Ástin blómstrar ávallt...

mánudagur, október 31, 2005
Svo mörg voru þau orð ;-)

Til að reyna að ná tökum á saumadeyfðinni minni hef ég ákveðið að taka ráðum Ágústu og byrja bara á nýju verkefni. Það sem varð fyrir valinu var Love Blooms needleroll frá Victoria Sampler en ég hef lengi verið skotin í þessu munstri. Það má eiginlega segja að þetta munstur sé ástæðan fyrir því að mig langaði að læra harðangur :-)

Hérna hægra megin sést hvað ég er komin langt. Ég er að fara að byrja á því að vefja en ég stoppaði því það er notað eitthvað spor sem ég var soldið smeyk við. Það kallast Buttonhole bar og er í ansi mörgum götum. Mér sýnist samt að það sé ekki svo mikið mál. En kannski ég ætti að prufa sporið áður en ég ákveð það ;-)

Ég hlakka voðalega til að sjá hvernig þessi nálarúlla (hljómar enn skringilega) kemur út, en ég á ekki allt það garn sem gefið er upp í uppskriftinni en ég á eitthvað silkigarn sem ég fékk frá Stash of the Month klúbbnum hjá Silkweaver í mars. Það voru tveir litir sem komu þá og annar er einmitt bleikur en silkigarnið sem er notað í uppsriftinni er einhvern veginn bleikt líka. Ég ætla að nota það og svo á ég perlur sem eru bleikar og gular sem ég ætla að nota í stað þeirra sem eru gefnar upp í uppskriftinni. Ég get alltaf hætt við ef mér finnst þetta koma voða illa út!

Love Blooms needleroll

This picture shows the beginning of a beautiful needleroll. At least that's what I hope it will be once I'm finished stitching it. I'm starting this project to try and fight off the semi stitching slump I've been experiencing lately, at the advice of Ágústa, a great lady from my online stitching club, Allt í Kross :-)

This needleroll is another freebie from Victoria Sampler website and it's one of the main reasons I wanted to learn hardanger in the beginning. I love this pattern and needlerolls are something I've been fascinated by since the first time I saw one (on a blog, not in real life. I've never seen one in real life). I just hope I won't mess it up :-) Since I didn't have available to me all the materials listed in the pattern I am using a silk thread I got in Silkweaver's Stash of the Month club in march. I am also using white cashel linen, not antique white. I bet it won't make that much of a difference :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 22:35, | 4 comments

Heart Sweet Bag fullklárað :-)

sunnudagur, október 30, 2005
Það tók mig nú langan tíma að vinna mig upp í að klára þennan poka en ég ákvað að prufa bara í kvöld :-) Þetta kemur bara vel út. Ég setti ljósgulan efnisbút aftan við harðangurshjartað, tók nokkra þræði úr til að koma borðanum í og klippti svo efnið til. Þá saumaði ég það saman í höndunum og loks sneri ég pokanum við og setti borðana í. Ég er bara nokkuð sátt :-)

Myndin er samt ekki nógu góð, ég þarf að finna mér góð batterí. Ég á svona endurhlaðanleg en þau klárast nú ansi fljótt. Alla vegana þá er pokinn tilbúinn og ég voða sátt.

Heart Sweet Bag finished!

I got this freebie from the Victoria Sampler website and finished the stitching part in the beginning of September. This evening I figured I should try finishing it into the sachet it's supposed to be :-) It came out ok, if I may say so myself..

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 00:46, | 11 comments

Dagur 2 og áhugaleysi

föstudagur, október 28, 2005
Svona er ég komin langt með mynd 2. Ég er búin að vera að grípa í þessa mynd annað slagið þessa vikuna en mest náði ég samt að gera í gær, fimmtudag. Enda er það líka Margaret Sherry SAL dagur ;-)

Svona er ég komin langt með mynd 2
Ég er ofsalega lítið búin að sauma í vikunni fyrir utan þessa elsku. Meira að segja saumaði ég ekkert í UFO á þriðjudaginn. Ég bara fann mig ekki í þeirri mynd í þetta skiptið, ég var sest niður með hana en gat ekki saumað :-(

Það eina sem hefur fangað mig eru 12 dagar jóla. Samt hef ég ekki saumað neitt mikið í einu í henni og suma daga hef ég jafnvel ekkert saumað. Ég er hálfhrædd við þetta áhugaleysi.

