UFO stykkið

sunnudagur, apríl 09, 2006
Loksins fékk það smá athygli. Ég hafði ákveðið að sauma í Vetrardrottningunni í dag, en þegar ég fór fram í stofu til að ná í hana þá var eitthvað svo sorglegt að sjá UFO stykkið í körfunni, aleitt og yfirgefið :-\ Þannig að ég tók það með mér inn í herbergi og saumaði í því í morgun.

Ég saumaði í fjöllunum og náði að gera helling. Auðvitað er það allt hálfspor en það er sama, ég er sátt :-) Afsakið myndina samt, ég náði ekki að taka betri mynd. Litirnir eru allir stórskrýtnir á þessari!

UFO piece

I finally gave that some attention. I had decided to work on the Winter Queen today but when I went to pick it up in the living room it was so sad to see the UFO piece just sitting there, alone and abandoned :-\ So I took that with me to my room and stitch on it a little this morning.

I worked on the mountains and did a lot. Of course that is all halfcrosses but it fine, I'm ok with that :-) Sorry about the pic though, I couldn't take a better pic. The colors are all out of whack on this one (and all the others I took trying to get a better picture)!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 12:38, |

1 Comments:

What a pretty landscape piece. Hopefully you will be able to make some good progress on it this time around:)