Fyrstu sporin...

miðvikudagur, september 21, 2005
í Vetrardrottningunni voru tekin í dag!

Ég tók samt enga mynd enda var ég bara að sauma hvítt á hvítan strammann, en ég er byrjuð! Ég fæ bara hroll við tilhugsunina að ég sé loksins byrjuð :-) Þetta er náttúrulega langtímaverkefni, en ég er komin með ca. 50 spor og það er nú alltaf eitthvað... Ég ætla að nota q-snap við þetta verkefni því mig langar til að sýna drottningunni virðingu og gera hana vel. Málið er bara að q-snapið sem ég keypti um daginn er bara 15x15 cm og það er of lítið, ég komst að því í dag. Það er fínt í minni verkefni en drottningin er á allt öðrum skala sko :-) Þarf að muna að kaupa stærra leikfang ;-)

Í öðrum fréttum þá er ég búin að fá seinasta RR-inn í byrjandaRR í Allt í Kross klúbbnum. Það er RR-inn hennar Þórunnar og hann er í svona country þema og það fylgir með munstur þannig að það er bara að byrja á honum :-) Ég er búin að taka saman litina sem á að nota samkvæmt uppskrift þannig að ég sé fram á að byrja á honum á morgun. Næsti RR sem ég fæ er svo minn eiginn! Ég hlakka geðveikt til!

Svo er ég búin að fá nýjustu tölublöð af Cross Stitcher og World of Cross Stitching í póstinum. Fullt af jólamunstrum í þeim sem ég væri til í að sauma við tækifæri. Gott að hafa jólalaugardagana á bak við eyrun ef maður sér eitthvað sem kallar. Og það er nú eitt sem kallar, og það ansi hátt.. Margaret Sherry er komin með myndir í 12 daga jóla þemað og mikið rosalega langar mig að sauma þær myndir! Þær eru æði! Veit samt ekki hvort ég leggi í að gera veggteppið eins og það er sett upp í blaðinu. Annars veit maður aldrei :-)

Með Cross Stitcher fylgdi líka dagatal fyrir næstu 16 mánuði og þemað var faðmlög. Rosalega fallegar myndir sem kalla líka á mig. Það væri gaman að nota þær sem þema í Round Robin einhvern tímann.. Bara svona hugmynd.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:38, |

6 Comments:

Mig einmitt klæjar rosalega að gera þessar Margaret Sherry myndir!!! Hún Ágústa var svo yndisleg að ná í blaðið fyrir mig á meðan ég var á fæðingardeildinni (vildi sko EKKI missa af þessu blaði haha) og mig dauðlangar að sauma þessar myndir. Kannski maður geri bara Margaret Sherry SAL í klúbbnum? ;o)
Pant fá að vera með í því SAL! Ég á fáa uppáhaldshönnuði en Margaret Sherry er sko pottþétt þar fremst í hópi..
Hlakka til að sjá hvernig gengur með Vetrardrottninguna Rósa. Ég væri sko alveg til í að taka þátt í Margaret Sherry SAL-i.

Kveðja,
Edda
Ég fékk einmitt að ljósrita Ágústu blað þær eru æðislegar. KNÚS
Heyrðu... við bara kýlum á Margaret Sherry SAL :o)
Set það upp um eða yfir helgina bara!!!
Gvööð hvað mig hlakkar til.. Ætli ég geri þá ekki 12 daga jola eins og þeir eru í blaðinu. Þá þarf maður að kaupa sér java í það :-) Þetta verður bara spennandi!