Búin!

miðvikudagur, september 14, 2005
EdduRROg ekki seinna vænna :-D

Þetta er sem sagt myndin sem ég gerði fyrir Eddu á RR-inn hennar. Ég varð strax bálskotin í þessu munstri þegar ég sá það fyrst en eitthvað gekk mér illa að koma því frá mér... En það er búið núna og ég er bara nokkuð ánægð með myndina. Hún er í efra vinstra horninu og kemur bara nokkuð vel út þar.

Þetta er munstur eftir Alma Lynne og heitir It's time for tea. Það á að standa þarna fyrir ofan bollana en ég hafði samband við Eddu og hún vildi bara láta það vera.

Á morgun fer þessi RR áleiðis til Þórunnar og ég fæ þann seinasta til mín (sem er RR-inn hennar Þórunnar) sennilega eftir helgi. Eftir þa fæ ég minn RR heim aftur og get dáðst að honum og myndunum sem dömurnar völdu handa mér. Ég er búin að sjá myndir af þeim sem eru komnir og mikið rosalega lýst mér vel á :-) Hlakka mikið til að sjá hann með eigin augum.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 21:53, |

2 Comments:

That's very pretty, Rosa! I understand this is your square on a RR fabric ;) Your stitching is beautiful!
Thank you Isabelle :-)

Yes this was a square for a RR. Thanks for the compliment :-D