Árangur dagsins
sunnudagur, júní 26, 2005

En ég ætla að gera eitthvað aðeins í Round Robin sem ég er með til að friða samviskuna. Ég hef reyndar mánuð til stefnu til að klára hana en þegar maður er að gera svona fyrir aðra þá vill maður ekki vera á seinustu stundu. Myndin sem ég er að gera í honum er reyndar alveg rosalega skemmtileg líka. Þema þessa RR er bútasaumsteppi og ég er strax búin með teppið og er að gera handriðið og það sem er í kring. Sé fram á að vera fljót með þessa mynd :-)
Þetta er fyrsti Round Robin sem ég tek þátt í og mér finnst þetta ótrúlega gaman. Synd að hafa ekki verið búin að finna svona félagsskap fyrr! Ég á pottþétt eftir að gera meira af Round Robins í framtíðinni.
Efnisorð: RR
0 Comments:
« back home
Skrifa ummæli