Saumað í pappír

sunnudagur, júní 26, 2005
Ég byrjaði á þessari mynd fyrir nokkrum vikum en hálfgafst upp af því að ég kunni ekki almennilega á þetta. En í gærkvöldi ákvað ég að prufa aftur og viti menn, þetta gekk bara alveg ágætlega í þetta skiptið. Kannski ég verði bara háð svona áður en langt um líður ;-)

Þetta er kit frá Mill Hill og heitir Bee Square. Þetta eru 4 býflugnabú og það eru notaðar perlur og tölur og alls konar spor sem ég hef ekki gert áður svo ég muni til. En það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona sem maður hefur ekki gert áður til að halda saumaskapnum ferskum. Ef maður er alltaf að gera það sama þá verður maður bara leiður og missir áhugann. Það er svo margt sem mig langar að gera að ég vil alls ekki missa hann...
 
posted by Rósa at 12:44, |

0 Comments: