Heart Sweet Bag fullklárað :-)

sunnudagur, október 30, 2005
Það tók mig nú langan tíma að vinna mig upp í að klára þennan poka en ég ákvað að prufa bara í kvöld :-) Þetta kemur bara vel út. Ég setti ljósgulan efnisbút aftan við harðangurshjartað, tók nokkra þræði úr til að koma borðanum í og klippti svo efnið til. Þá saumaði ég það saman í höndunum og loks sneri ég pokanum við og setti borðana í. Ég er bara nokkuð sátt :-)

Myndin er samt ekki nógu góð, ég þarf að finna mér góð batterí. Ég á svona endurhlaðanleg en þau klárast nú ansi fljótt. Alla vegana þá er pokinn tilbúinn og ég voða sátt.

Heart Sweet Bag finished!

I got this freebie from the Victoria Sampler website and finished the stitching part in the beginning of September. This evening I figured I should try finishing it into the sachet it's supposed to be :-) It came out ok, if I may say so myself..

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 00:46, |

11 Comments:

Rosalega er hann flottur hjá þér Rósa mín. Hvaða garn notaðiru aftur í þetta?
Takk Linda :-)

Mislita garnið í harðangurshjartanu heitir Watercolors frá Caron og liturinn kallast Mountain Meadow. Svo er bara DMC perlugarn nr. 5 á milli og sá litur er 761 minnir mig og er svona fallega bleikur :-)
Vá hvað hann er flottur!!!
Nú verð ég að fara að læra harðangur!!!
Hi Rósa,
This is such a beautyfull sachet!
Wow! Is it filled with lavender?:o) Juul.
Takk, nafna :-) þú þarft ekkert að vera hrædd við harðangurinn. Málið er bara að fara rólega í að klippa og hafa góðar leiðbeiningar. A.m.k. virkaði það fyrir mig :-)

Juul: Thank you :-) I have filled the sachet but I only had pot pourri with roses in it. It smells very nice!
Þetta er ótrúlega flott, ég er bara með algjöra fóbíu gangvart því að fara með skæri í eitthvað svona en verð að fara að harka af mér svo ég geti saumað svona flott.
Virkilega flott!
Takk, Ágústa og Katrín :-)

Í gærkvöldi ákvað ég að gera annan svona poka og ég er langt komin. Á bara eftir að setja hann saman :-) Og þá tók ég líka eftir að DMC perlugarnið er ekki nr. 5 heldur nr. 8. Litanúmerið er DMC 761 :-)
It's beautiful. :)
Þetta er nú eitt af því fallegasta sem ég hef séð !
Vá hvað þetta er flott mig langar einmitt að læra svona harðangur.