Afmæli og brúðkaup

mánudagur, júlí 25, 2005
Í dag var afmælisdagurinn minn. Ég er víst orðin of stór fyrir pakka, en ég fékk þó blómvönd og fullt af hringingum :-) Gaman að vita að fólk man eftir manni. En alla vegana var þessi afmælisdagur alveg ágætur. Ég náði að sauma dáldið, fékk blóm og þurfti ekkert að elda neitt :-)

Svo hringdi vinkona mín til að vita hvort ég kæmi ekki alveg örugglega í brúðkaupið hennar. Ég mun sem sagt fara í bæinn til að samgleðjast henni og tilvonandi eiginmanni þarnæstu helgi. Maður getur ekki verið þekktur fyrir annað sko :-) Við erum búnar að vera vinkonur svo lengi. Verst að hafa ekki vitað af þessu fyrr, þá hefði maður kannski saumað eitthvað. Ég ætla alla vegana að sauma kort. Kannski eina af myndunum frá EMS, hún gerir svo sætar kortamyndir og nokkrar eru einmitt fyrir þetta tilefni. Það verður sem sagt næsta verkefni eftir snjáða bangsann. Ætti ekki að taka langan tíma að gera eitt stykki kort :-)

Ég hef ekki náð að klára Tatty teddy en það gengur ágætlega með afturstinginn þó mér fallist hendur annað slagið því þetta er heill hellingur. Sérstaklega það sem er litað með grænu. En þetta smá mjakast áfram. Bangsinn er kominn með andlit :-) Gaman að sjá framan í greyið sem er búinn að ergja mig svona ;-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:46, |

1 Comments:

Heyrðu!!! Innilega til hamingju með daginn! Farðu nú inná dagatalið í Allt í Kross og settu inn afmælisdaginn þinn fyrir næsta ár svo að við getum þá allar óskað þér til hamingju!