Margaret Sherry SAL

fimmtudagur, október 06, 2005
Héðan í frá eru fimmtudagar fráteknir fyrir hinar frábæru myndir Margaret Sherry 12 dagar jóla. Þvílík snilld hefur sjaldan sést í krossaformi og því engin afsökun nógu góð til að sauma þetta ekki. Enda eru næstum allar konurnar í Allt í Kross grúppunni að sauma þetta, hver með sínu nefi auðvitað :-)

Ég var nú ekki alveg viss á því að ég myndi byrja um leið og hinar, en rétt fyrir lokun í dag skellti ég mér til hennar Dóru í Efnalauginni og keypti kremaðan og gylltan aida-java til að sauma þessar myndir í. Svo hefur kvöldið farið í að sauma kassa í javann svo ég geti byrjað með trukki að sauma í næst :-D Ég er nú ekki með neina mynd til að sýna af listaverkinu eins og það birtist manni í Cross Stitcher. Reyndar eru bara komnar 4 myndir eins og er. Þeir skipta þessu svona niður á mann svo manni fallist ekki hendur :-D Í næsta tölublaði verða 4 myndir í viðbót og svo restin í desemberblaðinu. Sem kemur út í byrjun nóv :-)

Það er auðvitað engin mynd með þessari færslu þar sem ég er bara búin með undirbúningsvinnuna (ekki alveg búin, en næstum) en það eiga eftir að koma fullt af myndum, bíðið bara ;-)
 
posted by Rósa at 23:34, |

2 Comments:

Ég byrjaði einmitt á fyrstu myndinni í kvöld!!! Ótrúlega gaman!!!!! Náði að gera ljósbláa litinn og aðeins af þessum brúna í fuglinum. Set mynd á bloggið á morgun! En núna kallar rúmið mitt hástöfum á mig, og ég á það ;)
er einmitt búin að finna til búta í allar myndirnar. Hlakka til að byrja.