Stitching slump?

I hope not! There hasn't much been going on though on the stitching front for me these days. The only thing I've stitched all week is day 2 of Margaret Sherry's 12 days of christmas. I don't understand why I haven't been more enthusiastic about my other stitching stuff but I hope it's coming back. It has to! I mean, I didn't even touch my UFO this tuesday which is not good at all. I was so pleased with the way that one was going. I guess there's always next week.

Juul: The fabric is 14ct aida with golden flecks or threads or something, at least it's golden. And I think the green color isn't too bad. At least I am not frogging it. It looks fine on the fabric and with the other colors. I don't know, maybe it's just me, but this color (DMC 964) is kinda cool. I once had a car with a very similar color so maybe it's the nostalgia talking :-D

Btw, I just want to say thanks to everyone that comments on my works and pics. I love getting comments even if I am a little slow on thanking you and answering questions. I am sometimes a little forgetful. Well, ok, I am a lot forgetful a lot of the time.. It's just me :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:42, | 8 comments

12 dagar jóla..

sunnudagur, október 23, 2005
Fyrsta myndin er tilbúin!

Fyrsta myndin búin af 12
Ég á reyndar eftir að gera stafina fyrir ofan en ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég ætli að hafa textann á íslensku eða ensku. Það kemur í ljós síðar :-)

Happy dance!

I've finished the first day of the 12 days of Christmas that I was talking about earlier. I still have the text left to do that says "A partridge in a pear tree" but I've not decided whether I have it in icelandic or english.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:28, | 15 comments

Ekki mikið að gerast

Ég saumaði ekkert í jólakisunni minni í gær. Ég saumaði ekki í 12 dögum jóla á fimmtudag, ekki heldur á föstudag. Sem sagt, ekki mikið að gerast í saumamálum þessa dagana.

Núna er ég reyndar að stinga fyrstu myndina í Margaret Sherry SAL-inu. Og þó ég hafi ekki verið að sauma í jólakisunni í gær þá saumaði ég samt í jólamynd. Ég gerði Lickle Ted sem var með seinasta eintaki af The World of Cross Stitching. Hann er voðalega sætur :-)

Eins og sést á myndinni ákvað ég að Lickle litli myndi fara einstaklega vel á korti. Undir Lickle ætla ég að handskrifa Gleðileg jól. Ég býst við að systir mín fái að njóta bangsans um jólin og vonandi eitthvað lengur :-) Myndin er ekkert sérstaklega góð en myndavélin var að verða búin með batteríin þannig að ég náði engu betra úr henni í gærkvöldi.

Not much to report

I haven't been doing anything according to my rota since I last posted. Last night I finished this little cutie and decided he'd be perfect for this christmas card. I plan to handwrite Merry christmas below the teddy bear. My sister will most likely be the recipient of this cutie this christmas :-) She doesn't read this blog (she's not a big computer person) so this isn't spoiling her surprise at all ;-)

I am now doing the backstitching on the first day of Margaret Sherry's 12 days of christmas. It's being published in Cross Stitcher, a british magazine I'm a subscriber to. There are many other ladies in my online stitching group doing this piece as well so it's a Stitch-A-Long :-)

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 14:27, | 6 comments

Needleroll og kortaskipti

miðvikudagur, október 19, 2005
Hvað er eiginlega íslenska orðið fyrir needleroll? Nálapúði er ekki alveg að meika það og nálarúlla er soldið skrýtið orð.

