Ný markmið fyrir september

fimmtudagur, september 01, 2005
Jæja, þá er kominn september og tími á að fara yfir markmiðin sem ég setti mér fyrir ágúst. Á listanum fyrir ágúst voru þessi verkefni:

  • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
  • Vetrar RR með sendingardag 1. sept.
  • Bókamerki með sendingardag 10. sept.
  • Kort fyrir giftinguna 6. ágúst.
  • Harðangurs-SAL með Sonju.
  • Leyni-SAL 3.
Svo ætlaði ég að reyna að klára Bee Square, og það tókst :-) Ég er búin með ca. 70% af ByrjandaRR og ég náði að vinna helling í Leyni-SAL 3 þó ég sé enn eftir á. En ég fann 2 villur í því sem ég þarf að laga. Allt hitt á listanum var tekið með trompi og meira til. Þá er listinn fyrir September:
  • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
  • Vetrar RR með sendingardag 1. nóv.
  • Jólaskrautsskipti með sendingardag 19. nóv (fæ nafnið 10. sept)
  • Leyni-SAL 3
  • UFO verkefnið
Þetta er sem sagt það sem ég hef tekið að mér að sauma eða finnst ég þurfa að gera eða byrja á í þessum mánuði. En nú þegar ég hef verið svona dugleg að klára þá finnst mér ég eiga að fá smá glaðning. T.d. að fá að byrja á einhverju, eins og kannski hugsanlega Winter Queen frá Mirabilia :-D

Ég held að ég sé komin með allt í drottninguna (fer yfir það á eftir) og um leið og ég klára ByrjandaRR hennar Erlu þá ætla ég að hefjast handa við drottninguna. Ég hlakka svo til :-) Hún er svo falleg að það er næstum lamandi að horfa á hana...
 
posted by Rósa at 10:48, |

0 Comments: