UFO þriðjudagur :-)

þriðjudagur, október 11, 2005
Hvað annað?

Hérna eru svo samanburðarmyndir, fyrst frá því í seinustu viku:


Og svo frá því fyrir nokkrum mínútum:


Ég notaði nýja q-snapið mitt og verð að segja að mér líkar mjög vel við það. Eins og sést á myndinni var ég að vinna í himninum enn og aftur og mér finnst ég hafa gert helling. Reyndar eru þetta bara hálfspor en það fer samt tími í þau eins og heilsporin. Bara ekki eins mikill af því maður þarf ekki að fara til baka :-)

Í allt aðra sálma.. Ég bara verð að deila þessari mynd með ykkur..


Þetta er einn af köttunum mínum, hann Brandur (ekki horfa of mikið á draslið í kring.. og ekki senda Allt í Drasli á mig heldur :-D ) Kisi er þarna að bíða eftir að músarbendillinn á skjánum fari á hreyfingu, en hann hefur svakalega gaman af því að reyna að ná honum. Sem náttúrulega tekst ekki, en þegar hann sér að ég er við tölvuna þá stekkur hann upp í fangið á mér og þaðan á lyklaborðið og fer að leita að bendlinum. Svo þegar ég hreyfi hann þá eltir hann bendilinn um allan skjá og er alltaf jafn furðu lostinn að ná ekki bannsettu kvikyndinu.. Þessi dúlla. Þetta er eins konar tölvuleikur sem hann er búinn að koma sér upp.. Hann er sem sagt tölvuleikjasjúkur :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:35, |

9 Comments:

bara skotgengur UFO-ið þitt og Brandur er krútt kisur eru svo skemmtilegar.
UFO-ið rýkur áfram hjá þér - þú verður búin að þessu áður en þú veist af. Sæt mynd af kisa.

Kveðja,
Edda
Glæsilegt!
Meira krúttið þessi köttur. Ég átti einu sinni kött sem að stökk alltaf á sjónvarpið þegar ég var að spila vissan tölvuleik hehe.
Aww, how cute cat. ^^

Is (s)he yours? (Unfortunately I don't speak Icelandic so I have to ask...;)

Ad btw, I don't mind linking to my blog. I want my 15 minutes in fame. ;D
Takk fyrir falleg orð um kisa minn, ef hann vissi að hann væri orðinn frægur á internetinu er ég viss um að egóið hans yrði of stórt til að komast fyrir hér inni ;-) Þessir kettir hafa heilbrigt sjálfsálit :-D

Outi: Yes it's my cat and he's searching for the mouse thingy on the screen. He follows it around and it's always a mystery to him why he can't catch it :-D His name is Brandur btw.
Then Brandur is bit like my youngest tomcat, Masa. He used to follow things in monitor when he was younger - playing Sims was something really interesting when he used to jump on computer desk and tried to hit my sims'.

Nowadays he's way too adult to do so (3 years old...). ;)

Though, we have had a cat who actually killed one computer mouse...
En hvað þú ert dugleg. Ufo-inn skotgengur alveg hjá þér.
Kisi er líka ekkert smá sætur... algjör dúlla.
-Rósa T
Rósa, one question. Is "cat" really "kisu" or "kisi" (and plural "kissi") in Icelandic?

As those ("kisu" and "kissi") are "pet terms" for cat (which is "kissa") in Finnish...

I'm just curious :P
Outi, Cat is "köttur" in icelandic and "kisi" is the short version of cat, kinda like kitty in english. "Kisi" is the male version and "kisa" is the female version. Also, Icelandic nouns bend in four ways so "kisu" is just another form of "kisi". Plural is "kisur" and "köttur" becomes "kettir" in plural form.

I hope I haven't confused you too much :-)