Hvað með það, ég var að fá þetta rosalega flotta munstur í póstinum í gær frá Becky. Hún póstaði um daginn á blogginu sínu að hún hefði farið á útsölu og keypt helling af dóti sem hún hefði átt fyrir og ætlaði að gefa þeim sem vildu aukaeintakið sitt. Ég var svo skotin í þessari nálarúllu (sko, þetta er skrýtið) að ég sendi henni póst og spurði hvort hún væri til í að gefa mér munstrið. Og já, hún var það :-)

Ég ætla að gera hana alveg eins og leiðbeiningarnar segja til um en það þýðir að ég verð að bíða aðeins með það því ég er soldið blönk í augnablikinu.. En ég er alveg gasalega ánægð með munstrið mitt og gjafmildi Becky. Hún er dásamleg :-)

Svo að öðru. Ég held ég hafi alveg gleymt að blogga um kortaskiptin sem ég ákvað að taka þátt í. Eða kannski er ég búin að gleyma að ég hafi einhvern tímann bloggað um þau.. Hvort sem það er þá fékk ég í seinustu viku kort að utan með voða sætum sveppi framan á (þessi skipti eru í þrennu lagi, fyrsta kortið er með haust- eða hrekkjavökuþema, næsta með jólaþema og svo loks vor- eða afmælisþema). Ég á eftir að taka mynd af því og sýna ykkur.

Ég var fyrir þó nokkru búin að sauma fyrstu myndina en mig vantaði tómt kort til að setja myndina á. Ég er nú loks búin að redda því og er búin að senda kortið en ég var að fatta að ég gleymdi að taka mynd.. Vonandi tekur sú sem fær kortið mynd fyrir mig, ég ætla að biðja hana um það þegar hún hefur fengið kortið í hendurnar.

Svo er bara að finna jólamynd til að setja á næsta kort, núna þegar ég er komin með fullt af auðum kortum :-)

Translation: I got the pattern for this needleroll that's pictured above from Becky (Thank you, Becky!). She posted on her blog that she had two of these and some other things and was willing to give them to those who wanted them. Well, I wanted that pattern and Becky was kind enough to send it to me :-)

I am also in a card exchange and just mailed off my first card today. I forgot to take pics of it :-(

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 16:48, | 10 comments

UFO þriðjudagur á enda

og ég náði að gera slatta í verkefninu mínu :-) Enn og aftur var ég að sauma í himninum og svo gerði ég nokkur spor í fjöllunum.

Þessi vika
Það er smá breyting frá því í seinustu viku. Ég er bara nokkuð ánægð :-)

Seinasta vika
 
posted by Rósa at 02:22, | 6 comments

Vetrardrottningin frá Mirabilia

mánudagur, október 17, 2005
Ég reyndist sannspá, ég saumaði ekki neitt í gær sunnudag en ég settist niður í dag með vinkonu minni, Vetrardrottningunni, og saumaði aðeins í kjöltunni á henni :-D

Var orðin leið á að gera bara hvítt þannig að ég greip aðeins í fjólubláu litina. Mikið hlakka ég til þegar hún verður komin lengra á veg..
 
posted by Rósa at 21:35, | 5 comments

Jólalaugardagur

sunnudagur, október 16, 2005
Ég verð að viðurkenna að ég gerði ekkert í jólaverkefninu mínu í dag. Ég freistaðist til að sauma aðeins í 12 dögum jóla en komst að því að mig vantar 2 liti. Ég hélt að ég hefði verið búin að fara svo vel yfir litina og taka allt saman en nú kemur í ljós að 2 liti vantar. Vonandi get ég fengið þá hjá Helgu en þetta eru nú ekki mikið notaðir litir, alla vegana hef ég aldrei notað þessi litanúmer áður :-) Alla vegana, ég get gert aftursting eða byrjað á næstu mynd þangað til ég fæ þessa 2 liti en ég nenni því ekki, enda fimmtudagur löngu liðinn :-D

