Tíðindalítið..

miðvikudagur, júní 29, 2005
Dagurinn í dag er búinn að vera ansi langur. Ekki að ég hafi vaknað fyrr en venjulega, heldur hefur hann bara verið lengi að líða og erfiður. Ég hef ekki náð að sauma neitt af viti, ég greip aðeins í Leyni-SALið en náði ekki að festast í því þannig að ég fór að sauma í Erlu-RR. Sú mynd átti betur við mig núna. Mér sýnist ég vera búin með ca 95% af krossunum í henni þannig að þetta rokgengur eins og mamma segir stundum :-)

Kannski er ég bara búin að sauma of mikið undanfarið, það var svo gaman að gera Sveinka og mikið gaman þegar hann var tilbúinn og svona flottur líka, það skemmdi ekki fyrir ;-) (Ha, ég, montin? Getur ekki verið ;-) ) Ætli ég sakni hans bara ekki, nú er hann í umslagi á pósthúsinu að bíða eftir að vera sendur til úglanda, kallgreyið. Talandi um það, þá ákvað ég að senda pakkann í ábyrgð, fannst það vissara.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:21, |

0 Comments: