Jólasveinninn tilbúinn!

þriðjudagur, júní 28, 2005
Loksins, er þetta ekki fínt hjá mér? Miðað við að ég hef aldrei gert svona jólaskraut áður þá er ég rosalega stollt af sjálfri mér. Ég kláraði afturstinginn á bakhliðinni núna áðan og saumaði framhliðina og bakhliðina saman. Voila! Þá er þessi pakki tilbúinn til að fara á morgun.

Nú ætla ég að einbeita mér að því að klára RR-inn hennar Erlu og auðvitað Mill Hill kittið. Svo á maður auðvitað eftir að byrja á einhverju skemmtilegu, svona stundargamni eins og þessi jólasveinn var :-)

Og hver veit nema ég skreyti með heimatilbúnu jólaskrauti í ár! ;-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 21:29, |

5 Comments:

Hæ Rósa. Rakst á bloggið þitt í gegnum síðuna hennar Lindu.

Þú ert ekki smá dugleg, kastar fram jólaskrauti bara sí svona. Ég á bók með svona jólamyndum en hef ekki gert úr henn ennþá. Mátti ekki vera að því fyrir síðustu jól en vonandi tekst það núna.
Ég sagði ykkur að vera mín í grúppunni gerði mig ofvirka í saumaskapnum :-)

Takk fyrir hólið :-)
Hann er ekkert smá krúttlegur hjá þér!!!!
Jæja Rósa, ég fann þig líka.

Jólasveinninn er svaka flottur - ég segi eins og þú - eftir að ég byrjaði í alltikross hef ég ekki saumað eins mikið.

Kveðja,
Edda
Þið eruð svo almennilegar við mig :-) En hann er svaka krútt, þó ég segi sjálf frá :-D