Fimm ávanar

föstudagur, febrúar 10, 2006
Ég var klukkuð af Lindu og ég hef spáð aðeins í þessu og er næstum viss um hvað ég á að telja upp.

  • Saumaskapurinn. Ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki saumaskapinn til að róa mig og halda mér á jörðinni.
  • Kisurnar mínar. Það er yndislegt að koma heim úr vinnu eða einhverju og það kemur alltaf einhver til að taka á móti manni og til að leyfa manni að knúsa sig :-D
  • Tölvan mín. Þessi ávani er nú bæði góður og slæmur. Í gegnum tölvuna hef ég kynnst fullt af fólki með sömu áhugamál og lært ýmislegt sem ég annars hefði ekki lært, en á hinn bóginn þá er ég alltof mikið í tölvunni. Ég gæti afkastað svo miklu meira ef ég væri ekki svona mikið í tölvunni :-/
  • Mamma. Samband okkar er frekar flókið, en ég býst við að sambönd dætra við mæður sínar séu það oft. Ég veit það bara að ég er afskaplega þakklát fyrir að hún er mamma mín :-)
  • Nammi. Ég er nammigrís. Sko, ég get viðurkennt það :-D Þetta er samt ávani sem ég verð að vara mig á.
Jæja, ég veit ekki hvað ég á að klukka marga en ef ykkur langar að svara þessu þá bara um að gera :-) Segið mér svo endilega frá því svo ég geti lesið :-D

5 habits

Linda tagged me and after some consideration I've decided these are my answers.

  • My stitching. I don't know what I'd do if I didn't have my stitching to keep me grounded and calm.
  • My cats. It is wonderful to come home and there's always someone to greet you and let you cuddle them :-D
  • My computer. This habit is both good and bad. I've gotten to know some amazing people through it and learned some pretty awesome things but on the other hand I do spend an aweful lot of time on it. I could do so much more if I didn't spend all this time on the computer :-/
  • Mom. Our relationship is kinda complicated but I guess mother-daughter relationships are that a lot of the time. I just know that I'm pretty grateful that she's my mom :-)
  • Candy. I love candy. I've got the biggest sweet tooth. I can admit it but I need to keep an eye on this habit of mine..


I haven't tagged anyone, but if you want to answer this, go ahead and please tell me so I can read it :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:34, |

0 Comments: