Needleroll og kortaskipti

miðvikudagur, október 19, 2005
Hvað er eiginlega íslenska orðið fyrir needleroll? Nálapúði er ekki alveg að meika það og nálarúlla er soldið skrýtið orð.

Hvað með það, ég var að fá þetta rosalega flotta munstur í póstinum í gær frá Becky. Hún póstaði um daginn á blogginu sínu að hún hefði farið á útsölu og keypt helling af dóti sem hún hefði átt fyrir og ætlaði að gefa þeim sem vildu aukaeintakið sitt. Ég var svo skotin í þessari nálarúllu (sko, þetta er skrýtið) að ég sendi henni póst og spurði hvort hún væri til í að gefa mér munstrið. Og já, hún var það :-)

Ég ætla að gera hana alveg eins og leiðbeiningarnar segja til um en það þýðir að ég verð að bíða aðeins með það því ég er soldið blönk í augnablikinu.. En ég er alveg gasalega ánægð með munstrið mitt og gjafmildi Becky. Hún er dásamleg :-)

Svo að öðru. Ég held ég hafi alveg gleymt að blogga um kortaskiptin sem ég ákvað að taka þátt í. Eða kannski er ég búin að gleyma að ég hafi einhvern tímann bloggað um þau.. Hvort sem það er þá fékk ég í seinustu viku kort að utan með voða sætum sveppi framan á (þessi skipti eru í þrennu lagi, fyrsta kortið er með haust- eða hrekkjavökuþema, næsta með jólaþema og svo loks vor- eða afmælisþema). Ég á eftir að taka mynd af því og sýna ykkur.

Ég var fyrir þó nokkru búin að sauma fyrstu myndina en mig vantaði tómt kort til að setja myndina á. Ég er nú loks búin að redda því og er búin að senda kortið en ég var að fatta að ég gleymdi að taka mynd.. Vonandi tekur sú sem fær kortið mynd fyrir mig, ég ætla að biðja hana um það þegar hún hefur fengið kortið í hendurnar.

Svo er bara að finna jólamynd til að setja á næsta kort, núna þegar ég er komin með fullt af auðum kortum :-)

Translation: I got the pattern for this needleroll that's pictured above from Becky (Thank you, Becky!). She posted on her blog that she had two of these and some other things and was willing to give them to those who wanted them. Well, I wanted that pattern and Becky was kind enough to send it to me :-)

I am also in a card exchange and just mailed off my first card today. I forgot to take pics of it :-(

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 16:48, |

9 Comments:

Þetta er rosalega flott nálarúlla (jább skrítið orð, þarf að spurja mömmu hvað þetta heitir á íslensku).
I love that design! I'm green with envy. >:)
This is one of my favorite needleroll designs. It's lovely!
Hi Rósa,
Thank you for the translation! It is nice of you, now I understand what the picture is all about!
Isn’t Becky nice?
Is it easy or difficult to find these kinds of charts in Iceland? Our LNS doesn’t have these, so I am very thankful that Becky shares with us!

Bye, Juul.
I've never seen charts from M Designs in shops here. They do have Lavender and Lace in some stores in Reykjavík but I don't know about others. I would order these things online anyways, it's better for me than driving to Reykjavík for stash shopping ;-) Then the stash comes to me!
And a lot cheaper! ;o)
Þetta er ekkert smá sætt, very pretty indeed. :o) yeah shopping online is a lot cheaper than shopping in Iceland at least things for crafts of all kinds
Nú er komið að mér að vera græn af öfund. Mig langar einmitt mikið í svona rúllu.
Hi Rósa and the other english commentators,
I think it is very nice of you to
talk English thanks!
:o)
Juul.