UFO þriðjudagur (kominn tími til)

þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Á þriðjudögum á ég það til að sauma í UFO-verkefninu mínu :-) Reyndar hef ég verið ansi löt undanfarið við að fylgja skemanu mínu en það byrjaði allt þegar ég varð veik þarna um daginn. Ég held samt að ég sé núna komin í stuðið og ákvað því að taka upp Window To The West (sem er sko UFO-stykkið mitt) og sauma smá í það. Í þetta skiptið saumaði ég í himninum og viti menn, ég náði út í enda á hægri hliðinni :-D Jibbí fyrir mig!

Um daginn var ég spurð í kommentunum hversu stór þessi mynd er. Ég biðst afsökunar á að vera ekki búin að svara þeirri spurningu, ég er rosalega gleymin þegar ég blogga og man yfirleitt aldrei eftir því sem ég ætla að skrifa þegar ég er komin í gang. Alla vegana þá eru þetta rúmlega 160x90 krossar eða 32 x 24 cm. Með ámálaða skrautinu í kring er myndin 42 x 34 cm.

Hér er svo seinasta færsla um UFO stykkið.

Og á meðan enn er tími til, gleðilegan Valentínusardag :-)

UFO Tuesday (about time)

On tuesdays I sometimes stitch on my UFO project :-) I've actually been very lazy lately following my routine/rotation but that laziness began after I got sick the other day. I think I'm in the zone now though and therefor I decided to pick up Window To The West (which is my UFO piece) and stitch a little on it. This time I was working on the sky and actually managed to reach the right edge of the design! :-D Yay for me!

The other day I was asked in the comments how big this picture is and I'm sorry for not answering sooner, I'm terrible with remembering what I am blogging about once I've started typing. But to answer that question (at last) this design is about 160 x 90 crosses or 32 x 24 cm. That's 13 x 10 inches. The whole thing (with the border artwork) is 42 x 34 cm. Or 17 x 14 inches.

Here's my last post on the UFO project.

And while I still have time, happy Valentine's Day :-)
 
posted by Rósa at 23:25, |

1 Comments:

vá.. þú náðir að gera alveg helling