Jólalaugardagur í dag!

laugardagur, október 08, 2005
Og ég þarf að fara að vinna :-(

En jæja, ég náði að klára að sauma munstrið sem ég valdi fyrir jólaskrautsskiptin sem ég var búin að minnast á áður. Ég var í miklu basli að velja munstur því konan sem á að fá þetta skraut er svo svakalega dugleg og hæfileikarík á handavinnusviðinu að ég vil endilega gera þetta sem best og velja eitthvað sem hún yrði hrifin af. Ég get ekki sagt strax hvað ég valdi (þar sem hún les þetta blogg og þó hún skilji ekkert þá er betra að vera öruggur) en það er svakalega sætt og ég er mikið að spá í að gera svona handa sjálfri mér líka :-) Ég er samt ekki búin að ákveða hvernig ég klára það, en ég hef nokkrar vikur í það :-D

Ég byrjaði líka aðeins að sauma í Margaret Sherry SAL-ið. Þetta er nú engin ósköp sem eru komin en þetta er víst peran :-) Efnið glitrar ekkert smá á þessari mynd en það er líka rosalega mikið gyllt í javanum.

Svo tek ég með mér í vinnuna (þó ég eigi ekkert eftir að gera í því þá er það samt gott að hafa það með ;-) Maður veit aldrei) það sem ég er búin að velja sem verkefni jólalaugardaga. Það eru kisumyndir sem ég sauma í plast og ætla að setja sem skraut á jólatré (ef ég verð með slíkt í ár). Annars skreytir það bara hurðarhúna eða eitthvað :-) Sá sem ég er að sauma er þessi hvíti sem situr í jólapakkanum. Allt hvíta er næstum búið og ég er búin að gera gráa og bleika líka. Ég byrjaði sko á seinasta laugardag með þetta verkefni.

Jæja best að drífa sig, ég á að byrja að vinna kl. 6!
 
posted by Rósa at 17:47, |

6 Comments:

Þessar kisur eru algjör krútt ég væri til í að sauma svona í hvítann pappa. Mér finnst javinn sem þú ert með í MS alveg hrikalega flottur líka.
Guð hvað þessar kisur eru æðislegar!!!! Javinn í MS SAL-inu er líka rosalega flottur.
I love the little kitty Christmas ornaments - very cute :)
Þessar kisur eru æði máttu missa öryggisafrit af þeim?
Takk stelpur :-) ég alveg dýrka þessar kisur og var harðákveðin í að sauma þær þegar ég sá munstrið.
The little kitty ornaments are cutest!! :)