Love Ornament frá M Designs

fimmtudagur, september 29, 2005
Á þriðjudaginn fékk ég pakka frá Silkweaver sem ég var búin að bíða eftir í rúma 2 mánuði. Það er nú ekki það sem ég ætlaði að blogga um, en í pakkanum var Celebration bag með þrem efnum og ég vissi ekkert hvað ég væri að fá, þetta var eitthvað tilboð hjá þeim. Efnin voru þessi, 32ct Belfast Linen, 32ct Lugana og 28ct Opalescent Lugana (sem er uppáhaldið :-) ) . Ásamt þessum efnum hafði ég pantað 2 Summer Fun pakka, annan með 14ct Aida (fallega bleikt), GAST vínrauðu garni úr limited edition flokknum og Frosted Heather Mauve perlur frá Mill Hill. Hinn Summer Fun pakkinn er með 28ct Cashel Linen Natural, Stranded by the Sea garni í grænum tónum og Dark Basil perlur frá Mill Hill. Báðar pakkningarnar voru keyptar með það í huga að sauma út Tree Ornaments frá M Designs í efnin með því garni sem fylgdi með. Og ég er búin með fyrri pakkninguna (þessa bleiku auðvitað :-) ).

Flottasta tré í heimi!

Þetta er sem sagt Love Ornament Tree og ég er rosalega ánægð með gripinn og hvernig garnið kemur út. Ég sé fram á að gera einskonar klukkustreng úr þessu. Svona mini klukkustreng. Það átti að vera hjarta efst en ég átti það ekki en ég átti stjörnuna og fannst hún koma svo vel út með þessu að ég ætla bara að leyfa henni að vera þarna :-)

UFO-stykkið mitt fékk enga athygli á þriðjudaginn var og ég býst ekki við að hafa tíma í hana fyrr en á næsta þriðjudag bara. Ég þarf að taka íbúðina í gegn því á mánudag fer ég til Seyðisfjarðar að ná í móður mína. Svo er vinna um helgina þannig að ég næ ekki að gera mikið í jólaverkefninu sem verður sennilegast jólakisurnar. Þær ætla ég að gera í plast og setja bara filt eða felt eða hvað það nú heitir á bakið. Það verður örugglega flott.

 
posted by Rósa at 17:23, |

8 Comments:

That's beautiful!
Þetta kemur rosalega vel út!
Ég hef einmitt oft hugsað til þess að gera þetta munstur, en hef aldrei látið verða af því, kannski af því að ég hafði ekki séð það saumað fyrr en nú. Maður skellir sér líklega á það við tækifæri nú þegar maður hefur séð það saumað loksins :o)
Lovely Rosa - congratulations!
Takk fyrir það Linda :-) Það var svo skrýtið að þegar ég sá þessa samsetningu hjá þeim í Silkweaver þá vissi ég hvað ég myndi nota þetta í.. Furðulegt!

Jo and Cathy: thanks for your comments :-)
Þetta er rosa fallegt svona og mér finnst stjarnan sóma sér vel þarna ekkert að því.
Rosalega fallegt, ég sá nú munstrið reyndar ekki neinstaðar á síðunni.
Mér sýnist að myndin af þessari mynd hlaðist ekki inn almennilega. Þeir eru eitthvað feimnir þarna :-D
Rosa, it's lovely! You did a great job :) Your little snowman ornament is really cute too!