Joy jólaskraut

laugardagur, júlí 08, 2006
Ég byrjaði í vikunni á jólaskrauti þar sem mig langaði til að klára eitthvað lítið og sætt áður en næsti RR kæmi og ég færi að vinna í honum. Vegna anna náði ég ekki að klára jólaskrautið fyrr en í dag en ég er svakalega ánægð með það. Ég á reyndar eftir að "klára" klára :-D Þetta verður svona mini nálarúlla eins og Love Ornament sem ég gerði í Janúar eftir sama hönnuð, Jeannette Douglas. Munstrið var í Just Cross Stitch Ornament issue frá árinu 2003 og ég fór alveg eftir uppgefnum upplýsingum, þ.e. ég notaði það garn og efni sem mælt var með í blaðinu. Þetta er saumað á 28ct latte Country French linen með Needle Necessities garni (græni er liturinn sem Danielle gaf mér í jólaskrautsskiptunum í fyrra :-D ),Kreinik Braid sem er handlituð af Needle Necessities (rosalega sniðugt), Kreinik blending filament, GAST, DMC árórugarni sem og perlugarni og Mill Hill perlum. Soldið langur listi fyrir ekki stærra skraut :-D

Click for larger picÉg er virkilega ánægð með útkomuna en mér fannst ansi leiðinlegt að sauma með Kreinik Blending filamentinu enda gleymdi ég að nota Thread Heaven! :-( En það kennir mér bara að nota það næst :-)

Næsta mál á dagskrá er að finna dreka fyrir RR-inn hennar Hafrúnar og svo er þessi helgi 24hr Challenge á Friends Gather BB og ég ætla að taka þátt. Kannski ég nái að finna dreka sem passar við RR-inn og slá þannig tvær flugur í einu höggi :-)

Joy ornament

I started this ornament this week because I wanted to finish something small and cute before the next RR would arrive. Because of other stuff I didn't finish it till today but I'm extremely happy with it. I do have to actually "finish" it as a needleroll :-D It's like the Love ornament I made in January by the same designer, Jeannette Douglas. The pattern was in Just Cross Stitch ornament issue from 2003 and I followed the recommendations for fibers and fabric. It's done on 28ct latte Country French linen with Needle Necessities floss (The green one is a gift from Danielle from last years Ornament Exchange on SBEBB :-D), Kreinik braid overdyed by Needle Necessities (very interesting), Kreinik Blending filament, GAST, DMC floss and DMC perle coton as well as Mill Hill beads. That's quite a list for such a small ornament :-D

I'm really pleased with the results but I did find it very boring to work with the Kreinik BF, probably because I forgot to use Thread Heaven! :-( But this teaches me to not forget next time :-)

Next on my agenda is to find a dragon for Hafrun's RR and this weekend is the 24hr Challenge on Friends Gather BB and I'm taking part. Maybe I'll find a dragon that fits the RR and will be able to hit two birds with one stone :-) or something like that :-D

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 14:18, |

1 Comments:

what a sweet little ornament - I bet it was satisfying to stitch something up quickly :-)