Pósturinn hringir alltaf tvisvar...

mánudagur, ágúst 29, 2005
Eða ekki :-) Hann setur bara póstinn í póstkassann...

Pósturinn (sem er reyndar kona) kom með smá glaðning handa mér í dag, nefnilega júnípakkann frá Silkweaver (loksins) og í honum voru Mill Hill perlur í þúsundatali! Jæja, kannski ekki alveg þúsunda en það voru fimm litir, rosalega flottir. Ég ætla sko að nýta þær í eitthvað fallegt, kannski jólaskraut? Það var líka ósýnilegur þráður sem á víst að vera góður til að festa perlur á.. Við sjáum til með það ;-) Einnig voru voðalega þunnir Aidaborðar, annar blár með gylltum brúnum og hinn hvítur með grænum brúnum.. Svo var voðalega fallegt handlitað 28ct Lugana og liturinn heitir Poltergeist, svakalega flott. Stútfullur pakki bara :-) Ég var samt hrifnust af perlunum. Nenni ekki að taka mynd þannig að þið verðið bara að ímynda ykkur þetta :-)

Ég er ekki búin með Wildflower Hearts frá Indigo Rose, en ég á bara eftir ysta ferninginn (satínspor) og nokkur Rhodes spor. Set inn mynd þegar þetta er búið. Ég er að reyna að vanda mig svo þetta verði fallegt á að líta. Ekki fleiri kiprur ;-) Mikið rosalega eru þetta samt falleg spor, ég er t.d. ástfangin af hjörtunum og hvernig þau koma út með þessu spori. Hef séð hjörtu gerð með satínspori (í annarri mynd) og það var flott, en þetta er bara svo spes eitthvað og ekki skemmir þessi fallegi rauði litur fyrir. Ég sé sko fram á að nota svona handlitaða þræði meira í framtíðinni. Ég hefði bara viljað sjá meiri litabrigði í sumum þeirra...
 
posted by Rósa at 23:28, |

0 Comments: