UFO þriðjudagur vika 4

þriðjudagur, september 06, 2005
Þriðjudagsverkefnið mittHérna er myndin frá því í seinustu viku. Ég var mest í að fylla upp í eyður í dag og vinna út frá því. Það kannski hefur ekki bæst mikið við umfangið á því sem ég er búin með en það eru eiginlega engin "göt" eftir.

Undanfarið hef ég ekki verið mikið að sauma, aðeins gripið í Round Robin og er langt komin með hann. Móðir mín átti afmæli á sunnudaginn og í gær fórum við til Seyðisfjarðar þannig að lítill tími hefur gefist til að setjast og sauma þrátt fyrir að saumasystur hafi sameinast á ný ;-)

Systir mín er í heimsókn hjá okkur og maðurinn hennar kallar okkur alltaf saumasystur af því við sitjum oftast við saumaskap þegar við erum saman :-D Í dag stóðum við svo sannarlega undir nafni en ég saumaði í UFO verkefnið og hún saumaði í handklæði. Árangurinn var frábær eins og sést :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:37, |

2 Comments:

Langar systur þinni ekkert að vera með í Allt í kross? :o)
Jú, hún er soldið að spá í það :-)