Ýmislegt

miðvikudagur, september 14, 2005
Ég hef lítið saumað undanfarið, en ég held í vonina um að ég sé ekki í saumalægð. Systir mín fór á laugardaginn og síðan hún fór er ég búin að vera ein heima og það á bara ekki vel við mig. Þó ég kannski blaðri ekki mikið finnst mér gott að hafa einhvern nálægt mér. Svo þarf maður stundum að blaðra ;-)

Í gær var UFO dagur í Allt í Kross en ég saumaði ekkert í mínu stykki. Ég náði samt næstum að klára Round Robin stykkið sem ég á að senda frá mér á morgun. Ég mun klára það í dag en ég skammast mín soldið fyrir það hvað ég hef verið lengi með þessa mynd. Ég meina, ég valdi hana sjálf og var (og er enn) voðalega hrifin af myndinni en eitthvað vantaði samt. Kannski er það bara það að ég var soldið óörugg með valið mitt. Var ekki viss um að Eddu myndi líka myndin, en hún er núna búin að sjá hana á mynd og virtist vera ánægð þannig að ég hafði þannig séð ekkert til að vera nervös yfir. Maður er bara svona :-)

Ég hef ekki enn byrjað á Winter Queen frá Mirabilia en hún er tilbúin ofan í skúffu með öllum þráðunum sínum og bíður þolinmóð. Ég kíki á hana annað slagið og heilsa upp á hana :-) Hún er svo falleg.

Á laugardag fékk ég nafnið á manneskjunni sem ég á að sauma jólaskraut fyrir í jólaskrautsskiptunum sem ég er að taka þátt í. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir hana en hún er voðalega dugleg handavinnukona og í ýmsu öðru en bara krosssaumi. Það er eins gott að maður standi sig í fráganginum :-)

Jæja, þetta er orðið gott í bili. Ég hef ákveðið að sauma aðeins í UFO stykkinu mínu í dag þegar ég er búin að klára RR-inn. Talandi um RR, þá er ég ekki búin að fá Vetrar RR að utan til að sauma í.. Kannski ég fari að spyrjast fyrir um það..

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:42, |

0 Comments: