Silkweaver pakkar og fleira

mánudagur, október 10, 2005
Ég náði ekki að klára RR-inn hennar Þórunnar, en ég er búin með alla krossa núna og bara afturstingurinn eftir. Á morgun er UFO-dagur þannig að ég sé fram á að klára RR-inn á miðvikudag.

Eins og kannski sést var ég aðeins að laga til á síðunni minni, eða í þessum linkum hérna vinstra megin. Færði listann yfir WIP-in ofar og núna kemur fram hvaða dagar tilheyra hvaða verkefnum. Nú finnst mér ég hafa aðeins betri yfirsýn yfir þetta allt. Vetrardrottningin er ekki föst við neinn dag og þannig vil ég hafa það. Hún er ekki skylduverkefni en þannig sé ég þau verk sem ég hef fest á daga. Eða kannski er skylduverkefni ekki rétta orðið.. Alla vegana þá eru þessir dagar fráteknir. Mér er auðvitað ekki skylt að sauma þessi verkefni þessa daga, en það er ágætt að hafa þetta svona svo maður geri nú eitthvað í þeim verkefnum. Eins og t.d. UFO-inn. Ég væri sko ekki búin með svona mikið af honum ef ég hefði ekki tekið þátt í þessum UFO-þriðjudögum. Það er sko alveg vitað mál :-)

Talandi um vetrardrottninguna.. Ég fór í kvöld í heimsókn til Helgu frá Stöðvarfirði og keypti hjá henni stærra Q-snap til að nota í drottninguna. Keypti líka litina sem mig vantaði í 12 daga jóla og jólakisann minn.

Ég fékk fullt af pósti í dag. September pakkann frá Silkweaver Stash of the Month klúbbnum og svo pöntun frá Silkweaver sem ég freistaðist til að gera. Fékk svona Grab Bag, en í honum er heill hellingur af efnum. Flest voru þau í brúnum litum og allt frekar hlutlaust. Og sagði ég að það hefði verið heill hellingur? Án gríns, ég hefði ekki trúað því ef mér hefði verið sagt hversu mikið ég fengi. Þetta kostaði bara 9 dollara og ég fékk örugglega 7 eða 8 búta og einn var ca. 60x70 cm. Risastór alveg. Ég mældi nú ekkert en þetta var heill hellingur. Mæli hiklaust með svona ef þið lendið á þessu.

Á föstudaginn fékk ég part 2 af 12 dögum jóla hennar Margaret Sherry í Cross Stitcher blaðinu. Þetta er hrein snilld. Það er samt eitt sem ég tók eftir, en það var mælt með því í blaðinu að nota 3 þræði ef maður saumar þetta í gyllt efni til að gyllingin komi ekki í gegn í myndunum. Ég var byrjuð þegar ég tók eftir þessu og ég notaði bara 2 þræði.. Ætli það verði ekki í lagi? Ég er náttúrulega ekki búin með það mikið, bara peruna, en ég nenni ekki að byrja aftur... Letihaugurinn ég :-)

Jæja, ég er farin að sofa, þið fáið enga mynd í dag en ég lofa myndum á morgun :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:57, |

3 Comments:

Jú sko ef þú saumar ekki rétt verkefni á réttum degi færðu mínus í kladdann! LOL! ;)

Ég ELSKA Silkweaver! Ég hamstra oft á síðunni þeirra, sérstaklega þegar þeir eru með góð tilboð!

Ég sauma mitt bara með tveimur þráðum, enda finnst mér ekki gaman að sauma með 3 þráðum því að þá getur maður ekki notað loop method til að starta þráðunum.
Hvað ætli ég sé þá komin með marga mínus punkta ;-D

Silkweaver er orðin að áráttu hjá mér, rétt eins og saumaskapurinn.. Svo er það versta að ég tími varla að nota þessi efni sem ég fæ frá þeim.. Þetta er allt svo flott að ég vil nota efnin í spes verkefni sem hæfa þeim. Ekki gera bara eitthvað.. skilurðu? Ég er skrýtin.

Ég hef ákveðið að halda áfram að nota bara 2 þræði. Ég hreinlega nenni ekki að rekja upp og ég er sammála með loopið. Það er svo auðvelt að byrja þannig og hreinlegt.
Ég mundi nota 2 þræði líka finnst það fallegra. Silkweaver eru æði ég einmitt svona efni sem ég er að geyma í eitthvað sérstakt en svo tími ég þeim aldrei. hehe Kjánin ég. Þarf að nýta þau meira.