Langt síðan síðast

laugardagur, júní 10, 2006
Ég ákvað að pósta hér inn og aðeins að láta vita af mér. Ég hef verið að vinna síðastliðna daga þannig að ég hef lítið saumað en ég hef samt náð að gera helling í perlunum á Woodland Grace SAL-inu, ég set inn mynd á mánudag af því ;-)

Svo fékk ég á fimmtudag RR í Hör/Evenweave RR-num sem ég er í í Allt í Kross. Ég er aðeins byrjuð á því verkefni. Þessi RR er með tebollaþema og það fylgir munstur. Munstrið er Teacup Sampler frá Stoney Creek. Virkilega falleg mynd og yndislegir tebollar. Ég valdi að gera þann með stjúpunum á, hann er litríkastur og að mínu mati fallegastur. En það eru líka hellings litaskipti í honum og ég vona bara að ég nái að klára fyrir sendingardaginn sem er 1. júlí. Ég tók enga mynd af þessu því ég er búin með það lítið og ég er bara búin að gera smá hvítt og grátt sem er ekki spennandi myndefni.

Jæja, sjáumst síðar þegar ég hef myndir til að sýna ykkur.

It's been awhile

I decided to post an update without pics just to let you guys know I'm still alive. I've been working these last few days so I haven't stitched much but I have made some progress with the beading on Woodland Grace SAL, I'll post a pic on monday ;-)
This thursday I got the next RR in the Linen/Evenweave RR I'm in in the Allt í Kross yahoo group. I've started that one just a little. This RR has a teacup theme and it's got a pattern sent along. It's the Teacup Sampler from Stoney Creek. Very pretty pattern and lovely tea cups. I chose to do the one with the pansies, it's the most colorful and in my opinion the most beautiful. But it's also got plenty of color changes so I just hope I'll be able to make the July 1st send off date. I'm not posting a pic of this project coz I've only done white and grey so far and that doesn't make for very exciting pictures.

Well, I'll see you guys again when I've got some pics to post :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:29, |

0 Comments: