Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn

þriðjudagur, júní 28, 2005
Ætlar að koma í kvöld...

Eða ekki :-) Ég kláraði samt einn svoleiðis í kvöld... Í gærkvöldi langaði mig að gera eitthvað og ég nennti ekki að gera Mill Hill kittið og ekki Leyni-SAL og ekki neitt eiginlega sem er í gangi þannig að ég byrjaði bara á nýju! :-D Já, ég veit, en það er bara svo gaman að byrja á nýju.

Þetta nýja verkefni var sem sagt þessi jólasveinn sem er hérna til hliðar. Ég ætla að gera hann að jólaskrauti og senda til Ameríku. Ég nefnilega er að taka þátt í skiptum þar sem tilgangurinn er að senda leynifélaganum sínum jólatengt krosssaumsdót. Það sem ég mun senda er þessi jóli og brauðklútur sem er með áprentuðu munstri. Það er snjókall í hornunum og svo eru vettlingar og snjótengt dót í hliðunum. Rosalega sætur brauðklútur sem á eftir að sauma samt. Svo sendi ég líka lítið jólaskrautkit frá Permin, svona sem maður er bara eina kvöldstund með. Í pakkanum verður líka annað jólaskraut, það er lítil kisa sem er að faðma jólakúlu. En jólasveinninn minn er aðalstykkið (ég er ofsalega stollt af honum :-) ) og hann er saumaður í pappír :-) Hann er sem sagt fyrsta stykkið sem ég klára í pappír. Montið er alveg að fara með mig ;-)

Svo ætla ég að setja á bakhliðina nafnið mitt, nafnið hennar, nafnið á skiptunum og ártalið þannig að konan sem fær þetta mun alltaf vita hvaðan og hvers vegna hún fékk Sveinka kallinn. Það ætla ég að gera með aftursting í pappa og svo sauma það við bakið á kallinum til að fela bakhliðina. Ég vona að þetta komi vel út.

Það á eftir að klippa aðeins til í hliðunum á kallinum, gera hann aðeins sætari en ég held að það sjáist alveg hvað hann er flottur :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 00:28, |

0 Comments: