Fyrstu sporin...

miðvikudagur, september 21, 2005
í Vetrardrottningunni voru tekin í dag!

Ég tók samt enga mynd enda var ég bara að sauma hvítt á hvítan strammann, en ég er byrjuð! Ég fæ bara hroll við tilhugsunina að ég sé loksins byrjuð :-) Þetta er náttúrulega langtímaverkefni, en ég er komin með ca. 50 spor og það er nú alltaf eitthvað... Ég ætla að nota q-snap við þetta verkefni því mig langar til að sýna drottningunni virðingu og gera hana vel. Málið er bara að q-snapið sem ég keypti um daginn er bara 15x15 cm og það er of lítið, ég komst að því í dag. Það er fínt í minni verkefni en drottningin er á allt öðrum skala sko :-) Þarf að muna að kaupa stærra leikfang ;-)

Í öðrum fréttum þá er ég búin að fá seinasta RR-inn í byrjandaRR í Allt í Kross klúbbnum. Það er RR-inn hennar Þórunnar og hann er í svona country þema og það fylgir með munstur þannig að það er bara að byrja á honum :-) Ég er búin að taka saman litina sem á að nota samkvæmt uppskrift þannig að ég sé fram á að byrja á honum á morgun. Næsti RR sem ég fæ er svo minn eiginn! Ég hlakka geðveikt til!

Svo er ég búin að fá nýjustu tölublöð af Cross Stitcher og World of Cross Stitching í póstinum. Fullt af jólamunstrum í þeim sem ég væri til í að sauma við tækifæri. Gott að hafa jólalaugardagana á bak við eyrun ef maður sér eitthvað sem kallar. Og það er nú eitt sem kallar, og það ansi hátt.. Margaret Sherry er komin með myndir í 12 daga jóla þemað og mikið rosalega langar mig að sauma þær myndir! Þær eru æði! Veit samt ekki hvort ég leggi í að gera veggteppið eins og það er sett upp í blaðinu. Annars veit maður aldrei :-)

Með Cross Stitcher fylgdi líka dagatal fyrir næstu 16 mánuði og þemað var faðmlög. Rosalega fallegar myndir sem kalla líka á mig. Það væri gaman að nota þær sem þema í Round Robin einhvern tímann.. Bara svona hugmynd.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:38, |

7 Comments:

Mig einmitt klæjar rosalega að gera þessar Margaret Sherry myndir!!! Hún Ágústa var svo yndisleg að ná í blaðið fyrir mig á meðan ég var á fæðingardeildinni (vildi sko EKKI missa af þessu blaði haha) og mig dauðlangar að sauma þessar myndir. Kannski maður geri bara Margaret Sherry SAL í klúbbnum? ;o)
Pant fá að vera með í því SAL! Ég á fáa uppáhaldshönnuði en Margaret Sherry er sko pottþétt þar fremst í hópi..
Hlakka til að sjá hvernig gengur með Vetrardrottninguna Rósa. Ég væri sko alveg til í að taka þátt í Margaret Sherry SAL-i.

Kveðja,
Edda
Ég fékk einmitt að ljósrita Ágústu blað þær eru æðislegar. KNÚS
Heyrðu... við bara kýlum á Margaret Sherry SAL :o)
Set það upp um eða yfir helgina bara!!!
Ég hlakka svo til að sjá mynd af drottningunni hjá þér, hún er æðisleg. Ég var ekki fyrst hrifin af þessum myndum en þær bara enduðu á að heilla mig algjörlega.
Ég vil lika vera með í Margaret Sherry SAL Linda ég elska myndirnar hennar og langar að sauma 12 days og christmas meðal annara.
Gvööð hvað mig hlakkar til.. Ætli ég geri þá ekki 12 daga jola eins og þeir eru í blaðinu. Þá þarf maður að kaupa sér java í það :-) Þetta verður bara spennandi!