Frábært að fá pakka

fimmtudagur, september 08, 2005
Í póstinum :-) Ég var að panta mér efni í þennan ilmpoka sem er freebie frá Victoria Sampler.

Síðan ég kláraði harðangursverkefnið okkar Sonju er ég búin að vera að leita mér að einhverju nýju á því sviði og ég held að þetta verkefni sé ágætis byrjun. Ekki of mikill saumaskapur en samt nýtt frá hinu verkefninu þar sem þessi poki er með Dove eyes. Ég var búin að kaupa mér harðangursbók fyrir byrjendur og þar eru leiðbeiningar fyrir þetta spor. Ég hlakka bara til að byrja :-)

Svo spillir ekki fyrir hvað garnið er flott sem er notað í þetta. Það er Watercolors frá Caron og liturinn kallast Mountain Meadow. Sjúklega flott í eigin persónu!

Það var líka Q-snap í pakkanum, en mig langaði soldið að prufa að nota svoleiðis. Ég sauma reyndar alltaf í höndunum, ekki með neinar gjarðir eða neitt, en ég efast ekki um að það sé betra að gera satínspor með svona grip. A.m.k. hlakka ég til að sjá muninn :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 20:05, |

2 Comments:

Ég var byrjuð að ganga frá harðangursmyndinni í svona jólaskraut en svo vantaði mig réttu nálarnar og lagði til hliðar. Ég er löngu búin að redda mér nálunum en kittið er ennþá ofan í poka - þarna náði kláraveikin í mig.

Það var einmitt út af svona spes sporum sem ég byrjaði að nota gjarðir. Þau komu ekki nógu vel út hjá mér í höndunum. Svo tók ég eftir því að sporin urðu jafnari því það snérist ekki uppá garnið og nýtingin á garninu var betri því annar spottinn (af þeim tveimur sem maður notar í einu) varð allaf styttri. Vona að þetta skiljist.
ég er ánægð með q-snap gjörðina mína. Sporin eru jafnari.

Ég á eftir að ákveða hvað mig langar að gera úr harðangursverkefninu okkar. Sennilega enda ég á því að gera jólaskraut :-)