Jólalaugardagur

sunnudagur, október 16, 2005
Ég verð að viðurkenna að ég gerði ekkert í jólaverkefninu mínu í dag. Ég freistaðist til að sauma aðeins í 12 dögum jóla en komst að því að mig vantar 2 liti. Ég hélt að ég hefði verið búin að fara svo vel yfir litina og taka allt saman en nú kemur í ljós að 2 liti vantar. Vonandi get ég fengið þá hjá Helgu en þetta eru nú ekki mikið notaðir litir, alla vegana hef ég aldrei notað þessi litanúmer áður :-) Alla vegana, ég get gert aftursting eða byrjað á næstu mynd þangað til ég fæ þessa 2 liti en ég nenni því ekki, enda fimmtudagur löngu liðinn :-D

Sunnudagurinn verður eflaust ekki mikill saumadagur þar sem ég er að vinna og ég veit að ég verð þreytt. Svo þarf að elda kvöldmat og borða og þrífa eftir það og þá er bara komið kvöld. En ef ég sest niður með saumadót á morgun þá ætla ég að sauma í Vetrardrottningunni, ég er komin í stuð fyrir hana :-) Kominn tími til myndi ég segja ;-)
 
posted by Rósa at 00:04, |

0 Comments: