís. Sko, ég get viðurkennt það :-D Þetta er samt ávani sem ég verð að vara mig á.
Jæja, ég veit ekki hvað ég á að klukka marga en ef ykkur langar að svara þessu þá bara um að gera :-) Segið mér svo endilega frá því svo ég geti lesið :-D

5 habits

Linda tagged me and after some consideration I've decided these are my answers.

 • My stitching. I don't know what I'd do if I didn't have my stitching to keep me grounded and calm.
 • My cats. It is wonderful to come home and there's always someone to greet you and let you cuddle them :-D
 • My computer. This habit is both good and bad. I've gotten to know some amazing people through it and learned some pretty awesome things but on the other hand I do spend an aweful lot of time on it. I could do so much more if I didn't spend all this time on the computer :-/
 • Mom. Our relationship is kinda complicated but I guess mother-daughter relationships are that a lot of the time. I just know that I'm pretty grateful that she's my mom :-)
 • Candy. I love candy. I've got the biggest sweet tooth. I can admit it but I need to keep an eye on this habit of mine..


I haven't tagged anyone, but if you want to answer this, go ahead and please tell me so I can read it :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:34, | 0 comments

Snjókalla RR kominn heim :-D

Ég er þvílíkt hamingjusöm :-) Linda var ekkert smá snögg að sauma þennan æðislega snjókall. (afsakið myndagæðin, eða skort þar á) Mér finnst hann svo sætur. Þeir eru allir sætir, reyndar finnst mér minn einna sístur, mig langar soldið til að sauma annan bara af því að hinir eru svo flottir.

Svo er hérna mynd af öllum snjóköllunum í röð.

Fyrsti er minn, svo kemur Fionu, þá Becky og síðast en ekki síst, Lindu snjókall :-)

Snowman RR comes home

I'm so happy :-) Linda stitched this cute snowman so quickly, she's amazing :-) (sorry for the poor pictures) I just love this adorable little snowman. In fact they're all so cute, I think the one I stitched is the least one of the lot. I kinda feel like stitching another one for this RR coz the others are so pretty and nice.

In the small pic you can see all the squares. From the left there is mine, Fiona's, Becky's and Linda's :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 12:22, | 5 comments

Hvenær verð ég milli?

miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Fann þessa snilld á blogginu hennar Dagnýjar Ástu. Tær snilld! Einfaldlega af því ég gæti alveg trúað mér til að fara og kaupa alla iPod sem til væru ef ég væri milli :-D
You'll become a millionaire on:
Tuesday February 7th, 2017
money!
What's the first thing that you'll buy?
Every possible version of the iPod
Take this quiz at QuizGalaxy.com
 
posted by Rósa at 16:09, | 1 comments

Stjörnumerkja - Cattitudes

þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Það er soldið síðan ég skráði mig í Round Robin sem hefur þetta þema, Zodiac Cattitudes. Ég var eiginlega búin að gleyma því þegar sú sem er með hann (það er bara eitt stykki í gangi og allir sauma á það) hafði samband við mig og spurði hvort ég væri enn til í að sauma einn ferning. Ég er sú fyrsta sem fæ stykkið í hendurnar og ég notaði það sem tækifæri til að sauma Ljónið :-) Ég er sko ljón þannig að það var bara gaman að fá að sauma það. Þessar myndir eru allar gerðar af Margaret Sherry og voru í Cross Stitcher blaðinu fyrir einhverju síðan (tveim árum?).

Er idda ekki sætt?

Zodiac Cattitudes RR

It was ages ago that I signed up to be a stitcher on this RR and had actually forgotten about it when the organizer and owner of the RR asked me if I was still up for it. I told her I was and I got the RR in the mail last week and now I've finished the Leo. I'm a leo myself so it was perfect for me to do him (I'm the first person to get the RR so I could choose anything). These darlings are designed by Margaret Sherry and were published in Cross Stitcher magazine a while ago (2 years ago maybe?)

Isn't it the cutest thing ever?

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:39, | 9 comments

Kortaskipti

mánudagur, febrúar 06, 2006
Viðtakandi kortsins míns fékk kortið sitt fyrir helgi þannig að ég get sýnt blessað kortið hér. Ég fékk kortið sjálft í skiptum í fyrra frá Harsha :-D Ég held að þetta kort og myndin passi bara vel saman.

Svo fattaði ég að ég er ekkert búin að sýna blessað kortið sem ég fékk :-) Það fékk ég frá ungri stúlku í Bretlandi en kortið er svakalega sætt :-) Ég elska túlipanana og vasann.

Card exchange

The card I made has reached it's owner and now I can safely post a pic. I got the card itself in an exchange last year (my gifter was Harsha :-D) I really liked the card and I think it looks good with this design.

I realized that I haven't showed the card I got in the last part of the card exchange so I post a pic of that as well. I got it from a girl in Britain. I love the vase and the flowers. So cute.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:33, | 0 comments

S.E.X.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Ójá, ég var að fá pöntun frá Stitching Bits and Bobs og líka Monthly Bits frá þeim (það fyrsta). Ég er tótallí í sjöunda himni með þetta allt. Ég pantaði nokkur munstur, allt nálarúllur :-D og svo var það garnið í mánaðarklúbbnum. Svo fékk ég eitt kit sem ég ætla að sauma handa vinkonu minni í afmælisgjöf. Hún er búin að eiga afmæli, en ég vil samt ekki segja hvað það er strax. Þetta er leyndó! :-)

Nálarúllumunstrin sem ég fékk voru:
Calico Crossroads - Furever Needleroll
Lavender Wings - Planted Hearts Needleroll
Lavender Wings - With Thread in Hand (with charm)

Gott mál! Hlakka ekkert smá til að byrja á þessu öllu.

S.E.X.

Oh, yeah! I just got my order from Stitching Bits and Bobs and also the montly bits (my first one) from them. I'm in seventh heaven right now. In my order I got some charts, all needlerolls ;-D I've fallen completely for these beautiful things. These three (furever needleroll, planted hearts and with thread in hand) are so pretty. I just can't wait to start them. I also got a kit I'm making for a friend's birthday. I don't want to reveal it yet even if her birthday is over. She doesn't know about it, you see.
 
posted by Rósa at 15:31, | 7 comments