Sunnudagurinn verður eflaust ekki mikill saumadagur þar sem ég er að vinna og ég veit að ég verð þreytt. Svo þarf að elda kvöldmat og borða og þrífa eftir það og þá er bara komið kvöld. En ef ég sest niður með saumadót á morgun þá ætla ég að sauma í Vetrardrottningunni, ég er komin í stuð fyrir hana :-) Kominn tími til myndi ég segja ;-)
 
posted by Rósa at 00:04, | 0 comments

Margaret Sherry SAL

föstudagur, október 14, 2005
Það var í gær en þar sem ég var að vinna í gærkvöldi ákvað ég að framlengja fimmtudagsverkefninu fram til dagsins í dag.

Í gær náði ég að gera laufblöðin í kringum blessaða peruna en hún var árangur síðustu viku. Nú er komið aðeins meira kjöt á beinin, eða eitthvað :-)

Ég er gasalega ánægð með árangurinn þar sem ég gat nú ekkert mikið sest niður í dag heldur, en ég hafði þó kvöldið til að sauma og mest allt var nú gert þá. Núna er ég bara að fara að sofa því maður þarf að vakna eldsnemma til vinnu.
 
posted by Rósa at 23:28, | 5 comments

RR á heimleið

fimmtudagur, október 13, 2005
Núna áðan var ég að taka seinasta afturstingssporið í seinasta RR-inn sem ég sauma í í ByrjandaRR sem var settur upp í Allt í Kross klúbbnum. Ég er voðalega skotin í þessu munstri sem hún Þórunn valdi, og reyndar líka þeim sem Erla María valdi. Þær sendu munstur með sínum RR-um en ég og Edda ákváðum að gera það ekki.

Á morgun mun þessi sæti RR, sem sést hérna til hægri í allri sinni dýrð, fara heim á leið :-) Eins og ég sagði þá er ég svakalega skotin í munstrinu og vildi óska að ég ætti munstrið því ég væri alveg til í að gera það handa sjálfri mér. Reyndar hefur móðir mín líst miklum áhuga á myndinni og spurði áðan hvort ég þyrfti nokkuð að senda munstrið með :-D

Hérna er svo stærri mynd af ferningnum sem ég saumaði:

Innan fárra vikna fæ ég minn heim (þ.e. ef ég tími að sleppa þessum ;-) ) og get farið að finna efni í bakið á honum. Ég ætla nefnilega að gera púða úr mínum. Þá get ég alltaf dáðst að fyrsta RR sem ég hef tekið þátt í. Hann verður auðvitað puntpúði sem enginn fær að koma við nema auðvitað ég :-) Ég hef auðvitað séð myndir af árangri þeirra tveggja sem eru búnar að sauma í RR-inn minn og líst svakalega vel á, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að mér líki hann ekki. Það verður bara svo gaman að fá hann og snerta og skoða og klára hann sem púða.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 00:36, | 6 comments

UFO þriðjudagur :-)

þriðjudagur, október 11, 2005
Hvað annað?

Hérna eru svo samanburðarmyndir, fyrst frá því í seinustu viku:


Og svo frá því fyrir nokkrum mínútum:


Ég notaði nýja q-snapið mitt og verð að segja að mér líkar mjög vel við það. Eins og sést á myndinni var ég að vinna í himninum enn og aftur og mér finnst ég hafa gert helling. Reyndar eru þetta bara hálfspor en það fer samt tími í þau eins og heilsporin. Bara ekki eins mikill af því maður þarf ekki að fara til baka :-)

Í allt aðra sálma.. Ég bara verð að deila þessari mynd með ykkur..


