Desembermarkmið

föstudagur, desember 02, 2005
Fyrst eru það markmið nóvembermánaðar:

  • Jólaskrautskiptin með sendingardag 19. nóv. (Ég sendi jólaskrautið mitt á réttum tíma og fékk þetta líka flotta jólaskraut frá Danielle. Komplett sukksess!)
  • Kort með sendingardag 30. nóv. (Ég sendi það í gær, einum degi of seint en það kemst vonandi sem fyrst á áfangastað.)
  • Margaret Sherry SAL á fimmtudögum (Og alla aðra daga :-) Þetta verkefni hefur verið rosalega skemmtilegt hingað til og ég sé ekki fram á að það breytist)
  • UFO á þriðjudögum (Já, ég slúttaði þessu víst fram á nýárið.)
  • Jólalaugardagarnir auðvitað :-) (Eitthvað lítið hefur gerst í þessum málum en ég gerði þó eitt jólaskraut frá Mill Hill.. Það er eitthvað :-))
Ég saumaði ekki alla daga og efast um að ég hafi náð að sauma í 90 mín á þeim dögum sem ég saumaði eitthvað en það er líka allt í lagi því suma daga tók ég sko með trompi og saumaði næstum allan daginn bara :-) Kemur eflaust út á eitt.

Þá er það Desember:
  • Gera einhver jólaskraut, kannski 2 eða svo.
  • Halda áfram með Margaret Sherry SAL-ið
  • Sauma aðeins í Vetrardrottningunni.
Ég er svo búin að skrá mig í Valentínusarskipti og þar er þemað hjörtu. Ég ætla að velja einhverja mynd til að gera og jafnvel byrja á því í desember. Svo er ég líka búin að skrá mig í lotterí þar sem maður gerir eitthvað (t.d. nálapúða, nálarúllu, skærapoka eða eitthvað) og svo er dregið úr hverjir senda hverjum (eftir að maður hefur séð myndir af öllu frá öllum). Þannig að maður fær að sjá allt sem er gert og svo er dregið úr hverjir fá hvað. Það er reyndar ekki fyrr en í mars eða eitthvað en ég hef aldrei klárað neina svona hluti þannig að ég þarf að æfa mig :-)

Goals for December

I'm going to make a couple of ornaments, keep on doing the 12 days of christmas from Margaret Sherry and pick up my Winter Queen again. She deserves a little attention :-) I've also decided to try and decide on a design for the Valentine exchange and perhaps start that as well (not sure that's gonna happen :-) ). I also signed up for the Lottery on SBEBB and need to figure out what to do for that as well.
 
posted by Rósa at 14:00, |

2 Comments:

Eru allir velkomnir í SBEBB? Fullt af spennandi og skemmtilegu dóti sem að þið eruð að gera þar :o) Væri alveg til í að fá að vera með ef það er hægt :o)
Það er örugglega hægt fyrst að ég komst þar inn :-D Ég sá nokkrar konur tala um þetta BB á bloggunum sínum og ákvað að sækja um og fékk aðgöngu. Það eina sem þarf að gera er að vera með global user account hjá ez-board og vera búin að fylla út Profile með nafni og netsíðu og því öllu. Man ekki hvort að það þarf að senda Becky póst, ef svo er þá er emailið hennar á blogginu hennar.