Ástin blómstrar ávallt...

mánudagur, október 31, 2005
Svo mörg voru þau orð ;-)

Til að reyna að ná tökum á saumadeyfðinni minni hef ég ákveðið að taka ráðum Ágústu og byrja bara á nýju verkefni. Það sem varð fyrir valinu var Love Blooms needleroll frá Victoria Sampler en ég hef lengi verið skotin í þessu munstri. Það má eiginlega segja að þetta munstur sé ástæðan fyrir því að mig langaði að læra harðangur :-)

Hérna hægra megin sést hvað ég er komin langt. Ég er að fara að byrja á því að vefja en ég stoppaði því það er notað eitthvað spor sem ég var soldið smeyk við. Það kallast Buttonhole bar og er í ansi mörgum götum. Mér sýnist samt að það sé ekki svo mikið mál. En kannski ég ætti að prufa sporið áður en ég ákveð það ;-)

Ég hlakka voðalega til að sjá hvernig þessi nálarúlla (hljómar enn skringilega) kemur út, en ég á ekki allt það garn sem gefið er upp í uppskriftinni en ég á eitthvað silkigarn sem ég fékk frá Stash of the Month klúbbnum hjá Silkweaver í mars. Það voru tveir litir sem komu þá og annar er einmitt bleikur en silkigarnið sem er notað í uppsriftinni er einhvern veginn bleikt líka. Ég ætla að nota það og svo á ég perlur sem eru bleikar og gular sem ég ætla að nota í stað þeirra sem eru gefnar upp í uppskriftinni. Ég get alltaf hætt við ef mér finnst þetta koma voða illa út!

Love Blooms needleroll

This picture shows the beginning of a beautiful needleroll. At least that's what I hope it will be once I'm finished stitching it. I'm starting this project to try and fight off the semi stitching slump I've been experiencing lately, at the advice of Ágústa, a great lady from my online stitching club, Allt í Kross :-)

This needleroll is another freebie from Victoria Sampler website and it's one of the main reasons I wanted to learn hardanger in the beginning. I love this pattern and needlerolls are something I've been fascinated by since the first time I saw one (on a blog, not in real life. I've never seen one in real life). I just hope I won't mess it up :-) Since I didn't have available to me all the materials listed in the pattern I am using a silk thread I got in Silkweaver's Stash of the Month club in march. I am also using white cashel linen, not antique white. I bet it won't make that much of a difference :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 22:35, |

3 Comments:

  At mánudagur, 31 október, 2005 Anonymous Nafnlaus said:
Hi Rósa,
It looks great!
I have never done hardanger (yet), but seeing this... Wow!
Maybe I should give it a try...
Sometime...

:o) Juul.
oh hvað þú ert dugleg og ert að tala um lægð.
Líst vel á þig. Þetta virkar líka oft voðalega vel fyrir mig, að byrja á einhverju nýju. Eða skoða myndir af því sem að aðrir hafa verið að gera og fá smá innblástur :o)