Þetta er einn af köttunum mínum, hann Brandur (ekki horfa of mikið á draslið í kring.. og ekki senda Allt í Drasli á mig heldur :-D ) Kisi er þarna að bíða eftir að músarbendillinn á skjánum fari á hreyfingu, en hann hefur svakalega gaman af því að reyna að ná honum. Sem náttúrulega tekst ekki, en þegar hann sér að ég er við tölvuna þá stekkur hann upp í fangið á mér og þaðan á lyklaborðið og fer að leita að bendlinum. Svo þegar ég hreyfi hann þá eltir hann bendilinn um allan skjá og er alltaf jafn furðu lostinn að ná ekki bannsettu kvikyndinu.. Þessi dúlla. Þetta er eins konar tölvuleikur sem hann er búinn að koma sér upp.. Hann er sem sagt tölvuleikjasjúkur :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:35, | 11 comments

Silkweaver pakkar og fleira

mánudagur, október 10, 2005
Ég náði ekki að klára RR-inn hennar Þórunnar, en ég er búin með alla krossa núna og bara afturstingurinn eftir. Á morgun er UFO-dagur þannig að ég sé fram á að klára RR-inn á miðvikudag.

Eins og kannski sést var ég aðeins að laga til á síðunni minni, eða í þessum linkum hérna vinstra megin. Færði listann yfir WIP-in ofar og núna kemur fram hvaða dagar tilheyra hvaða verkefnum. Nú finnst mér ég hafa aðeins betri yfirsýn yfir þetta allt. Vetrardrottningin er ekki föst við neinn dag og þannig vil ég hafa það. Hún er ekki skylduverkefni en þannig sé ég þau verk sem ég hef fest á daga. Eða kannski er skylduverkefni ekki rétta orðið.. Alla vegana þá eru þessir dagar fráteknir. Mér er auðvitað ekki skylt að sauma þessi verkefni þessa daga, en það er ágætt að hafa þetta svona svo maður geri nú eitthvað í þeim verkefnum. Eins og t.d. UFO-inn. Ég væri sko ekki búin með svona mikið af honum ef ég hefði ekki tekið þátt í þessum UFO-þriðjudögum. Það er sko alveg vitað mál :-)

Talandi um vetrardrottninguna.. Ég fór í kvöld í heimsókn til Helgu frá Stöðvarfirði og keypti hjá henni stærra Q-snap til að nota í drottninguna. Keypti líka litina sem mig vantaði í 12 daga jóla og jólakisann minn.

Ég fékk fullt af pósti í dag. September pakkann frá Silkweaver Stash of the Month klúbbnum og svo pöntun frá Silkweaver sem ég freistaðist til að gera. Fékk svona Grab Bag, en í honum er heill hellingur af efnum. Flest voru þau í brúnum litum og allt frekar hlutlaust. Og sagði ég að það hefði verið heill hellingur? Án gríns, ég hefði ekki trúað því ef mér hefði verið sagt hversu mikið ég fengi. Þetta kostaði bara 9 dollara og ég fékk örugglega 7 eða 8 búta og einn var ca. 60x70 cm. Risastór alveg. Ég mældi nú ekkert en þetta var heill hellingur. Mæli hiklaust með svona ef þið lendið á þessu.

Á föstudaginn fékk ég part 2 af 12 dögum jóla hennar Margaret Sherry í Cross Stitcher blaðinu. Þetta er hrein snilld. Það er samt eitt sem ég tók eftir, en það var mælt með því í blaðinu að nota 3 þræði ef maður saumar þetta í gyllt efni til að gyllingin komi ekki í gegn í myndunum. Ég var byrjuð þegar ég tók eftir þessu og ég notaði bara 2 þræði.. Ætli það verði ekki í lagi? Ég er náttúrulega ekki búin með það mikið, bara peruna, en ég nenni ekki að byrja aftur... Letihaugurinn ég :-)

Jæja, ég er farin að sofa, þið fáið enga mynd í dag en ég lofa myndum á morgun :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:57, | 4 comments

Round Robin saumadagur

sunnudagur, október 09, 2005
Það var sko kominn tími til ;-) Það er alltof langt liðið síðan ég saumaði síðast í RR-inum hennar Þórunnar. Ég er núna búin með næstum alla krossana en það eru nokkur lauf eftir og 2 hjörtu. Svo er afturstingurinn auðvitað :-) Ef ég held áfram að sauma í honum á morgun næ ég kannski að klára hann.. Engin mynd í þetta sinn. Kannski á morgun ;-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:06, | 0 comments

