Októbermarkmið (uppfært)

sunnudagur, október 02, 2005
Sá tími mánaðarins er kominn þar sem ég fer yfir stöðuna. Í september voru þessi markmið í gangi:
  • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
  • Vetrar RR með sendingardag 1. nóv.
  • Jólaskrautsskipti með sendingardag 19. nóv (fæ nafnið 10. sept)
  • Leyni-SAL 3
  • UFO verkefnið
Ég kláraði ByrjandaRR daginn áður en ég átti að senda þannig að ég náði að senda á réttum tíma. Ég hef ekki fengið einn einasta VetrarRR til að sauma í og ég er nú soldið stressuð yfir því.. En ég veit að minn er kominn á leiðarenda en ekki veit ég hvernig gengur að sauma í hann. Mér finnst voða illa haldið á spöðunum í þeim RR og er ekkert voðalega ánægð með stöðuna þar. En það er aldrei að vita nema þetta reddist.. ég vona það bara.

Ég er búin að fá nafnið mitt í jólaskrautsskiptunum en ég á eftir að ákveða munstur. Ég er soldið óviss með það en ég hef einn og hálfan mánuð til stefnu og ég skal byrja á að sauma það í þessum mánuði. Helst fyrri helming þessa mánaðar :-)

Leyni-SAL 3 hefur ekkert fengið neina athygli, ég er enn fúl yfir þessum villum sem ég gerði. Ég verð nú að fara að kíkja á það samt.

UFO-verkefnið gekk eins og í sögu þrátt fyrir að ég hefði ekki tíma á seinasta þriðjudag fyrir það. Ég er mjög ánægð með þann árangur sem ég hef náð í því verkefni frá því þetta byrjaði allt saman. Ég var einmitt að skoða samanburðarmyndir af þessu í gær og var bara nokkuð stollt :-)

Svo var ég einhvern tímann með það markmið að sauma minnst klukkutíma á dag og ég held að það hafi bara tekist ágætlega í september. A.m.k. flesta daga :-)

Þá er það verkefni októbermánaðar:
  • Byrjanda RR með sendingardag 1. nóv
  • Vetrar RR (ef ég fæ einhvern til að sauma í) með sendingardag 1. nóv
  • Jólaskraut með sendingardag 19. nóv í seinasta lagi
  • Kort með útsaumsmynd með sendingardag 20. september (búin að sauma það, tók fimmtudagskvöld í það :-) þarf bara að gera kort úr því og setja í póst)
  • Jóladót sem gera skal á jólalaugardögum. Ég elska þessa daga :-)
  • UFO-verkefnið (hver veit nema þetta klárist á þessu ári?) (ofurbjartsýn)
  • Winter Queen frá Mirabilia. Hún hefur lítið fengið athygli en það er vegna þess að mig vantar stærri græju (má ekki gleyma að kaupa slíkt).
  • *Margaret Sherry SAL sem verður á fimmtudögum í Allt í Kross grúppunni. Veit ekki samt hvort ég byrja um leið og hinar. Kemur í ljós.
  • *Leyni-SAL 3 verður að fá smá athygli..

Ég held að það sé ekkert meira en þetta sem ég ætla að gera í mánuðinum en ég áskil mér þau forréttindi að breyta og bæta og laga og allt það :-)

* er það sem ég bætti við 4. okt. Ég er einum of gleymin stundum ;-)

 
posted by Rósa at 15:52, |

0 Comments: