Markmið fyrir nóvember

þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Jæja, þá er víst kominn nýr mánuður og tími til að kíkja á þessi markmið mín :-) Þessi markmið setti ég mér fyrir október:

  • Byrjanda RR með sendingardag 1. nóv (Búið og farið)
  • Vetrar RR (ef ég fæ einhvern til að sauma í) með sendingardag 1. nóv (Fékk engan og sé ekki fram á að fá neitt)
  • Jólaskraut með sendingardag 19. nóv í seinasta lagi (Búin að sauma en á eftir að setja saman)
  • Kort með útsaumsmynd með sendingardag 20. október (búin að sauma það, tók fimmtudagskvöld í það :-) þarf bara að gera kort úr því og setja í póst) (Búið og farið)
  • Jóladót sem gera skal á jólalaugardögum. Ég elska þessa daga :-) (Kisan er aðeins nær því að verða tilbúin :-) )
  • UFO-verkefnið (hver veit nema þetta klárist á þessu ári?) (ofurbjartsýn) (Þetta hefur gengið vel, fyrir utan seinasta þriðjudag)
  • Winter Queen frá Mirabilia. Hún hefur lítið fengið athygli en það er vegna þess að mig vantar stærri græju (má ekki gleyma að kaupa slíkt) (Ég keypti stærri græju en hef samt saumað voða lítið í drottningunni :-( )
  • Margaret Sherry SAL sem verður á fimmtudögum í Allt í Kross grúppunni. Veit ekki samt hvort ég byrja um leið og hinar. Kemur í ljós. (Þetta verkefni er klikkað skemmtilegt og mér hefur gengið best í því í mánuðinum. Og já, ég byrjaði á sama tíma og hinar :-) )
  • Leyni-SAL 3 verður að fá smá athygli.. (Eða ekki.. enginn árangur í því þennan mánuðinn)
Þetta er svona upp og ofan hjá mér en þessi mánuður hefur verið voða misjafn. Ég saumaði t.d. ekkert í seinustu viku nema Margaret Sherry SAL-ið og ekki hef ég alltaf náð því að sauma í klukkutíma á dag. Suma daga saumaði ég ekkert og það finnst mér alveg ótækt. Ég hef svo gaman af því að sauma að ég er eins og illa gerður hlutur þegar ég finn mig ekki í neinu af því sem ég er að gera. Sem betur fer er nálarúllan sem ég byrjaði á í gærkvöldi að hjálpa mér úr þessu saumaóstuði, ég finn að ég hlakka til að klára hana og það hvetur mig áfram að sauma í henni. Vonandi að það smitist svo bara út í hin verkefnin mín :-)

Svo eru það verkefni nóvembermánaðar:

  • Jólaskrautskiptin með sendingardag 19. nóv.
  • Kort með sendingardag 30. nóv.
  • Margaret Sherry SAL á fimmtudögum
  • UFO á þriðjudögum
  • Jólalaugardagarnir auðvitað :-)
Ég held að það sé ekkert meira. A.m.k. man ég ekki eftir því núna :-)

Goals for November

This post is really only a reminder for me. And because it's meant only for me I don't see a reason to translate it.

I do however want to say that my needleroll project is going pretty well :-) I find that I am looking forward to seeing it finished and I just hope that spills over to my other projects :-) Today is UFO tuesday and I am going to stitch a little in that and hope it goes a little better than last week :-)
 
posted by Rósa at 14:58, |

0 Comments: