Klukkidíklukk

föstudagur, september 23, 2005
Ágústa úr Allt í Kross klúbbnum klukkaði mig og ég þarf að finna fimm staðreyndir um mig... Jæja, ég skal reyna.

  1. Það er alltaf sent umferðarkennsluefni til 5-6 ára barna og það sem ég fékk var allt stílað á Stúlku Bjarnadóttur.. Ég hét nefnilega Stúlka Bjarnadóttir í kirkjubókum fram að fermingu og ég fékk að velja nafnið á mig sjálf. Skírnin mín fór fram daginn fyrir ferminguna mína og ég valdi nafnið Fanný. Af hverju? Ég hef ekki hugmynd, sennilega fannst mér það hljóma flott og ég vildi heita eitthvað meira en Rósa því mamma heitir Rósa líka. Það er ekki kúl að vera unglingur og vera kölluð Litla-Rósa. Enn þann dag í dag er ég stundum kölluð Litla-Rósa af bræðrum mínum...
  2. Einu alvörutónleikarnir sem ég hef farið á voru með Alanis Morissette árið 1996 í Virginia-fylki í USA. Ég vissi varla hver Alanis Morissette var þá, en ég keypti diskinn hennar nokkrum dögum áður og hlustaði á hann non-stop þangað til tónleikarnir voru haldnir. Ég ætlaði að fara líka á The Cranberries en þeim tónleikum var aflýst :-(
  3. Árið 1986 keypti mamma handa mér svakalega flott sængurföt með Madonnu á. Myndin var eins og utan á True Blue plötunni. Ég á þau enn þá og nota þau enn þann dag í dag. Reyndar ekki eins mikið og þegar ég var 12 ára, en þau eru enn í góðu lagi og ekkert farin að eyðast upp eða neitt. Það er alveg sama hvað ég mun eignast flott sængurföt, þessi verða alltaf í uppáhaldi :-D
  4. Einu sinni fundust mér táslusokkar óhugnanlega creepy. Svo prufaði ég að fara í svoleiðis og þetta eru uppáhaldssokkarnir mínir í dag :-)
  5. Mér finnst mjög gaman að elda og t.d. syng ég hvað sem mér dettur í hug þegar ég er að elda. Svo verður maður að dansa soldið með :-D Annars er ekkert gaman! Versta er að ég gef mér ekki nógu mikinn tíma til að elda enda á krosssaumurinn mig alla um þessar mundir.

Jæja, þá vitiði sennilega meira um mig núna en þið kærðuð ykkur um :-) Ég ætla ekki að klukka neinn enda þekki ég voðalega fáa sem eru með blogg og hafa ekki enn verið klukkaðir.

 
posted by Rósa at 10:31, |

2 Comments:

Jæja Rósa nú veit ég ýmislegt meira um þig :-)
Hello Rosa, thank you for dropping by my site. I have you on myblogroll. Eventhough I understand your language but the pictures speak a thousand pieces. :)