Vetrardrottningin færsla 2

laugardagur, desember 17, 2005
Svona næstum taka tvö :-) Ég er búin að vera agalega löt að sauma í drottninguna mína og ég skil varla sjálf af hverju það er. Sennilega hafa mér bara farist hendur þegar ég áttaði mig á því hversu mikið verk þetta er í rauninni. En samt vissi ég það svo sem.

Alla vegana, þessa helgi er hún aðalstykkið mitt og í dag hef ég gripið í hana eins og tækifærin hafa gefið mér tilefni til ;-) Furðulegt hvað er mikið að gera á litlu heimili stundum.. En já, jólin eru víst að koma og því fylgir kaupæði mikið og neysla matar eykst umtalsvert..

En aftur að Vetrardrottningunni minni. Kjalta hennar hefur stækkað umtalsvert að mínu mati en það vantar samt uppá að manni langi að kúra þarna :-D

Ég saumaði grátt og hvítt í dag (smá fjólublátt) og hérna sést hvernig hún var fyrir. Ég mun halda áfram að sauma í henni á morgun og pósta annarri mynd af árangrinum.

Winter Queen take 2

This weekend is dedicated to my dearest Winter Queen from Mirabilia. I've been stitching on her today as time has allowed me and I am quite pleased with the progress I've made. Her lap is getting bigger even if it's not very inviting :-D Not yet at least..

I saw that I last posted progress on October 17th. I find that really strange as today is exactly two months since then and I didn't stitch a single stitch in between now and then. But the important part is she's been rescued from UFO land and I don't plan on letting her go there again! Maybe that could be my new years resolution.. I don't do those but maybe for my Queen..

Today I mostly stitched grey and white and if you look here you'll see the difference. I'll keep stitching on her tomorrow and tomorrow night I'll post another progress report.
 
posted by Rósa at 22:16, |

0 Comments: