Jólalaugardagur, verkefni 2
sunnudagur, september 25, 2005
Snjókallar eru í uppáhaldi hjá mér og því er tilvalið að halda áfram að sauma snjókalla-jólaskraut þegar Frosti kallinn er tilbúinn. Ég er núna að sauma Snow Charmer frá Mill Hill og þrátt fyrir að hafa verið að stússast ýmislegt fleira í dag náði ég rosalega góðum árangri.
Ég á reyndar eftir að sauma á hann hattinn, blessaðan, og jólarósina sem hann á að halda á, en það sést strax hvað hann er sætur :-) Vonandi næ ég að klára hann á morgun, en ég lofa engu!
Það stendur í leiðbeiningunum að maður eigi að klippa utan með snjókallinum áður en maður gerir fringe-sporið (í treflinum) en ég held að það sé ekki góð hugmynd. A.m.k. var ég alltaf skíthrædd við að pappinn væri að rifna undan álaginu (það eru 6 þræðir og það þarf að fara 4 sinnum í hvert gat! Soldið erfitt í seinasta skiptið, sko!!) Ég á eftir að gera þetta fringe á annan endann á treflinum, eins og sést, en ég er orðin svo þreytt að ég ákvað að hætta áður en ég myndi rífa pappann í alvöru!
Nú er orðið soldið langt síðan ég bloggaði seinast um saumadót, en síðan seinast hef ég náð að byrja á Country RR-inum hennar Þórunnar og gengur bara ágætlega með hann. Myndin sem hún valdi er svakalega flott og ég væri alveg til í að sauma svona handa sjálfri mér við tækifæri. Það er svo margt sem mann langar að gera ;-) T.d. að fara að sofa!
Ég á reyndar eftir að sauma á hann hattinn, blessaðan, og jólarósina sem hann á að halda á, en það sést strax hvað hann er sætur :-) Vonandi næ ég að klára hann á morgun, en ég lofa engu!
Það stendur í leiðbeiningunum að maður eigi að klippa utan með snjókallinum áður en maður gerir fringe-sporið (í treflinum) en ég held að það sé ekki góð hugmynd. A.m.k. var ég alltaf skíthrædd við að pappinn væri að rifna undan álaginu (það eru 6 þræðir og það þarf að fara 4 sinnum í hvert gat! Soldið erfitt í seinasta skiptið, sko!!) Ég á eftir að gera þetta fringe á annan endann á treflinum, eins og sést, en ég er orðin svo þreytt að ég ákvað að hætta áður en ég myndi rífa pappann í alvöru!
Nú er orðið soldið langt síðan ég bloggaði seinast um saumadót, en síðan seinast hef ég náð að byrja á Country RR-inum hennar Þórunnar og gengur bara ágætlega með hann. Myndin sem hún valdi er svakalega flott og ég væri alveg til í að sauma svona handa sjálfri mér við tækifæri. Það er svo margt sem mann langar að gera ;-) T.d. að fara að sofa!
1 Comments:
« back home
Skrifa ummæliÞessi er sætur! Eins og flestir snjókarlar ;o)