Woodland Grace 8

mánudagur, júní 12, 2006
Not much left :-) Click for larger pictureÉg hef lítið saumað í dag, ég er þreytt eftir helgina og verð ekkert smá fegin að komast í smá frí eftir vinnu á morgun. En ég setti nokkrar perlur í tréð vinstra megin við engilinn í dag, hitt var allt gert fyrri part seinustu viku. Ég viðurkenni að nú langar mig mest til að sitja bara með þessa mynd þangað til hún klárast :-D Mikið hlakkar mig til að sjá hana fullkláraða :-D

Það er samt eitt sem pirrar mig, í vængjunum á englinum eiga að vera perlur sem eru ice pink að lit og ég bara finn þessar blessuðu perlur ekki. Mér sýnist allar litlu perlurnar vera bara glærar!?! Ég sé ekkert bleikt við neina þeirra og er ég nú samt búin að reyna að sjá eitthvað bleikt í þeim. Eina sem ég sé er endurkast af rauðu perlunum... Ætli það endi ekki bara með því að ég setji glærar perlur í blessaða vængina. Ég nenni varla að stressa mig mikið meira á þessu en komið er!

Woodland Grace 8

I haven't done much stitching today, I'm a bit tired after the weekend and will be so happy when I get my days off after work tomorrow. But I did put a few beads into the tree on the left side of the angel today, the other work that has been done since last update was done in the beginning of last week. I must admit that I really just want to sit and stitch on this till it gets done :-D I can't wait to see it all done :-D

There's just one thing that's been bothering me, the wings are supposed to have beads that are ice pink in color (according to the key) but I just can't see those darn beads. It seems to me that all the small beads are just simply clear (or crystal like it says in the key)!?! I can't see anything pink about them except when the red beads are reflected in them and believe me, I've been trying hard to find these supposed pink beads... I may end up having clear (or crystal) beads in the wings of my angel. I don't want to fuss over this more than I already have!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:28, |

2 Comments:

Það borgar sig að skipta perlunum upp í dagsbirtu. Sumar glæru perlurnar eru alveg glærar og hinar eru með smá filmu inní þannig að þær eru ekki eins glærar. Ég hef einmitt saumað með þeim áður og þá voru þær kallaðar kampavínslitaðar!

Ég gleymdi alltaf að segja þér að það væri gott ráð að gera glæru og hvítu perlurnar í trjánum saman því þær eru báðar með hvítum þræði. Ég vona að það komi ekki að sök.

Nú er ég á landinu en einhverja hluta vegna skildi ég WG eftir úti :(
vá hún er svaka flott þessi. Segi eins og þú hlakka til að sjá hana kláraða.