60 mín á hverjum degi

föstudagur, júlí 01, 2005
Ég hef ákveðið að setja mér markmið í saumaskapnum. Það er reyndar ekki að setja óloknu verkin mín í rotation, þó að ég sé voða hrifin af þeirri hugmynd, heldur ætla ég héðan í frá að reyna að sauma a.m.k. 60 mínútur á dag. Mér hefur tekist það í dag, er búin að ná að sauma í ca. 90 mín sem er mjög gott :-) sérstaklega ef maður hugsar til þess að það er humarhátíð í bænum og fullt að gerast. Við skulum svo sjá hvort þetta markmið mitt heldur lífi, og þá hversu lengi! :-)

Annars er maður er búinn að snúast svo í kringum sjálfan sig að það hálfa væri nóg :-D Núna er einmitt kominn tími á mann að fara niður á bryggju til að taka þátt í hátíðahöldunum, það er verið að fara að setja hátíðina á formlegan máta.

Gleðilega helgi, allir saman!
 
posted by Rósa at 20:10, |

2 Comments:

Gott að setja sér markmið. Hefði sjálf ekkert á móti klukkutíma á dag í saumaskap eða aðra handavinnu.

Guðbjörg var með takmarkið 1 þráð á dag - fyrir tímabil sem hún er ekki í saumastuði.
Jamm, það er sniðugt að gera svona ef maður er ekki í stuði. Ég ákvað þetta bara til að hafa eitthvað viðmið. Þannig að suma daga sauma ég meira og aðra daga minna en ef ég næ 1 klst að meðaltali á dag þá er ég sátt :-) Allt yfir það er plús.