Jólalaugardagur í dag!

laugardagur, október 08, 2005
Og ég þarf að fara að vinna :-(

En jæja, ég náði að klára að sauma munstrið sem ég valdi fyrir jólaskrautsskiptin sem ég var búin að minnast á áður. Ég var í miklu basli að velja munstur því konan sem á að fá þetta skraut er svo svakalega dugleg og hæfileikarík á handavinnusviðinu að ég vil endilega gera þetta sem best og velja eitthvað sem hún yrði hrifin af. Ég get ekki sagt strax hvað ég valdi (þar sem hún les þetta blogg og þó hún skilji ekkert þá er betra að vera öruggur) en það er svakalega sætt og ég er mikið að spá í að gera svona handa sjálfri mér líka :-) Ég er samt ekki búin að ákveða hvernig ég klára það, en ég hef nokkrar vikur í það :-D

Ég byrjaði líka aðeins að sauma í Margaret Sherry SAL-ið. Þetta er nú engin ósköp sem eru komin en þetta er víst peran :-) Efnið glitrar ekkert smá á þessari mynd en það er líka rosalega mikið gyllt í javanum.

Svo tek ég með mér í vinnuna (þó ég eigi ekkert eftir að gera í því þá er það samt gott að hafa það með ;-) Maður veit aldrei) það sem ég er búin að velja sem verkefni jólalaugardaga. Það eru kisumyndir sem ég sauma í plast og ætla að setja sem skraut á jólatré (ef ég verð með slíkt í ár). Annars skreytir það bara hurðarhúna eða eitthvað :-) Sá sem ég er að sauma er þessi hvíti sem situr í jólapakkanum. Allt hvíta er næstum búið og ég er búin að gera gráa og bleika líka. Ég byrjaði sko á seinasta laugardag með þetta verkefni.

Jæja best að drífa sig, ég á að byrja að vinna kl. 6!
 
posted by Rósa at 17:47, | 6 comments

Margaret Sherry SAL

fimmtudagur, október 06, 2005
Héðan í frá eru fimmtudagar fráteknir fyrir hinar frábæru myndir Margaret Sherry 12 dagar jóla. Þvílík snilld hefur sjaldan sést í krossaformi og því engin afsökun nógu góð til að sauma þetta ekki. Enda eru næstum allar konurnar í Allt í Kross grúppunni að sauma þetta, hver með sínu nefi auðvitað :-)

Ég var nú ekki alveg viss á því að ég myndi byrja um leið og hinar, en rétt fyrir lokun í dag skellti ég mér til hennar Dóru í Efnalauginni og keypti kremaðan og gylltan aida-java til að sauma þessar myndir í. Svo hefur kvöldið farið í að sauma kassa í javann svo ég geti byrjað með trukki að sauma í næst :-D Ég er nú ekki með neina mynd til að sýna af listaverkinu eins og það birtist manni í Cross Stitcher. Reyndar eru bara komnar 4 myndir eins og er. Þeir skipta þessu svona niður á mann svo manni fallist ekki hendur :-D Í næsta tölublaði verða 4 myndir í viðbót og svo restin í desemberblaðinu. Sem kemur út í byrjun nóv :-)

Það er auðvitað engin mynd með þessari færslu þar sem ég er bara búin með undirbúningsvinnuna (ekki alveg búin, en næstum) en það eiga eftir að koma fullt af myndum, bíðið bara ;-)
 
posted by Rósa at 23:34, | 3 comments

Loksins UFO þriðjudagur

þriðjudagur, október 04, 2005
Ég er voða ánægð með árangur dagsins í dag í UFO verkinu mínu enda náði ég að gera slatta í himninum. Svona er staðan núna:


Ég er ekki frá því að það sjáist smá munur frá þessari mynd:


