UFO þriðjudagur í dag

þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Ég var ekki með kittið þegar ég var í bænum seinasta þriðjudag þannig að þetta er þriðja vikan mínog mér finnst mér hafa gengið bara ágætlega. Ég settist niður með myndina eftir kvöldmat og á þessum ca. 3 tímum náði ég að fylla soldið upp í kaktusinn niðri vinstra megin. Hérna er mynd frá því seinast þegar ég saumaði í hana. Ég gleymdi að taka hann með þegar ég var í bænum í seinustu viku þannig að það var ekkert gert í henni þá.

Mikið rosalega er þetta sniðug hugmynd :-) Ég er ofsalega ánægð að Drífa stakk upp á þessu, ég er ekkert viss um að ég væri að sauma í þessari mynd ef ekki fyrir þessa UFO daga. Reyndar veit ég að ég væri ekki að sauma í henni því ég var alveg búin að pakka henni saman og setja ofan í skúffu..

Rosalega flottur að mínu matiTalandi um skúffur.. Ég fann soldið ofan í skúffu sem ég var búin að gleyma að ég ætti til. Svo er mál með vexti að ég var Au-pair í Ammríku í denn og fjölskyldan sem ég var hjá gaf mér rosalega flottan klukkustreng til að sauma í jólagjöf. Með þráðunum og öllu sem til þarf til að klára stykkið! Meira að segja járnhengidótinu til að hengja klukkustrenginn í..

Ég var í Colorado og þetta var svona sampler með blómi fylkisins, fugli þess og ýmsu svona sem telst minna á þetta fylki. Ég lagði samt aldrei í að gera þennan sampler því ég kunni ekki neitt af þessum blessuðu sporum sem notuð voru, t.d. satínspor, Rhodes-spor og fleiri sem ég reyndar kann ekki enn þá en ég er tilbúin að læra ;-) Svo var líka annað, efnið sem fylgdi er ekki Aida, en ég var hrein mey á allt annað en það þegar ég fékk þessa dýrindis gjöf. Einnig voru nokkrir handlitaðir þræðir sem mér leist ekkert á :-D Skrýtið hvernig hlutirnir breytast...

Spurning hvort maður fari ekki að sauma í þetta stykki.. Það er nú búið að bíða nógu lengi eftir athygli, ég fékk þetta í jólagjöf 1996!
 
posted by Rósa at 23:40, |

2 Comments:

Glæsilegt!
Dóttir mín sagði "Mamma, má ég sjá myndina" og ég leyfði henni að sjá og hún sagði "Já, þetta er svona kúrekamynd" :o)
Æji, þvílík dúlla! :-)