Forskot á jólalaugardag

föstudagur, september 16, 2005
Ég gerðist voðalega huguð í kvöld og bjó til mitt fyrsta jólaskraut. Jólalaugardagur er á morgun í Allt í Kross og ég held ég hafi bara verið að hita upp :-D Eins og sést er þessi frumburður minn langt frá því að vera fullkominn, en mér þykir agalega vænt um blessað jólaskrautið fyrir því og mun svo sannarlega sýna það gestum og gangandi um jólin.

Frágangurinn er langt frá því að vera til fyrirmyndar, en maður lærir af því að framkvæma og ég lærði helling á þessu. T.d. lærði ég að maður þarf að mæla miklu nákvæmar en ég gerði og gott væri að hafa alla hluti við hendina sem maður ætlar að nota. Ekki að hlaupa frá af því mann vantar títuprjón eða nál eins og ég var að gera. Svo bjó ég til mitt eigið cording dót og það gekk svona la-la. Ég sé t.d. núna að ég hefði betur haft það þykkara (byrjað með fleiri þræði) og ég hefði mátt snúa betur upp á það. En það gekk mjög vel að festa það á skrautið þannig að ég þarf ekki að bæta mig þar.

Á myndinni sýnist þetta vera ójafnt í hliðunum en það er bara staðsetning myndavélarinnar. Aðalmálið er samt að hafa gaman af þessu og ég hafði það svo sannarlega :-)
 
posted by Rósa at 23:02, |

6 Comments:

Ooooh, that's lovely, Rosa :) WOW!
Stórglæsilegt hjá þér!
That's very pretty! Congratulations Rosa.
Thank you, Becky and Isabelle :-)

Takk líka, Linda :-D
Ertu bara búin að þessu! ég var langt komin að ganga frá myndinni í skraut þegar ég rak mig á að ég ætti ekki réttar nálar. Hef ekki snert hana síðan :o Þrátt fyrir að vera fyrir löngu búin að kaupa nálarnar.
Ég fann bara þörfina hjá mér og ákvað að skella mér bara í að búa til skraut úr þessu :-)