Humarhátíð, prósentur og fleira

fimmtudagur, júní 30, 2005
Í kvöld hefst hin árlega humarhátíð okkar Hornfirðinga. Ég er ekki með dagskrána fyrir framan mig en það er fullt að gerast og það er eitt víst að ég fer á markaðstorgið, það hlýtur að vera meira þar um að vera en á þessum venjulegu markaðstorgum sem eru haldin hérna. Ég meina, það er humarhátíð ;-) Það verður að leggja smá metnað í þetta...

Úti rignir og það er kalt, fullkomið veður til að sitja bara inni og sauma með ofnana hátt stillta. Það er einmitt planið fyrir kvöldið, hann Valgeir fyrrverandi stuðmaður nær ekki að heilla mig nóg með þessum tónleikum sem eru í kvöld og eru fyrsta atriðið á humarhátíðinni.

Ég heillaðist algjörlega af þessum prósentum sem eru á blogginu hennar Sonju og ákvað að stela hugmyndinni :-) Fann reyndar aðra útfærslu á þessu dóti hjá þessum karli og nú sést hérna til hliðar hvernig mér gengur með verkin mín. Reyndar er þetta ekki allt sem er í gangi hjá mér, en þetta eru þau sem ég er að einbeita mér að í bili. Vonandi að ég muni svo eftir því að uppfæra þetta :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 18:28, |

2 Comments:

Ég er lengi búin að ætla að henda út þessum prósentum. Ég nota nefnilega Firefox browserinn og þeir virka ekki nógu vel í honum.
ég er enn með internet explorer en hef mikið spáð í að fara í Firefoxinn. Hann er miklu flottari :-)