RR á heimleið

fimmtudagur, október 13, 2005
Núna áðan var ég að taka seinasta afturstingssporið í seinasta RR-inn sem ég sauma í í ByrjandaRR sem var settur upp í Allt í Kross klúbbnum. Ég er voðalega skotin í þessu munstri sem hún Þórunn valdi, og reyndar líka þeim sem Erla María valdi. Þær sendu munstur með sínum RR-um en ég og Edda ákváðum að gera það ekki.

Á morgun mun þessi sæti RR, sem sést hérna til hægri í allri sinni dýrð, fara heim á leið :-) Eins og ég sagði þá er ég svakalega skotin í munstrinu og vildi óska að ég ætti munstrið því ég væri alveg til í að gera það handa sjálfri mér. Reyndar hefur móðir mín líst miklum áhuga á myndinni og spurði áðan hvort ég þyrfti nokkuð að senda munstrið með :-D

Hérna er svo stærri mynd af ferningnum sem ég saumaði:

Innan fárra vikna fæ ég minn heim (þ.e. ef ég tími að sleppa þessum ;-) ) og get farið að finna efni í bakið á honum. Ég ætla nefnilega að gera púða úr mínum. Þá get ég alltaf dáðst að fyrsta RR sem ég hef tekið þátt í. Hann verður auðvitað puntpúði sem enginn fær að koma við nema auðvitað ég :-) Ég hef auðvitað séð myndir af árangri þeirra tveggja sem eru búnar að sauma í RR-inn minn og líst svakalega vel á, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að mér líki hann ekki. Það verður bara svo gaman að fá hann og snerta og skoða og klára hann sem púða.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 00:36, |

6 Comments:

Þetta munstur er svo fallegt. Ég gerði þetta sem RR líka: http://uk.pg.photos.yahoo.com/ph/litlaskvis/detail?.dir=fa3f&.dnm=2573.jpg&.src=ph
I'm not usually very fond of layout of RRs, but this one looks very nice. :)

:Outi

(Yes, it's me. This is my 'online tests' blog's username (Created it last night... it's my third blog... addicted? Me? O.o )
Það er sem sagt þinn RR sem er forsíðumynd í ByrjandaRR grúppunni :-) Þetta er klikkað flott munstur. Flott að hafa svona tölur líka, ég held að ég myndi setja svoleiðis í minn. Þegar ég verð búin með hann ;-)

Outi: This RR is not mine but I am very fond of the pattern. I am planning on doing it for myself in the future sometime :-) My RR is coming home soon and I will post a pic when it does. I can't wait :-)
Ójá, þetta er sko minn... ég er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að gera við hann samt.... Hann er ennþá ofaní saumakoffortinu mínu :-/

Ef þig vantar svo tölur, hóaðu í mig, ég á bönsh!
ohh.. þetta munstur er svoo geðveikt.. það er einmitt á "listanum" yfir það sem mig langar til að gera einhvern tíman.
þetta er svo flott hlakka til að sjá þinn RR ég tók einmitt á sínum tíma þátt í byrjenda RR og fannst það svo gaman.