Jamm og já :-)
 
posted by Rósa at 23:04, | 5 comments

Próf

mánudagur, október 03, 2005
Your Blog Should Be Purple
You're an expressive, offbeat blogger who tends to write about anything and everything.You tend to set blogging trends, and you're the most likely to write your own meme or survey.You are a bit distant though. Your blog is all about you - not what anyone else has to say.
What Color Should Your Blog or Journal Be?


i'm in ravenclaw!

be sorted @ nimbo.net
 
posted by Rósa at 08:00, | 0 comments

Októbermarkmið (uppfært)

sunnudagur, október 02, 2005
Sá tími mánaðarins er kominn þar sem ég fer yfir stöðuna. Í september voru þessi markmið í gangi:
 • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
 • Vetrar RR með sendingardag 1. nóv.
 • Jólaskrautsskipti með sendingardag 19. nóv (fæ nafnið 10. sept)
 • Leyni-SAL 3
 • UFO verkefnið
Ég kláraði ByrjandaRR daginn áður en ég átti að senda þannig að ég náði að senda á réttum tíma. Ég hef ekki fengið einn einasta VetrarRR til að sauma í og ég er nú soldið stressuð yfir því.. En ég veit að minn er kominn á leiðarenda en ekki veit ég hvernig gengur að sauma í hann. Mér finnst voða illa haldið á spöðunum í þeim RR og er ekkert voðalega ánægð með stöðuna þar. En það er aldrei að vita nema þetta reddist.. ég vona það bara.

Ég er búin að fá nafnið mitt í jólaskrautsskiptunum en ég á eftir að ákveða munstur. Ég er soldið óviss með það en ég hef einn og hálfan mánuð til stefnu og ég skal byrja á að sauma það í þessum mánuði. Helst fyrri helming þessa mánaðar :-)

Leyni-SAL 3 hefur ekkert fengið neina athygli, ég er enn fúl yfir þessum villum sem ég gerði. Ég verð nú að fara að kíkja á það samt.

UFO-verkefnið gekk eins og í sögu þrátt fyrir að ég hefði ekki tíma á seinasta þriðjudag fyrir það. Ég er mjög ánægð með þann árangur sem ég hef náð í því verkefni frá því þetta byrjaði allt saman. Ég var einmitt að skoða samanburðarmyndir af þessu í gær og var bara nokkuð stollt :-)

Svo var ég einhvern tímann með það markmið að sauma minnst klukkutíma á dag og ég held að það hafi bara tekist ágætlega í september. A.m.k. flesta daga :-)

Þá er það verkefni októbermánaðar:
 • Byrjanda RR með sendingardag 1. nóv
 • Vetrar RR (ef ég fæ einhvern til að sauma í) með sendingardag 1. nóv
 • Jólaskraut með sendingardag 19. nóv í seinasta lagi
 • Kort með útsaumsmynd með sendingardag 20. september (búin að sauma það, tók fimmtudagskvöld í það :-) þarf bara að gera kort úr því og setja í póst)
 • Jóladót sem gera skal á jólalaugardögum. Ég elska þessa daga :-)
 • UFO-verkefnið (hver veit nema þetta klárist á þessu ári?) (ofurbjartsýn)
 • Winter Queen frá Mirabilia. Hún hefur lítið fengið athygli en það er vegna þess að mig vantar stærri græju (má ekki gleyma að kaupa slíkt).
 • *Margaret Sherry SAL sem verður á fimmtudögum í Allt í Kross grúppunni. Veit ekki samt hvort ég byrja um leið og hinar. Kemur í ljós.
 • *Leyni-SAL 3 verður að fá smá athygli..

Ég held að það sé ekkert meira en þetta sem ég ætla að gera í mánuðinum en ég áskil mér þau forréttindi að breyta og bæta og laga og allt það :-)

* er það sem ég bætti við 4. okt. Ég er einum of gleymin stundum ;-)

 
posted by Rósa at 15:52, | 0 comments