Fengið að láni

laugardagur, september 17, 2005
Ég skammast mín soldið mikið því ég gleymdi að minnast á það í seinustu færslu að ég fékk að láni útfærsluna á jólaskrautinu mínu frá bloggi sem ég skoðaði fyrir nokkru.

Það var á bloggi hollenskrar konu í þessari færslu sem ég sá þessa líka fínu útfærslu á skrautinu. Eins og þið sjáið ef þið farið þangað, þá er mitt skraut næstum eins. Ég bara bætti við gullna borðanum af því ég vildi hafa smá meira glans :-) Svo er hennar miklu betur frágengið..

Ég vona að karmað mitt fari aftur í sama farið og áður en ég gerðist hugmyndaþjófur :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 15:10, |

0 Comments: